Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 122
66 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
„Við fjölskyldan í Knarrarholti
höfum alltaf ferðast mikið á fjöll
og höfðum alls ekki í hyggju að
hætta því þó að fleiri bættust í
hópinn,“ segir Atli Eggertsson til
útskýringar á því af hverju hann
lagðist í það stóra verkefni að
breyta fimm dyra 4Runner-jeppa
í sjö dyra ofurjeppa á 44 tommu
dekkjum.
Fimm barna faðir
Atli á von á sínu fimmta barni á
allra næstu dögum en á fyrir fjóra
drengi: tíu ára, sjö ára og tveggja
og hálfs árs tvíbura. Þegar hann
frétti af viðbótinni sá hann enn
meiri ástæðu til að leggjast í
meiriháttar breytingar á bílnum
sínum enda eru fáir jeppar á mark-
aðnum sem rúma bæði sjö manna
fjölskyldu og farangur með góðu
móti.
„Reyndar var gamli bíllinn
okkar með sjö sætum en tvö þeirra
voru aftast í skotti. Það var orðið
þannig að þegar ferðahópurinn
stoppaði einhvers staðar til að fá
sér kaffisopa vorum við passlega
búin að tína börnin út úr bíln-
um þegar hinir voru að leggja af
stað aftur,“ segir hann og hlær.
„Draumur okkar var því að eiga
bíl með dyr fyrir hvern og einn
þannig að hægt væri að stoppa,
ryðja öllum út og svo inn aftur.“
Engin geimvísindi
Verklegar framkvæmdir við smíði
LongRunner hófust í lok febrúar á
þessu ári. „Þá var ég hins vegar
búinn að teikna þetta allt saman
upp í Autocat og gera mér grein
fyrir öllum þeim vandamálum sem
gætu komið upp. Ég var líka búinn
að smíða frumgerð af hurðum
þannig að þegar ég fór loks í verkið
var öll hönnunarvinna búin og ekk-
ert kom á óvart,“ segir Atli, sem er
búfræðingur og vélfræðingur að
mennt. „Ég hef verið að grautast
í bílum frá því ég var unglingur.
Þetta eru nú engin geimvísindi,“
segir hann og bætir við að fyrir
sig að smíða bíl sé svipað og fyrir
smið að smíða sér hús.
Bíllinn er samsettur úr nokkr-
um líffæragjöfum eins og Atli
kallar það. Grindin er úr gamla
4Runnerbíl fjölskyldunnar, dísil-
vélin úr LandCruiser og boddíið
er samansett úr tveimur 4Runn-
er-bifreiðum. Atli byrjaði á því
að smíða boddíið en endaði á því
að taka grindina undan bílnum
sínum og lengja hana. „Við tímd-
um ekki að vera jeppalaus í lengri
tíma þannig að við ákváðum að
gera þetta svona,“ segir hann en
síðasta ferðin á 4Runner var farin
um hvítasunnuhelgina. „Á þriðju-
deginum var farið í að taka boddí-
ið af grindinni, lengja grindina og
setja nýja boddíið á grindina.“
Myndaður á ljósum
Atli hafði dundað sér við þetta
stóra verkefni um helgar fram í
miðjan maí, þegar hann tók sér
frí út júní og einbeitti sér alfar-
ið að bílasmíðinni. „Strax 4. júlí
fórum við svo í sumarfrí á bílnum
og síðan höfum við ekið fimmtán
þúsund kílómetra, bæði í sumar
og svo nokkrar ferðir í haust,“
segir Atli og telur bílinn hafa
reynst feikivel. „Hann er mjúkur
og þægilegur og Linda konan mín
notar hann í vinnuna dags dag-
lega. Svo er algjör munur að vera
með svona margar dyr,“ segir Atli
og bætir við að þrátt fyrir mikla
notkun hafi engir sjúkdómar
komið upp í bílnum.
Hinn óvenjulangi jeppi á risa-
dekkjum fær mikla athygli að sögn
Atla. „Þá sjaldan að maður kemur
á bílnum til Reykjavíkur er alltaf
einhver sem tekur mynd af honum
á ljósum,“ segir hann og hlær.
LongRunner-jeppinn varð
til úr nokkrum líffæragjöfum
Atli Eggertsson, búfræðingur og vélfræðingur, fékk þá stórsnjöllu hugmynd að lengja jeppann sinn þegar ljóst varð að fimmta
barnið væri á leiðinni. Sólveig Gísladóttir fékk að heyra hvernig 4Runner-jeppi breyttist í LongRunner á fjórum mánuðum.
FJÖLSKYLDAN Á GÓÐRI STUNDU Tvíburarnir Högni Jökull og Ásgeir Jaki, tveggja og hálfs árs, og bróðir þeirra Hrannar Örn sem er sjö ára, leika sér í sandinum á ferðalagi fjölskyldunnar að Hlöðufelli. Linda Ósk Högna-
dóttir, kona Atla, hallar sér upp að hinum trygga ferðafélaga LongRunner. Á myndina vantar son Atla, Arnþór Ósmann, en bílasmiðurinn sjálfur er á bak við myndavélina. MYND/ÚR EINKASAFNI
NÓG PLÁSS Vel fer um öll börnin í nýja
bílnum.
Í JÖKULSÁRLÓNI LongRunner hefur
reynst einstaklega vel í fjallaferðum.
GRINDIN SKORIN Atli notaði grindina úr
gamla 4Runner-jeppanum sínum.
SAMSETNING Nýja boddíið sett á lengdu
grindina. Vélin kom svo úr LandCruiser.
KOMIN MYND Búið að sjóða saman
boddíið úr tveimur bílum.
EINS OG NÝR Búið að sprauta boddíið
og komið heim í hlað.
Á LEIÐ Í SPRAUTUN Gamli 4Runner
teymir þann nýja í sprautun.
SPRAUTAÐ Atli sprautar hurðirnar sex.TVEIR AÐ EINUM Atli byrjaði á að finna
framenda og afturenda af tveimur
bílum.
FYRIR BREYTINGAR 4Runner-bifreiðin
nýttist vel í fjölmörgum fjallaferðum.