Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 50
50 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
Þ
að kemur upp í minning-
unum að mér var gefið
lamb sem borgun fyrir
vinnuna eitt sumarið og
undan henni kom síðar
lamb sem var lagt inn.
Ég man það vel að Ragnar á Ferju-
bakka kom til okkar á Hringbraut, en
hann var á leið í vertíðarsjómennsku
í Sandgerði. Hann rétti mér 50 króna
seðil sem var það sem hafði fallið til
af lambinu frá Kaupfélaginu í Borgar-
nesi. Kindin mín, hin fegursta skepna
í haga, var með svartan blett á hálsi og
því auðþekkt. Hún fór úr mæðiveikinni
sem gerði landbúnaðinum hinar skelfi-
legustu búsifjar. En þetta var hraust fé
og kátir rekstrarmenn sem komu fénu
á fjall þegar það var rekið upp Borgar-
hreppinn og inn á afréttinn við Langa-
vatn.
Öllu meira sport var að koma tripp-
unum á fjall. Við rákum þau inn
Langadal og svo áfram þangað til að
sást rjúka úr bæjunum í Hörðadal en
komum aftur að Ferjubakka eftir nær
sólarhrings reiðtúr og þá var gott að
vera marghesta með góða eða frábæra
reiðhesta. Ég lagði mikið upp úr reið-
tygjunum mínum og var í reiðbuxum
saumuðum af klæðskerunum Árna
og Bjarna á horni Ingólfsstrætis og
Bankastrætis.
Heyskapurinn á Ferjubakka er mér
afar minnisstæður. Slátturinn hófst í
júní með að hirða töðuna af túninu sem
að hluta til var í brekku sem ekki var
véltæk og var þá gengið vasklega fram
með orfi og ljá. Allir voru með hrífu í
að snúa á flekkjunum. Úthey kom af
flæðiengjum fyrir neðan Ferjubakk-
ajarðirnar og svo úr miklu meiri fjar-
lægð úr Flóanum sem svo var kallað-
ur en þaðan blöstu við handan Hópsins
og Norðurár jarðirnar Svignaskarð og
Stafholt og aðrar jarðir í Bæjarsveit.
Þennan heyfeng varð að reiða heim í
hlöðurnar og voru 10–12 hestar í lest-
unum en við krakkarnir aðstoðuðum
við að leysa úr sátunum og dreifa úr
í hlöðu. Ég hafði þann starfa að færa
mat og kaffi á engjarnar, ríðandi með
töskuhest. Traktorar höfðu ekki hald-
ið innreið sína í sveitirnar og það var
mikill annatími við að heyja. Ótíð lagð-
ist þungt á fólk og virtist krakkanum
svo sem kaffisopinn og neftóbakið væri
því helst til hugarléttis.
/… /
Baróninn sem var vinur afa
Í ágætri bók Þórarins Eldjárns, Barón-
inn, er fjallað um þann mikla merkis-
mann, baróninn á Hvítárvöllum, Charl-
es Gauldrée de Boilleau. Áhugi minn á
baróninum var frá æskuárum, þegar
Valgerður amma mín var að semja end-
urminningar sínar um Einar [skáld
Benediktsson, mann sinn] og ég sat
oft hjá henni á Sólvallagötu. Þá var frá-
sögnin af ferð þeirra Einars til baróns-
ins með skipinu Hvítá mikið uppáhalds
umræðuefni okkar. Það var Andrés
Fjeldsted sem seldi baróninum Hvít-
árvelli og keypti þá Ferjubakkajörðina
sem hér kemur við sögu og byggði upp
myndarlega. Hann vildi að Guðmund-
ur [Magnússon] tæki við af sér á Ferju-
bakka en með fylgdi sumarmaðurinn
Jón Jónsson, veiðimaður, sem kemur
við sögu hjá Þórarni.
Var Jón öll mín sumur í sveitinni
og sá um laxalagnir í Hvítárfirðinum
og silungsnet á Höfðanum svokallaða
þarna fyrir neðan Ferjubakka. Okkur
Jóni samdi sérlega vel og var ég mikið
með honum í veiðiskapnum í ánni.
Hann átti hníf, hinn mesta kjörgrip,
merktan „Hvítárvellir“, sem baróninn
gaf honum og er mynd af einum slíkum
í bók Þórarins. Ég vissi semsagt sem
krakki að þessi ævintýralegi franski
barón og afi minn höfðu verið vinir.
Jón hafði siglt með þau Einar á því
ágæta gufuskipi Hvítá í morgundýrð
sumarsólarinnar, eins og amma lýsir
ferð þeirra til Hvítárvalla þegar Einar
tók að yrkja kvæðabálkinn Haugaeld.
Þegar hér er komið sögu í lífi Jóns
var ekki farið á móti þungum straumi
Hvítár með gufuskipi eða eins og Einar
segir í kvæðinu: „Straumurinn harðn-
ar – og heitar er kynt“. Nú þurfti að
hafa strákinn mig með undir árum! En
það sem ég heyrði um baróninn í æsku
auðkenndist af virðingu fyrir þessum
sérkennilega manni, sem vildi Íslend-
ingum ekki annað en það besta og lagði
sjálfur allt undir. Þessu nær Þórar-
inn vel sem og þeirri tragedíu sem líf
hans var. Einar og þessi franski barón
höfðu sömu skoðanir um uppbyggingu
atvinnuvega sem samtíðin hafnaði og
það fór með þá báða.
Bretar með alvæpni alls staðar
Annars var það nú ekki sveitin sem
varð aðalatriðið í tilverunni heldur sú
gríðarlega breyting sem varð á öllu lífi
fólks með komu Bretanna og Banda-
ríkjamanna seinna. En hvað um okkur
krakkana? Á Hringbrautinni vöknuð-
um við öll eldsnemma að morgni í maí
1940 við flugvéladyn og ys og þys. Við
Gunni vinur minn Axels vorum nú ekki
lengi að koma okkur niður í miðbæ og
þar voru alveg ótrúlegir hlutir að ske.
Breskir hermenn með alvæpni, sem
voru hvarvetna, brostu bara að okkur
strákunum. Þeir þustu um á bílum og
allt gekk þetta á óskiljanlegum fyrir-
skipunum. Hvað skyldu þeir ætla að
gera næst, t.d. í Miðbæjarskólanum
sem Gunni var í og hafði á því skilj-
anlegan áhuga. Og þá var það höfnin,
drottinn góður. Þar var allt á öðrum
endanum og svo var ytri höfnin full
af herskipum. Frá þeim kom flugbát-
ur sem flaug yfir með óskaplegum
drunum sem við höfðum aldrei fyrr
heyrt. En svo þurfti að hlaupa heim og
fá nánari útskýringar. Gott að þessi
illi þýskari í Túngötunni, konsúll eða
hvað hann var, skyldi hafa verið hand-
samaður af Bretunum. Ætli þeir drepi
bara ekki svoleiðis fólk? Ja, nóg er nú
komið af byssunum, maður. Það seytl-
aði inn hjá manni að þetta líf okkar í
hinni ofurkyrrlátu Reykjavík væri
gerbreytt. Og ekki bara í Reykjavík,
heldur setti hernámið líka mark sitt á
Eftirminnileg sumur í sveit
„Ég er í mér ansi mikill sveitamaður,“ segir Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, í æviminningum sínum Að skilja heim-
inn, sem Bókafélagið Ugla gefur út núna fyrir jólin. Hér verður gripið niður í fyrsta kafla bókarinnar þar sem segir meðal annars
frá dvöl Einars á Ferjubakka í Borgarfirði en þar var hann sex sumur í sveit.
FJÓRIR ÆTTLIÐIR VIÐ SKÍRN EINARS Faðirinn Már Benediktsson, Margrét Zoëga langamma og
Valgerður Benediktsson amma.
VIÐ HÖLL DROTTNINGAR Einar og eiginkona hans, Elsa Pétursdóttir, eftir afhendingu trúnaðarbréfs hjá Elísabetu II Englandsdrottningu 1982.
lífið í Borgarfirðinum, því það var allt
krökkt af breskum og seinna banda-
rískum hermönnum í Borgarnesi. Þeir
voru með virki í Þjóðólfsholti fyrir
ofan Síkisbrýrnar og alltaf á ferðinni.
Ég man líka vel eftir því að fólki var
mjög létt við það að það skyldu vera
Bretar en ekki Þjóðverjar sem gengu
hér á land.
Faðir minn var svo sem fyrr greinir
reyndar tengdur breska hernum með
sérstökum hætti. Hann átti þó ekki
marga vini í hópi þeirra sem voru hér
í herþjónustu. Ég man þó eftir liðsfor-
ingja sem hét Peter, sem kom heim
og mun hafa fallið á vígstöðvunum
í Frakklandi seinna. Ása vinnukona
eignaðist kærasta úr norska hernum
er Birgir hét og urðum við fínir vinir.
Þau giftust og fóru til Skotlands. Síðan
voru það tveir breskir skipherrar sem
voru hér á tundurduflaslæðurum, sem
ég man að sátu hjá okkur tvisvar sinn-
um á jólum. Þeir notuðu togara til að
slæða flóann og einhver fleiri haf-
svæði hér í grenndinni. Áhöfnin hafði
aðsetur hér í Reykjavík. Ég var ein-
hvern tíma að ræða við Tom frænda
minn um föður hans Örn, föðurbróður
minn. Þá sagði Tom við mig: „After all
he was a Brit.“ Það sama átti líka við
um Má föður minn. Hann var á vissan
hátt Englendingur sem talaði íslensku.
Hann var ekki nema þriggja eða fjög-
urra ára gamall þegar hann fór utan
og rúmlega tvítugur þegar hann flutti
aftur til Íslands. Og þó að hann talaði
algjörlega lýtalausa íslensku átti hann
alla sína æsku úti.
/ … /
Lærðu ensku í stríðinu
Einu sinni stóð ég með pabba snemma
á sunnudagsmorgni á svölunum á
Hringbraut og Skerjafjörðurinn blasti
við í góðu veðri. Þá kemur flugvél yfir
fjörðinn og um leið hófst skothríð á
hana úr virkjum Bretanna og reykj-
arbólstrar koma. Fyrst sáust bólstr-
arnir og síðan heyrðust hvellirnir og
þá skildi ég að þetta var þýsk flugvél.
Ég fékk máttleysi í hnjáliðina, alveg
nýtt fyrirbæri. Svo komu loftvarna-
merkin.
Eitt af því sem óhjákvæmilega
fylgdi hernáminu var aukin kunn-
átta ungu kynslóðarinnar í ensku.
Við strákarnir gerðum okkur fljót-
lega ljóst að við værum ekki menn
með mönnum nema við gætum tjáð
okkur á þeirri tungu. Þar hjálpaði
líka til að við fengum kennslu í ensku
í Landakotsskóla en pabbi var byrjað-
ur að veita mér tilsögn. Hann var að
kenna mér nöfnin á húsgögnunum
eitt sinn og mér finnst ég geta heyrt
hann segja „chair“ með sínum fína
King´s English framburði. Þá man ég
eftir lestri hans fyrir mig á kvæðinu
If eftir Kipling eftir að ég var farinn
að komast upp á lagið með enskuna.
Manni fannst hann tala fallegri ensku
en þulirnir í BBC.
En ég hafði líka frábæran ensku-
kennara í Gagnfræðaskólanum sem
var magister Björn Bjarnason frá
Steinnesi, heimilisvinur foreldra
minna, og bekkjarbróðir mömmu frá
Akureyri sem hann kallaði ávallt frú
Sigríði. Hann bauð mér dús heima en
sagði að við yrðum að þérast í bekkn-
um. Hann varð líka heimilisvinur hjá
okkur Elsu og við áttum margar góðar
stundir með honum. Svo hertu banda-
rísku bíómyndirnar, sem voru sýndar
í kvikmyndahúsunum, heldur betur á
enskunáminu.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Breskir her-
menn með
alvæpni,
sem voru
hvarvetna,
brostu bara
að okkur
strákunum.
Þeir þustu
um á bíl-
um og allt
gekk þetta
á óskiljan-
legum fyrir-
skipunum
RIÐIÐ ÚT Einar á hestbaki með vini sínum.