Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 10
LÍTIÐ
PEÐ
ÍSTÓRU
TAFLI
Karli fannst taskan dálítið skugga-
leg og var að velta því fyrir sér,
hvort nokkur tæki eftir þvi. Þegar
vinir hans höfðu afhent honum hana
fyrir stuttu (ásamt meðfylgjandi
leiðarvísi) og hann hafði náð sér i
leigubíl til að aka á flugvöllinn, var
hann viss um, að bílstjórann grun-
aði, að innihald töskunnar væri fimm
hundruð gramma glas af heróíni. Það
var miV!ð ^hættuspil að ferðast um
með slíka hluti, — og honum fannst,
að hann hlvti að draga dám af því.
Á leiðinni reyndi hann að tel.ia sjálf-
um sér trú um, að þessi ótti væri
ástæðulaus, menn höfðu þó ekki
röntgenaugu. Honum létti. þegar
hann sá, að bílstiórinn sat áhyggju-
laus við stýrið og flautaði lagstúf.
Þegar þeir komu að flugstöðinni,
greip Karl töskuna og flýtti sér út.
Fyrst datt honum í hug að greiða
bilstióranum óvenjulega háa þóknun
í þakklætisskyni, en hætti við það,
þegar hann minntist þess, að ein höf-
uðreglan i þessum viðskiptum var að
vekja sem minnsta eftirtekt, — og
fékk honum bara 25 eent. Hann gekk
að afgreiðsluborðinu til að láta skrá
farangurinn, — þessa einu tösklu.
Honum þótti mjög slæmt að þurfa
að sleppa henni, en það var ekki um
annað að ræða. Ef hann þrjózkaðist
við, mundi það áreiðanlega vekja
grun. Hann fór fram á ganginn og
kveikti sér í sígarettu. Honum leið
að sumu leyti betur, þegar hann var
laus við töskuna, og fannst næstum
því eins og hann bæri ekki ábyrgð
á henni lengur.
Fram að þessu hafði vinna hans
aðallega verið i því fólgin að inn-
heimta peninga fyrir félagið. Hann
skildi ekki, hvers vegna honum hafði
verið falið þetta hættulega starf, en
að þeirra áliti var það vist ekki eins
hættulegt og hann hélt. Hann þurfti
ekki að gera annað en setjast inn I
flugvélina, og þegar hún lenti I
Chicago, átti hann að afhenda tösk-
una tveimur mönnum, sem biðu hans
þar, og fara síðan heim með næstu
flugvél. Þetta var nú allt saman
ágætt, — bara ef hann yrði ekki
handtekinn, en á því var víst ekki
mikil hætta.
Ef til vill var þetta hið gullna tæki-
færi. Hann hafði unnið fyrir þetta
félag í tíu ár og aldrei fengið neitt
almennilegt verkefni. Hann hafði allt-
af verið trúr og iðinn, — það vissu
hinir háu herrar vel, — og kannski
var þetta nokkurs konar prófraun,
og hann átti í vændum að hækka í
tign, eftir að hafa verið léttadrengur
hjá þeim í tíu ár. Hann sökkti sér
niður í ljúfa framtiðardrauma um
allt, sem þessi breyting gæti haft t
för með sér: dýr föt, fína bíla, fagrar
konur. virðingu starfsbræðranna.
Hann hrökk upp úr þessum sælu-
draum við það, að um það bil tíu
lögregluþjónar komu inn i biðsalinn.
Hann ætlaði að þjóta upp af legu-
bekknum og hlaupast á brott, en sem
betur fór, var hann svo felmtsfullur,
að hann gat sig ekki hreyft. Þegar
hann hugsaði sig betur um, sá hann,
að lögregluþjónarnir gátu varla verið
að leita hans. Hann reis á fætur og
fór fram á ganginn til að athuga,
hvað um væri að vera. Lögregluþjón-
arnir stóðu við afgreiðsluborðið ásamt
tveimur höfðinglegum, rosknum
mönnum.
— Hvað er um að vera? spurði
Karl flugfreyju, sem hann mætti.
— Eigið þér við lögregluna? sagði
hún. — Þeir eru hérna vegna for-
sætisráðherrans.
Nú mundi Karl eftir því, að þessi
erlendi stjórnmálamaður var i hring-
ferð um landið. Hann hafði lesið i
blaðinu, að hinn tigni gestur væri á
leið til Chicago frá Washington, þar
sem hann hafði leitað aðstoðar landi
sínu, þar sem allt logaði í innan-
landserjum. Það var auðséð, að hann
ætlaði með sömu flugvél og Karl.
Karl andvarpaði af feginleik og
Hjónawornin:
Sólbað í duftinn
— Jón . . .
— Já . . .
—• Að þú skulir geta gert mér slíka skömm . . .
— Hana-nú, — hvað hef ég nú gert af mér?
— Gert af þér? Þú . . . þú hefur gert okkur
bæði að athlægi, hvorki meira né minna.
—- E'kki annað?
— Ekki annað? Jæja, áttirðu kannski von á
einhverju öðru? Nei, því miður er nú ekki sú
i .iannrænan í þér. Þú dugir bara til að gera mér
skömm með því að gera okkur bæði að at-
hlægi, punktum basta . . .
— Er það ekki líka hátt upp í þó nokkuð?
• - Hcaitu að lesa þetta bölvað ekki sen
blað, — og umfram allt, hættu að láta eins og
þú sért upp yfir það hafinn að ræða þina
eigin galla.
— Er ekki nóg, að þú ræðir þá, og þar að
auki er ekki svo oft, sem ég kem orði að, þeg-
ar það umtalsefni ber á góma.
—- Hættu að lesa þetta blað, segi ég . . .
— Gerðu svo vel.
— Ég? Heldurðu, að ég ætli að fara að lesa
það?
— Jæja, góða min, jæja ... Ef ég má ekki
lesa það og þú vilt ekki lesa það, . . . til hvers
erum við þá að kaupa það?
— Jón . . . Manstu í Nauthólsvikinni í gær?
— Ó, er það Það, heillin. Nú skil ég . . .
En hvernig í ósköpunum á maður að geta stillt
sig um að renna til þeirra augunum, þegar mað-
ur hefur þær svona allt í kringum sig?
— Veiztu, hvað Gugga sagði?
— Æ-já, hún lá þarna rétt hjá okkur. Jú, ég
fer svo sem nærri um, að hún hafi tekið eftir
þvi, að ég skotraði augunum á þessa með jarpa,
hrokkna hárið og gagnsæju brjóstahöldin, . . .
enn nær um það, að hún hafi skilið augnaráðið,
og þó næst um það, hvað hún hefur sagt . . .
— Jæja, svo að þú gerir það? Og skammast
þin ekki samt?
— Nei, eiginlega ekki. Fyrst maður hefur þó
að minnsta kosti einhvern tíma verið karlmað-
ur, því skyldi maður þá . . . ?
— Jón, á ég að segja þér, hvað hún sagði . . .
Framhald á bls, 42.
!□ VJKAN