Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 101
UNAÐSLEGIR EFTIRRÉTTIR
vín&veisla 19
Campo Viejo í La Rioja á Norður-Spáni:
Viðeigandi á veislu-
og hátíðaborð
Ostakökur eru alltaf viðeigandi, hvort held-ur sem eftirréttur eftir góðan mat eða sem meðlæti með kaffi eða öðrum ljúfum
drykkjum bæði við hversdagsleg og hátíðleg til-
efni. Þær eru líka drjúgar, svo matarmiklar sem
þær eru og endingargóðar.
Kakan sem hér er birt uppskrift að er bragð-
bætt með Amarula sem er náttúrulegur rjóma-
líkjör. Hann er búinn til úr afrískum ávexti sem er
notaður af innfæddum í sultur, vín og sem krydd í
exótíska rétti.
Sami líkjör er notaður til að gefa ljúffengt bragð
í sósuna sem örugglega smakkast vel með ísnum
eða rjómabúðingnum.
AMARULA-OSTA-
KAKA
170 g kanilkex
4 msk. smjör, brætt
500 g rjómaostur
200 g sykur
4 egg
200 g vanilluskyr
1 dl Amarula
200 g súkkulaði,
brætt
2 tsk. vanilludropar
Krem
80 g súkkulaði
2 msk. Amarula
Hitið ofninn í 180
gráður. Malið kanilk-
ex fínt, hellið smjöri
út í og blandið
saman. Setjið bök-
unarpappír í botninn
á smelluformi og
þekið með kex-
blöndunni sem þrýst
er niður í botninn.
Hrærið rjómaost
og sykur vel sman
og bætið eggjum í,
einu í senn. Setjið
vanilluskyr, Amarula,
súkkulaði og vanillu-
dropa út í og blandið
vel. Þó blandan
skilji sig er engin
hætta á ferðum
því hún jafnar sig við
baksturinn.
Bakið ostakökuna
í að minnsta kosti
klukkustund, þegar
hún er fullbökuð á
miðjan að vera eins
og þykkur grautur.
Kælið kökuna í
minnst sex klukku-
stundir áður en
kremið er sett yfir
hana. Best er raunar
að geyma hana yfir
nótt.
Kremið er búið til
með því að bræða
súkkulaði og bæta
Amarula líkjör útí.
Því er síðan hellt
yfir kökuna og hún
skreytt með berj-
um ef þau eru við
hendina.
AMARULA-EFTIR-
RÉTTASÓSA
100 g suðusúkku-
laði
2-3 msk. Amarula
Bræðið súkkulaði yfir
vatnsbaði. Takið það
af hitanum, bætið
Amarula út í og
blandið vel saman.
Berið fram með ís
eða öðrum
eftirrétt-
um.
Tilvalin tvenna
EFTIRRÉTTUR SEM LYFTIR ANDANUM
Ostakaka bragðbætt með Amarula, sem er
náttúrulegur rjómalíkjör.
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S
/G
E
TT
Y
LJÁIR SÓSUM LJÚFFENGT BRAGÐ
Amarula er hægt að nota í eftirréttasósur, til
dæmis með ís eða búðing.