Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 29
9
kr veljí (torduit
ÞID BEZTA flj ameiískM
h
II
w _
4
'biiPioar0
HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þessi vika
verður að ýmsu leyti happasæl, einkum og sér
í lagi I ástarmálum. Kvenfólk skyldi gæta heilsu
sinnar vel og forðast alla hnýsni í annarra sýslur.
Bæði kyn mega vænta einhvers góðs, sem stendur
í sambandi við veizluhöld. Fjárhagsvandræði skaltu ekki
láta buga big, Þótt útlitið kunni að virðast nokkuð dökk-
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Ánægjuleg
vika fer i hönd. Þótt þér finnist, að eitthvað
gengið á tréfótum undanfarið, verður þú að vera
þess minnugur, að lifið er ekki bara dans á rós-
um. Þú gerðir eitthvað fyrir skemmstu, sem þig
iðrar nú, en í vikunni kemur i ljós, að þetta athæfi þitt á
eftir að verða bæði þér og einum vini þínum til góðs.
Tvíburamerkiö (22 maí—21. júní): Þú munt eiga
mjög annríkt í vikunni, og hætt er við að þú
hafir óþarfar áhyggjur út af einhverju verk-
efni, sem bíður þín. Likur eru á því að þú kynnist
persónu í vikunni, sem þér líkar ekki sérlega
vel við í fyrstu, en hún vinnur mjög á við kynningu. A
Jaugardag gerist eitthvað, sem skiptir þig mjög miklu —
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Þessi vika
verður mjög skemmtileg, einkum fyrir þá, sem
fæddir eru í júní. Þú munt skemmta þér óvenju-
mikið i vikunni — liklega muntu fara í slremmti-
legt ferðalag. Þú hefur vanrækt eitthvað undan-
farið, og veizt víst bezt sjálfur hvað það er. Þú verður
að reyna að bæta úr því hið fyrsta, ef ekki á að fara illa.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23 ág.): Skapið verður
vist ekki sem bezt fram að helgi, en þá snýst allt
við og hamingjan blasir við þér. Vinur þinn kem-
ur með skemmtilega hugmynd, og þið munuð
vinna að henni í nokkra daga, en þá er hætt við
að áhuginn fari að dvina nokkuð. Allt nýtt og nýstárlegt,
sem þú tekur þér fyrir hendur, mun reynast þér hægðar-
leikur einn. Amor verður mikið á ferðinni.
______ MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Það gerist
h°idur fátt markvert i vikunni, enda þótt allt
ítVjJE bendi til þess að vikan verði ekki leiðinleg. Þú
skalt varast allar freistingar um helgina —• þær
strði° að iir öllum °ttiu^>. Líklega væri bér bezt
að vera sem mest heima við. Föstudagurinn er mikill heilla-
dagur, enda þótt þú gerir þér engan veginn grein fyrir hvi
Voparmerkiö (24. sept.—23. okt ). Þetta verður
dálítið einkennileg vika — liklega munu skiptast
á skin og skúrir. Þó munu ljósu hliðar vikunnar
verða yfirsterkari. Þú kynnist þér eldri persónu
í vikunni. Þessi persóna gæti orðið til þess að
framtíðarhorfur þínar breyttust til batnaðar. en þú verður
sjálfur að gera þitt til þess að svo geti orðið.
Drekamerkiö (24. okt.—22 nóv.): Þér mun lík-
lega leiðast úr hófi fram á vinnustað, og er það
vegria þess að utan vinnustaðar bíður þín eitt-
hvað, sem á hug þinn allan þessa dagana. Láttu
þetta samt ekki verða til þess að þú sláir slöku
á vinnustað, því að innan skamms munu Þér gefast
við
margar ánægjulegar frístundir.
BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú teflir á
tvær hættur í vikunni, og allt virðist benda til
þess að þú hafir lánið með þér í þetta sinn —
en gerðu þetta samt ekki aftur, því að þá gæti
farið illa. Það hefur borið óvenjumikið á ein-
hverjum hvimleiðum þætti i fari þínu undanfarið, og eink-
um hefur þetta bitnað á ástvini þinum.
O-eitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Vikan verður
vfirleitt þægileg, einkum biður þín margt
ánægjulegt heima við. Þú ferð i stutta ferð með
með eitthvað visst fyrir augum, en áform þín
munu breytast nokkuð, þegar þú ert lagður af
stað. Þú hefur komið illa fram gagnvart einhverjum, sem
þér er mjög náinn, og ef þú reynir ekki að bæta fyrir það,
mun fara illa. Föstudagur er til heilla.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú færð
þægilegar fréttir, liklega um helgina: og verða
þessar fréttir til þess að breyta áformum þin-
um nokkuð. Þú munt skemmta þér talsvert mik-
ið. í sambandi við einhvern merkisdag í fjöl-
skyldunni gerist eitthvað óvænt og skemmtil jgt. Þú virðist
of ágjarn þessa dagana og girnist jafnvel eigur annarra.
FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú verður
fyrir einhverjum utanaðkomandi áhrifum í vik-
unni. Verður þetta til þess að þú tekur til við
eitthvert nýtt verkefni. Þú ert mjög móttækilegur
fyrir allri sefjun þessa dagana, og skaltu varast
að leggja i neitt nema að vel yfirlögðu ráði. Um helgina
berst þér undarleg frétt.