Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 94
vín&veisla12 7 RAUÐVÍN 3 HVÍTVÍN CRIOLLO CABERNET- SHIRAZ Heitur ávaxtatónn með keim af dökkum berjum og kryddi. Meðal fylling, svört kirsuber blandast fíkjum með léttu tanníni og nettri sætu. Vínið er þægilegt, skemmtilega flókið og hæfilega kraftmikið, sem gerir það að verkum að það hentar vel í veislur og fer vel með kjöti eða eitt sér. 1.359 kr. INTIS MALBEC Sætir brómberjatónar í nefi, næstum því sultaðir, og í bakgrunni er léttur kryddvöndur, pipar, kanill og negull. 1.390 kr. AMALAYA DE COLOME Ávaxtailmur í nefi af rauðum berjum og kryddum ræður för. Í munni er ferskleikinn sem vekur eftirtekt ásamt kryddtónum. 1.889 kr. TRIVENTO CABERNET SAUVIGNON RESERVE Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, mikil tannín. Dökkur ávöxtur, jörð, plóma, steinefni, eik. 1.659 kr. TRI- VENTO RESERVE CABERNET MALBEC Dökkrúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín. Kirsuber, sólber, barkarkrydd, eik. 1.659 kr. TRIVENTO TRIBU PINOT NOIR Rúbínrautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, sýruríkt, miðlungstannín. Sæt jarðarber, jörð, höfugt. 1.498 kr. TRIVENTO TRIBU SYRAH Dökkfjólurautt. Meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín. Dökkur ávöxtur, skógarber, laufkrydd, pipar, eik. 1.399 kr. CRIOLLO TORRENT- ÉS-CHARDONNAY Ferskir ávextir og sæta með smá blómailmi. Ávaxtaríkt og einstaklega mjúkt. Þetta vín passar vel í móttökur og alls konar mannfagn- aði.Hentar vel með indverskum réttum og sushi. 1.359 kr. TRIVENTO CHARD- ONNAY RESERVE Fölsítrónugult. Meðalfyll- ing, þurrt, ferskt. Sítrus, pera, epli, ananas, eik vanilla. 1.659 kr. BLACK RIVER SEMILLON Lífrænt ræktað vín úr Semillon- þrúgunni. Ferskt og gott vín með löngu eftirbragði. Passar afar vel með fiski og með grænmetisréttum. Verð í Vínbúðun- um 1.590 kr. ARGENTÍNA Argentínski víniðnaðurinn er sá fimmti stærsti í heiminum. Argent- ínsk vín eiga, líkt og argentínsk mat- argerð, rætur sínar dálítið að rekja til Spánar. Þegar Ameríka var nýlenda Spánar var vínviður fluttur til Sant- iago del Estero árið 1557, og áhrif spænskrar víngerðar voru mikil á vínmenningu nærliggjandi héraða og síðan til annarra landa. Argentínu- menn höfðu reyndar lengi vel meiri áhuga á magni vínsins fremur en gæðum, en landsmenn drukku sjálfir um 90 prósent af allri framleiðslu. Þangað til um 1990 framleiddi Argen- tína meira vín en nokkurt annað ríki utan Evrópu, þrátt fyrir að lítið væri flutt út af því. Þeir hófu þá að bæta gæði vínanna og flytja meira út auk þess sem ferðamenn fóru að gefa því meiri gaum. Þeim hefur nú tekist að yrkja nokkur svæði þar sem gæðavín eru framleidd eins og á Mendoza, San Juan og La Rioja. Argentínumenn drukku mest af framleiðslunni Í skugga fjallsins Aconcagua í Argentínu eru gríðarstórar vínekrur í 600 til 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli. Svæðið heit- ir Mendoza en í þessum lands- hluta er jarðvegurinn myndaður af framburði og er því sand- kenndur og liggur á leirlagi. Frá fornu fari hafa Cereza- og Criolla-vínþrúgurnar verið mest ræktaðar en á undanförnum árum hefur Malbec orðið vinsælasti vín- viðurinn og aðrar tegundir náð fót- festu eins og Cabernet Sauvignon, Tempranillo og Chardonnay. Þó að markaðsaðstæður kalli á fleiri þrúgur eru hinar hefðbundnu Cri- ollo Grande og Cereza-vínþrúgur þó enn á fjórðungi allra vínekra í Argentínu. Fram til ársins 1990 var Arg- entína umsvifamesti vínframleið- andi utan Evrópu. Níutíu prósent af framleiðslu argentínskra vína fóru beint á heimamarkað, þar sem þau voru talin óhæf til útflutnings og ástæðan var talin sú að heima- menn gerðu hreinlega ekki háar kröfur. Í byrjun tíunda áratugar- ins fóru vínin með auknum gæðum að verða hentugri til útflutnings og ekki spillti fyrir þegar efnahags- hrun varð í Argentínu, gjaldmið- ill landsins féll og vín þaðan urðu mjög vinsæl utan landsteinanna. Hægt er að bragða á gamal- gróinni argentínskri vínþrúgu, til dæmis í víninu Criollo Torront- ers-Chardonnay, sem er hvítvín, eða rauðvíninu Criollo Cabernet- Shiraz. Enginn verður svikinn af Criollo Grande-vínþrúgunum! Concha y Toro í Argentínu: Haldið í þjóðlegar hefðir FAGURT UMHVERFI Fjallið Acancagua veitir vínekrunum skjól í Mendoza. NORDICPHOTOS/GETTY Glösin sem gera góð vín betri Stærð, lögun og efnisgerð glasa hefur áhrif á upplifunina á víninu. Rauðvínsglasið og hvítvínsglasið eru úr Open Up glasalínunni sem henta mjög vel fyrir ungvín, rauðvín yngri en fi mm ára og hvítvín yngri en þriggja ára. Lögunin á glasinu veldur því að vínið nýtur sín til fulls. Þegar víninu er hellt upp að kantinum á glasinu er vínið látið hringsnúast í glasinu og þá fær það allt það súrefni sem á þarf að halda til að ná fram sem bestum ilm og bragði. Glasið er framleitt úr hertu gleri (kwarx) sem er einnig gler án allra litarefna, litur vínsins nýtur sín þar af leiðandi afar vel. Glösin fást hjá Fastus ehf. Síðumúla 16. Verð rauðvínsglas 55 cl. 1.295.- Verð hvítvínsglas 40 cl. 1.195.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.