Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 65

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 65
vín&veisla 7 Dagar víns og osta Sumum finnst ostar og rauð- vín ein sjálfsagðasta samsetn- ing matar og drykkjar sem fyrir- finnst. En það er hægt að drekka fleira með ostum en rauðvín og ekki er sama ostur og ostur þegar vín er annars vegar. Þumalfing- ursreglan er að rauðvín á að drekka með hörðum ostum eins og cheddarosti en hvítvín eiga best við mjúka osta eins og brie og camembert. Gráðost og blá- mygluost er best að borða með höfugum vínum eins og sérrí eða púrtvíni. Kampavín og ostar eiga vel saman og þá helst mjúk- ir og mildir ostar eins og brie, ed- amostur og babybel, litlu sviss- nesku ostarnir í rauða vaxhjúpn- um. Vísifingursreglan er sú að því bragðsterkari sem osturinn er, þeim mun þyngra og bragð- meira á vínið að vera. Á vefsíðunni www.wineintro. com er að finna nokkrar samsetn- ingar á ostum og víni sem falla að flestum bragðlaukum. Þar stendur að með rjómaosti sé best að drekka rósavín eða blush og Beaujolais fer vel með fetaosti. Púrtvín og Stiltonostur eru vel þekkt og vinsæl saman, einkum í Bretlandi, og því höf- ugra sem vínið er og osturinn myglaðri, því betra. Sæt hvítvín eiga vel við milda kryddrjóma- osta eins og hinn franska bour- sin sem margir þekkja að góðu bragði. Ung, sæt og þurr vín fara geitaosti best á tungu. Þannig má auðvitað lengi telja en svo er það í höndum hvers og eins að finna þær samsetningar víns og osta sem hugnast best. Gaman væri til dæmis að stofna klúbb þar sem hver kemur með eina osttegund og eina vínflösku. Svo smakka allir allt og kveða upp sinn dóm. Góða skemmtun. GOTT SAMAN Höfugt rauðvín á vel við þunga og bragðmikla osta. GOTT MEÐ KAMPAVÍNI Brie og aðrir mjúkir ostar eru bestir með léttu víni, til dæmis hvítvíni eða kampa- víni. ER GÓÐUR MATUR GRENNANDI? Frönsk matargerð er vissulega margrómuð. Sigríður Gunnarsdóttir, sem sendi frá sér bókina Sælkera- ferð um Frakkland, árið 2007, gengur svo langt að segja að Frakkar lifi hreinlega til að borða góðan mat. Sigríður vekur einnig máls á því að Frakkar séu grennri en aðrir Evrópubúar, þótt þeir séu svona mikið fyrir góðan mat, og hefur útskýringu á reiðum höndum; „Skýringin er tvíþætt: Undirstaða í matar- gerð er nýtt, ferskt hráefni, mikið grænmeti, sjaldan sósur. Og maturinn er svo góður að engum dettur í hug að vera í einhverju snakkáti á milli mála, þeir vilja ekki skemma matarlystina. Væri ekki hollráð að taka þeirra venju upp, elda góðan mat til að grenna sig? Þegar stórt er spurt … SÍLD SEM FORRÉTTUR Marineruð síld er holl og lystug í forrétti. Auðvelt er að gera hinar margvísleg- ustu útfærslur með því að blanda henni saman við önnur hráefni í köldum sósum úr sýrðum rjóma. Þeir sem gera slíka rétti frá grunni þurfa að gera þá tímanlega þannig að bragðið fái að blandast vel til að njóta sín sem best. Einnig eru egg, síld og lauksneiðar sígilt góðgæti ofan á rúgbrauðssneið. Síldin er oft réttilega nefnd silfur hafs- ins bæði vegna verðmætanna sem hún skapar í þjóðarbúið og einnig vegna hins silfraða litar síns sem líkja má við eðalmálm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.