Vikan


Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 4
Þrettándábrennan 1875. Á þrettándanum árið 1875 var gerð brenna í Reykjavík. Skólapiltar í Lærða skólanum gengust fyrir hátíð þessari og höfðu talsverðan viðbúnað. Efndu þeir til blysfarar, og fengu þeir kennara sinn, Benedikt Gröndal skáld, til að yrkja blysfararkvæði. Annað kvæði orti við þetta tæki- færi einn nemandi í Lærða skólanum. Hann hét Gestur Pálsson. Svo hafði verið ráðgert, að brennan og blysförin yrði á Tjöminni. En veður hafði þá skipazt svo, að þíðviðri var fyrstu daga ársins, svo að svellið á Tjörninni var sleipt og ótraust. Það varð að ráði, að blysförin yrði upp við Skólavörðu. Þátttakendur í blysförinni voru stúdentar og námspiltar í Lærða skólanum, um 50 alls. Gengu þeir fylktu liði með blys í höndum upp krákustiginn til Skólavörðunnar. Margt bæjarmanna dreif að til þess að vera við blysför- ina, svo að fjölmenni var þar á hæðinni. Veður var dimmt og hæglátt þetta kvöld. En sjá mátti, að í dimmunni voru veðraumbrot og iíklegt, að ganga myndi á með þrumuveðri. Þegar blysförin hafði staðnæmzt við Skólavörðuna, hófst þar gleðskapur með söng og ræðum. Þá var tundri skotið og púðurkerlingar sprengdar. Um þær mundir hófst samspil náttúrunnar í gleðskap þessum. Var svo sem náttúruöflin vildu sýna, að þeirra einna væri mátturinn að lýsa himin og jörð eldleiftrum. Dundu þá yfir þrumur og eldingar, svo að ljós tundurs- ins og púðurkerlinganna í höndum Reykvíkinga bar við eins og deyjandi neista á fífukveik og var ekki meir. En undir þessari stórfenglegu náttúrustemmningu voru blysfararkvæðin sungin, fyrst kvæði Gests Pálssonar, síð- an kvæði Benedikts Gröndals. Þegar söngnum var lokið, bað fyrirliðinn alla að minn- ast Islands. Mannfjöldinn hrópaði þá: — Lengi lifi Island. Síðan kvað við nífallt húrrahróp, meðan eldingarnar dundu. Benedikt Gröndal var á 50. aidursári, þegar þetta var, og fyrir löngu þjóðkunnur fyrir skáldskap sinn. En Gest- ur Pálsson var á 23. árinu og sem skáld óþekktur að kalla. Má það teljast táknrænt fyrir höfundarferil hans síðar, hversu stórfenglega eldskírn hann hlaut, er hann kom þarna fram sem skáld á þrettándanum 1875, undir hrynjandi himni. Veröandimenn. Gestur Pálsson lauk stúdentsprófi þá um vorið og sigldi síðan til Kaupmannahafnar. Þar ætlaði hann að stunda háskólanám. Nokkrum árum síðar komu þeir hver af öðr- um til Kaupmannahafnar stúdentarnir Hannes Hafstein, Bertel Þorleifsson og Einar Hjörleifsson. Allir voru þeir skáid og brennandi í andanum. Leiðir þeirra lágu því saman um sinn, þar sem þeir hver og einn hrifust af hinni nýju róttæku raunsæisstefnu í bókmenntum, sem hinn gustmikli andi Georgs Brandesar hafði boðað. Þeir tóku allir að skrifa og yrkja í anda þessarar nýju stefnu. Og árið 1882 sendu þeir frá sér tímaritið Verð- andi, er flutti skáldskap þeirra og ritsmíðar. Verðandi vakti mikla og verðskuldaða athygli, þegar ritið barst til landsins. Það varð ekki um villzt, hvað fyrir þeim vakti. Þeir voru boðberar nýs bókmenntatímabils á fsiandi. BREYSKGR W HJART- FÓLGINN BRÓÐIR. HIIGLEIÐ INGAR á; 70. ÁRTÍÐ gests: PÁLSSONAR SKALDS ER LÉZT Margir létu aðdáun sína í ljós, einkum yngri kynslóðin. öðrum þótti nóg um. Ýmsir voru þeir, sem álitu þá jafnvel hættulega niðurrifsmenn og byltingakennda oflátunga. — Ölafur Davíðsson þjóðsagnaritari segir þá sögu, að for- stöðukonan fyrir kvennaskólanum á Laugalandi hafi ekki talið sæmilegt, að námsmeyjarnar læsu rit þetta, en bóka- safn þeirra hafði eignazt Verðandi. Forstöðukonan var sögð hafa þann sið að rífa upp úr bókum skólans öll þau blöð, sem hún vildi ekki, að lærimeyjarnar læsu. „Svo reif hún alltaf upp úr Verðandi eftir því, sem hún las, og sein- ast var ekki eftir nema tóm kápan!“ — Vel gæti ég trúað þessari sögu, segir Ólafur Davíðs- son. Þeir Verðandi-menn tengdust tryggðaböndum, og má þó ef til vill einkum nota það orð um þá Einar Hjörleifsson •;_og Gest Pálsson. Þótt á ýmsu ylti síðar á lífsleiðinni, brustu jJ.^aldrei þau bönd, er höfðu tengt þá saman á Verðandi- árunum. Einar og Gestur fóru síðar báðir til Vesturheims og urðu báðir ritstjórar þar. Einar kynntist Gesti því mætavel, vissi um „kosti hans og galla, skildi manna bezt flug hans og hugsjónir og sá perlur hans öðrum fremur í glitrandi Ijósi. Hann skildi einnig veilur hans og mistök og tók á þeixn mildum höndum“. Og að Gesti látnum orti Einar Hjörleifsson fagurt og spaklegt minningarljóð, er hann nefndi Endurminningar, þar sem hann rekur minningarnar um hinn „breyzka, en hjartfólgna bróður“. — Kvæðið er átta erindi og hefst þannig: Nú ertu þá sigldur á ókunnan sæ — þú ægilegt hafsdjúpið þráðir æ. En hér sit ég eftir hljóður. Og grátskyld viðkvæmni grípur mig um glaumlausa nótt, er ég hugsa um þig sem breyzkan, en hjartfólginn bróður. 19. ÁGÉST 1875 Það Tcvað að honum flestum fremur. Snemma þótti auðsætt, að Gestur myndi beita pennan- um skarplega. Hann hafði ekki verið neinn kappsmaður við skólalærdóminn, hugsaði um margt annað en námsbæk- umar, var oft þunglyndur og angurvær og hlaut ekki þær ástir, sem hann þráði. Hann hressti sig þá upp með Bakk- usi og stundum meira en góðu hófi gegndi. En hvar sem hann fór, kvað að honum flestum fremur. Þegar hann reið um götur Reykjavíkur, spretti hann þann veg úr spori, að heldur þótti tryggilegra að verða ekki á * vegi hans. Og þegar hann kom fram á ritvöllinn, var penni hans sem brugðinn brandur. Hann hellti ádeilunni yfir sam- ) tíð sína, ef honum þótti við þurfa, gagnrýndi af hispursleysi ’ og oft með nöpru háði. Það stóð af honum gustur, og þegar hann lenti í deilum, lét hann höggin ríða þung og þétt og var lítt væginn, svo sem Matthías orðaði það: Gestur minn, Gestur minn, gáðu að hvað segirðu, þú gengur í skrokk á mér, rétt eins og eigirðu. Leiðin lá til Vesturheims.1 Gestur Pálsson fæddist árið 1852 í Miðhúsum í Reyk- hólasveit. Hann tók stúdentspróf 1875, var í Kaupmanna- höfn frá 1875 til 1882, kom þá heim og var ritstjóri Suðra í Reykjavík 1883 til 1886, fluttist til Vesturheims árið 1890 og tók við ritstjórn blaðsins Heimskringlu í Winnipeg, en þar lézt hann árið eftir, hinn 19. ágúst 1891. Sá, sem þetta ritar, átti fyrir rúmum 20 árum tal við 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.