Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 20
20 12. desember 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í Guðsgjafaþulu segir frá því að Íslandsbersa þótti unun að því að hlusta á öndvegismenn íslenskrar endurreisnar ræða um samskipti við ríkisstjórnina, svipað og menn tala um smalatíkina sína. Á þessari öld hefur pólitískum skylmingum svipað mjög til þeirrar tíðar í stjórnmálasögu síðustu aldar sem öðru fremur var kennd við bæinn Hriflu í Bárðardal. Síðustu vikur hefur persónulegt hnútukast hinnar gömlu Hriflungatíðar færst mjög í aukana. Með vissum hætti má segja að það sé eins og að fara gegn straumn- um að leggja gott orð til ríkisstjórn- arinnar. Sannleikurinn er þó sá að sumar ákvarðanir hennar bera bæði vott um skynsemi og ábyrgð þó að verulega skorti á í öðrum tilvikum. Það bar til að mynda vott um ábyrgð þegar ríkisstjórnin ákvað að byggja á samstarfs- áætluninnni við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn hafði gert. Eitt mikilvægasta viðfangsefnið sem sú áætlun mælir fyrir um er að ná jöfnuði í ríkisfjár- málum. Niðurskurðaráformin í fjár- lagafrumvarpinu eru í samræmi við markmiðin. Afgreiðsla fjárlaganna mun síðan sýna hversu raunhæf framkvæmdin er. Þar byrja vanda- málin. Umræður um útgjaldahlið fjár- lagafrumvarpsins benda til þess að verulega skorti á að aðhalds- áformin séu nægjanlega markviss. Í allt of litlum mæli búa þar að baki ákvarðanir um skipulagsbreytingar og nýjar skilgreiningar á þjónustu- stigi. Hringlandinn varðandi sparn- að í fæðingarorlofsútgjöldum leiddi í ljós að einstaka ráðherrar virðast halda að aðhaldsaðgerðirnar séu tímabundnar og ári fyrir kosning- ar verði unnt að auka útgjöldin á ný eins og ekkert hafi í skorist. Veruleikinn er hins vegar sá að hér er um varanlegt ástand að ræða. Þjónusta ríkisins verður ekki bætt á ný fyrr en hagvöxtur eykst. Rík- isstjórnin þarf því með meira sann- færandi hætti en fram til þessa að sýna fram á að aðhaldsáformin muni standa. Hriflupólitík eða málefnapólitík? Deila má um hlutföllin milli niðurskurðar og nýrrar tekjuöflunar. Það er hins vegar rétt mat hjá ríkis- stjórninni að ekki er unnt að komast hjá tekjuöflunaraðgerðum. Aðferðin sem ríkisstjórnin hefur valið til þess að auka tekjurnar er á hinn bóginn bæði vanhugsuð og illa undirbúin. Þegar skattkerfisbreytingin var ákveðin vorið 1987 náðist um hana breið samstaða bæði á Alþingi og meðal samtaka launafólks og atvinnulífs. Það skattkerfi sem þá var hannað þjónaði að því leyti betur norrænum velferðarsjónar- miðum en skattkerfi hinna Norð- urlandaríkjanna að það leysti mun stærri hóp lágtekjufólks með öllu frá skattgreiðslum til ríkisins. Auðvelt hefði verið að auka skatt- tekjur og verja þá lægstlaunuðu með tiltölulega einföldum breytingum á þessu kerfi. Þess í stað á að eyði- leggja kerfið og taka hér upp flókið og ógagnsætt skattkerfi. Fyrrver- andi ríkisskattstjóri hefur réttilega bent á að undirbúningstími til slíkra grundvallarbreytinga sé ónógur. Hann hefur enn fremur leitt rök að því að flóknara og ógagnsærra kerfi leiði til meiri skattundanskota og kalli þar af leiðandi á meiri skatta- hækkanir á heiðarlegt fólk í fram- haldinu. Er ekki skynsamlegt að hugsa málið betur? Enginn tími mun gefast til almennrar pólitískrar umræðu um þá kerfiskúvendingu sem áform- uð er. Annar stjórnarandstöðuflokk- anna hefur teflt fram ábyrgum hug- myndum sem leyst geta þann bráða vanda sem ríkissjóður stendur and- spænis að því er tekur til tekjuöfl- unar. Hvers vegna tekur ríkisstjórnin ekki tilboði um samstarf á Alþingi um slíka lausn? Á nýju ári má svo dýpka það samstarf og leiða í ljós hvort ekki er unnt að ná breiðri sam- stöðu um framtíðarskipan skattkerf- isins í landinu í stað þess stríðs sem í uppsiglingu er. Almenningur skilur stöðu þjóð- arbúsins á þann veg að aldrei hafi verið meiri þörf á samstöðu en nú. Hvers vegna má ekki lyfta bæði umræðum og vinnulagi upp á hærra plan? Hörð persónuleg og ómál- efnaleg átök Hriflustjórnmálanna leiddu á þeirri tíð til lengri kreppu á Íslandi en annars staðar. Er þörf á að endurtaka þau mistök? Stríð eða friður? Kreppunni 1967 var mætt með stóriðju, inn-göngu Íslands í EFTA og útfærslu landhelginnar. Með markvissri alhliða sókn af því tagi fékkst viðspyrna sem leiddi til skjótra umskipta. Því miður átti talsverður hluti hagvaxtarins næsta áratug rætur að rekja til þess að við kusum að halda áfram þeirri rányrkju sem útlendingar höfðu áður stundað. Sú óvarfærni kom okkur í koll síðar. Hana má því ekki endurtaka. Sannleikurinn er sá að sjávarút- vegurinn verður ekki uppspretta hagvaxtar á komandi árum þó að hann sé á ný orðinn undirstaða í þjóðarbúskapnum. Því fremur er þörf á framtíðarsýn og hreyfiafli til að sækja megi fram, bæta sam- keppnishæfni og auka hagvöxt. Við blasa tækifæri í orkunýt- ingu og möguleikar á að tengjast alþjóðlegri samvinnu sem fært getur atvinnufyrirtækjunum og launafólki samkeppnishæfa mynt og styrkt nýsköpun. Hvorki rík- isstjórnin né stjórnarandstaðan hefur sýnt markvissa og heild- stæða forystu á þessu sviði. Er ekki þörf á að leita víðtækari samstöðu þar um? Tilraun í þá veru er lík- legri til að lyfta Íslandi en endur- lífgun þess anda er spratt úr móum Hriflustjórnmálanna. Hreyfiafl hagvaxtar www.reykjavik.is/kjostu UM VERKEFNI Í ÞÍNU HVERFI KJÓSTU Kosningu lýkur 14. desembe r! Í þessari viku féllu fyrstu dómarnir sem tengjast aðdraganda og orsökum bankahrunsins beint. Tveir fyrrum bankamenn, sjóðsstjóri peningamarkaðssjóðs og skuldabréfamiðlari, voru dæmdir fyrir alvarlega markaðsmisnotkun. Brot mannanna fólst í því að leggja ítrekað fram óeðlilega há tilboð í hlutabréf í því skyni að halda uppi verði þeirra og styrkja með því stöðu peningamarkaðssjóðs banka síns sem átti verulega fjármuni í þessum hlutabréfum. Dómurinn er líkast til sá fyrsti af allmörgum sem á eftir munu koma og markar því tímamót. Til muna stærra mál, og að sönnu tímamót einnig, eru upplýs- ingar sem fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endur- skoðun ríkisreiknings ársins 2008. Þar kemur fram að með skjót- ari viðbrögðum Seðlabanka við aðferðum bankanna til að afla lausafjár hefði mátt draga úr tjóni Seðlabankans og ríkissjóðs við fall bankanna. „Leikurinn“ sem svo er kallaður í skýrslunni fólst í því að stóru bankarnir þrír tóku lán hjá minni fjármálafyrir- tækjum til að styrkja lausafjárstöðu sína en minni fjármálafyrir- tæki fengu aftur lán hjá Seðlabankanum gegn ótryggum bréfum. Í ágúst 2008 voru kröfur Seðlabankans um veðtryggingar hertar en eftir stendur spurningin um það hvers vegna það gerðist ekki fyrr eða um leið og Seðlabankinn vissi að bankarnir fóru á svig við hefðbundnar leiðir til að afla lausafjár. Tap Seðlabankans mun nema 75 milljörðum króna og ríkis- sjóður Íslands yfirtók 270 milljarða króna til viðbótar. Langtíma- skuldbindingar ríkissjóðs tvöfölduðust á árinu 2008 sem skýrist að verulegu leyti af yfirtöku á veðlánum Seðlabankans. Þegar hafa verið afskrifaðir 175 milljarðar en trygg veð eru talin vera fyrir liðlega 50 milljörðum króna af þeim 270 sem ríkið yfirtók. Tapið í heild gæti þannig numið 400 milljörðum króna. Fyrra málið er smátt í sniðum miðað við hið síðara. Engu að síður eru bæði málin birtingarmynd þess sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins; siðferðisbrestur, skortur á regluverki og eftirliti. Allt þetta blés upp bóluna sem að lokum sprakk. Horfast verður í augu við þann dapra veruleika að bróður- partur fjárhagslegs tjóns íslenska ríkisins mun lenda á herðum almennings með beinum og óbeinum hætti um ókomin ár og ára- tugi. Hitt má ekki útiloka að einhverja fjármuni verði hægt að sækja upp í skuldbindingar ríkisins. Því verður fróðlegt að fylgjast með þeirri vinnu sem hafin er á vegum fjármálaráðuneytisins við að meta hvort hægt sé að reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýnt þykir að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi í aðdraganda bankahrunsins. Lán Seðlabank- ans gegn ótryggum veðum eru meðal þess sem skoðað verður en einnig Icesave-reikningarnir til dæmis. Víst er að slík uppgjör skipta þjóðina verulegu máli í úrvinnslu þeirra atburða sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins. Sú úrvinnsla er mikilvæg og beinlínis nauðsynlegur liður í því upp- byggingarstarfi sem fram undan er í íslensku samfélagi. Greiða verður úr fortíðinni til að takast á við framtíðina. Nauðsynleg úrvinnsla STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.