Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 95
vín&veisla 13 FÁGAÐ VÍN Í JÓLAPAKKANN Mikilvægt er að vín sé geymt á réttan hátt svo að gæði þess fari ekki forgörðum. Einnig hefur hita- stig við framreiðslu vínsins áhrif á bragðið. Alba E.H.Hough, yfir- vínþjónn á Vox, veit allt um þessi vísindi. „Þú getur verið með tvær flöskur af nákvæmlega sömu vín- tegund af sama árgangi frá sama stað og samt fundið mun á inni- haldinu ef þær hafa ekki verið geymdar við sama hitastig og sömu aðstæður,“ segir Alba þegar hún er beðin að lýsa gildi réttr- ar varðveislu á víni. „Þegar fólk kaupir sérstök vín á uppboðum er það alltaf dálítið happdrætti því kaupandinn veit ekki hvernig vínið hefur verið geymt gegnum árin,“ bætir hún við orðum sínum til áherslu. Hún tekur fram að ekki þurfi að vera sama hitastig á víni í geymslu og þegar það er borið fram. „Framreiðslu- og geymslu- stig hvítvíns getur verið frá átta til 10-12 gráður, eftir því um hvaða vín er að ræða, og það er gott að bera fram kampavín við fjórar gráður, annars freyðir það svo mikið. Sömuleiðis sætt vín. Sætt, freyðandi vín þarf að vera við tvær gráður þegar flaskan er opnuð til að við fáum ekki inni- haldið í andlitið. Þegar kemur að rauðvíni erum við hins vegar að tala um 18-22 gráður sem kjör- geymsluhitastig og það bragð- ast yfirleitt best við stofuhita. Allt fer þetta samt eftir jafn- vægi milli sýru og ávaxta. Ilmur og ávaxtabragð kemur nefnilega betur fram við hærra hitastig en í kulda,“ segir Alba og útskýr- ir nánar hvað gerist. „Um leið og vín er kælt kemur sýran betur í ljós og ávöxturinn dregst saman en ef vínið er borið fram við stofuhita fer það á hinn veginn.“ Mjög mikilvægt atriði er að sögn Ölbu að ekkert ljós komist að víninu í geymslu. Þess vegna segir hún það ótvírætt eiga heima í kjallara ef kostur er. „Yfirleitt geymum við vínflöskur liggjandi á hlið. Það kemur til af því að lengst af hafa verið notaðir kork- tappar í þær og þeir þurfa allt- af að vera í sambandi við vökva til að skreppa ekki saman og gefa loft í gegn. Nú hafa skrúftappar og plasttappar að mestu tekið við af korkinum og því er ekki eins áríðandi að láta flöskurnar liggja á hliðinni. Það er bara svo fallegt að sjá tappana snúa fram og líka betra upp á plássið.“ Ef vínið er orðið meira en sjö ára segir Alba hætt við botn- falli. Það valdi ekki vandræð- um ef flaskan standi á botnin- um en hvernig fer ef hún hefur legið allan tímann? „Svo framar- lega sem flaskan er tekin varlega fram og sett í körfu þannig að hún fái að liggja á sömu hlið þar til umhelling fer fram er engin hætta,“ segir Alba. „En þetta er kúnst.“ Alba E.H. Hough veit allt um geymslu vína: Ekkert ljós má komast að í geymslunni Á UNDANHALDI „Nú hafa skrúftappar og plasttappar að mestu tekið við af korkinum og því er ekki eins áríðandi að láta flöskurnar liggja á hliðinni. Það er bara svo fallegt að sjá tappana snúa fram,“ segir Alba. FR É TT A B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Mjög mikilvægt atriði er að ekkert ljós komist að víninu í geymslu„ “ Cune í trékassa Cune vínhúsið hóf starfsemi sína árið 1879 og er enn í dag starfandi á sama stað og í upphafi, í Haro í Rioja Alta sem er vest- asti hluti hins þekkta vínræktarsvæðis Rioja á Spáni. Frá víhúsinu koma meðal annars vínin Cune Crianza, Cune Reserva og Cune Blanco. Cune Crianza er með bjartan, kirsuberjarauðan lit, angan af rauð- um berjum er svolítið ríkjandi yfir eikinni og sem kemur frá viðnum. Þetta Crinaza er með opinn og gjafmildan ilm sem er dæmigerður fyrir Tempranillo þrúguna. Cune Reserva hefur bjartan en rúbínrauðan lit. Ríkulegur og djúpur ilmur af sterku kryddi, rauðum haustávöxtum ásamt balsamic. Eikin kemur vel fram og gefur víninu þyngri karakter, nokkuð flókið vín með mjúku tannín og langt eftirbragð. Fer vel með lambakjöt, en einnig nautalund. Cune Blanco hefur ljósan gulan lit með örlitlu grænu ívafi. Ferskur ávöxtur grænna epla og sítrónu sem er dæmigert fyrir viura þrúg- una. Létt og ferskt og í góðu jafnvægi í sýru með langa og góða endingu. Fer vel með fiski og hvítu kjöti. LYKILATRIÐI Mikilvægt er að vín sé geymt á réttan hátt svo gæði þess fari ekki forgörðum. NORDICPHOTOS/GETTY Saint Clair í öskju Vicar’s Choice vínin frá Saint Clair koma frá Nýja-Sjá- landi, þeirra á meðal Vicar’s Choice Chardonnay, Merlot og Sauvignon Blanc. V.C. Merlot er ekki afgerandi, en sveigjanlegt og nýtist því sem alhliða matarvín. það hefur dökka berjaangan. Í því eru bláber, cassis og rifsber og dökkt súkkulaði. Mjúkt í munni með mildum tannínum og sýru og þokkalegri lengd. Það passar með flestu kjöti og mildum ostum. V.C. Sauvignon Blanc er gott dæmi um hversu vel þessi franska þrúga, Sauvignon Blanc á heima á Nýja-Sjálandi enda mest ræktaða þrúgan í vínhéraðinu Marlborough nyrst á suðureyju Nýja-Sjálands. Skarpur og sætur greipávöxtur og niðursoðnar apríkósur í nefinu; grösugt. Þægilegt jafn- vægi sætu og ferskrar sýru í munni, hreint og langt bragð. Passar með flestum sjávarréttum eða eitt og sér. V.C. Chardonnay er létt og ferskt vín með örlítilli eik. Fínleg angan af ferskju og peru. Meðal löng en fersk ending. Vidal Fleury Côtes du Rhône í kassa Rónarvín einkennast af gómsætum ávexti, sem Grenache-þrúgan gefur af sér, auk krydda og blóma í Syrah-þrúgunni. Eitt þeirra er Vidal Fleury, þar sem hlutfallið er 65% Grenache, 20% Syrah, 10% Mourvèdre og 5% Carignan. Sterkt ávaxtabragð og -ilmur er af víninu, þar sem kraftmikið krydd er í bakgrunni. Langt eftirbragð, sem einkennist af ávöxtum, kryddi og vott af eik. HEIMSHORNUM Frá Cune, Saint Clair og Côtes du Rhône koma um margt ólík en athyglisverð vín. Cune Crianza, Cune Reserva, Cune Blanco, V.C. Merlot, V.C. Sauvignon, V.C. Chardonnay og Vidal Fleury Cotes du Rhone eru góð dæmi um það. Frá ólíkum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.