Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 8
í fullri alvöru:
Vnnriekt
nnmsgrnn
Að undanförnu hefur bæði almennt
nám og sérnám aukizt að mun hér á
landi, — að minnsta kosti ef miðað er
við aukningu skólahúsrýmis og tölu
kennara og nemenda og síðast, en ekki
sízt, öll prófin, bæði þau almennu og
hin, sem veita mönnum sérstök at-
vinnuréttindi.
Um þetta er ekki nema allt gott að
segja. Þetta er þróunin með öllum
svokölluðum menningarþjóðum, og
sérhver þjóð, sem er ekki bæði vel
menntuð og vel sérmenntuð, dregst
aftur úr og verður upp á aðra komin.
Og af þvi hlutskipti er enginn öfunds-
verður.
En — varðar mest til allra orða.
undirstaðan sé réttleg fundin. Velmeg-
un þjóða og einstaklinga og aðstaða
þeirra til að lifa menningarlífi er ekki
komin undir menntuninni sem slíkri,
hvorki almennri þekkingu né sérþekk-
ingu; maðurinn lifir ekki á menntun
sinni, hversu víðtæk eða sérhæfð sem
hún kann að vera, nema hann geri
ekki aðeins sjálfum sér, heldur og öðr-
um mat úr henni — og það meira að
segja góðan mat og mikinn, eins
hörð og samkeppnin er orðin nú. Hann
verður með öðrum orðum að vinna og
vinna vel, annars kemur þekkingin
eða sérþekkingin honum ekki að neinu
haldi og öðrum þó enn síður. Þannig
er lika um þjóðirnar. Það er vinnan,
sem allt er háð.
Þegar Þessi einföldu sannindi eru
athuguð, verður það því einkennilegra,
að þrátt fyrir alla þessa almennu skóla
og sérskóla, allan þennan kennara-
fjölda og námsgreinafjölda, skuli fóiki
hvergi vera kennt að vinna, •— einfald-
lega að vinna, vinna haganlega og
leggja að sér við vinnu.
Enn þykir það sjálfsagt í öllum hin-
u:.r svoköll'.iðu ,.æðri skólum“ að
kenna nemendum talsvert í stærð-
fræði — og það eins þótt nemendurnir
séu ráðnir í það sérnám, þar sem vitað
er, að þeir þurfa aldrei á þessari stærð-
fræðimenntun að halda. Stærðfræðin
er nefnilega enn í dag talin nauðsyn-
leg þjálfun í rökréttri hugsun, þeirri
hugsun, sem verður að vera undirstaða
allrar menntunar, eigi þekking manns-
ins ekki að verða einn grautur, engum
ætur.
Öll afköst, á hvaða sviði sem er,
byggjast á vinnu, — að menn kunni
að haga sér við starf og haga starfi
sinu og að þeir kunni að leggja að sér
við starf, einbeita sér og stjórna sjálf-
um sér. Og öldungis eins og þjálfa má
hugsun manna til rökréttra ályktana,
má þjálfa vinnuvit þeirra, þrek, ein-
beitni og þol í starfi með hliðstæðum
aðferðum. En það er ekki gert. Mönn-
um er kennt að hugsa, en ekki að
vinna.
Enginn mun þó treysta sér til að
mæla þvi mót í fullri alvöru, að mann-
inum sé þetta hvort tveggja jafnnauð-
synlegt. Og enginn mun heldur treysta
sér til að mæla því í mót, að hvort
tveggja sé jafnframkvæmanlegt. Eins
og stærðfræðin er notuð til að kenna
mönnum að hugsa, er einföld erfiðis-
vinna sjálfsögð til að kenna mönnum
að starfa, jafnt andlega sem líkam-
lega.
Meinið er, að það er eins og þeim,
sem þessum málum ráða, hafi sézt yfir
þá augljósu staðreynd, að allt starf,
hversu hugrænt sem það er, verður
manninum álltaf erfiði ...
1 rauninni ætti enginn að fá að
ganga undir neitt það próf, sem ein-
hver starfsréttindi veitir, hafi hann
ekki áður sýnt og sannað, að hann
kunni til einföldustu erfiðisverka og
fengið skynsamlega þjálfun í likam-
legu erfiði, — að hann kunni að halda
á skóflu og beita haka, hamri og sög,
að hann kunni að standa þannig að
vinnu, að hann erfiði ekki meir en á-
stæða er til, geti samhæft sjón og
hendur, hafi öðlazt það, sem áður fyrr
var lágmarkskrafa lífsins til manns-
ins, — verksvit, — en þó umfram alit,
að hann kunni að meta vinnuna að
verðleikum, að hann hafi lært þau ein-
földu sannindi, að enginn árangur,
sem er sjálfum honum eða öðrum
nokkurs virði, næst nema fyrir erfiði.
— að hann kunni að leggja að sér.
þegar þörf krefur, og eftir því, sem
þörf krefur.
Einhver kann að hreyfa þeirri mót-
báru, að þarflaust sé að Þjálfa menn
við erfiðisvinnu, þar sem hún sé að
mestu leyti úr sögunni og allt unnið
með vélum. Hví þá að vera að kenna
jmönnum stærðfræði, þegar reiknings-
vélar og rafeindaheilar hafa i raun-
inni tekið af mönnum alla útreikn-
inga? Það vantar eitthvað i menntun
þess manns, sem kann ekki einföld-
ustu reikningsaðferðir, —og Það vant-
ar líka eitthvað í menntun þess manns,
sem kann ekki að stinga skóflu og
getur ekki rekið nagla án þess að
eiga það á hættu að merja á sér fing-
urna. Og Það vantar eitthvað — og
það meira en lítið — í hvern þann
mann, sem hefur ekki öðlazt verksvit,
jafnvel Þótt hann hafi öðlazt rökrænt
hyggjuvit; það vantar svo mikið, að
það er ákaflega ólíklegt, að hyggju-
vitið nýtist honum eða Þjóðfélaginu
nokkurn tíma til hlítar.
Þarna hefur ein aðalnámsgreinin
illilega gleymzt, — og það einmitt sú,
sem mikilvægust er og sízt mátti
gleymast. Það er engu líkara en þá,
sem að öllu hinu mikla skólaskipulagi
standa, vanti það, er sízt skyldi, — að
þeir hafi aldrei öðlazt verksvit.
Drómundur.
-v.%
VIKAN
00 ís&kmn
Barðabátarnir.
Yísindamenn á vítisbarmi.
Strútakappakstur og kamel
kappreiðar.
Barðabátarnir.
SMp framtíöarinnar eöa
aöeins stundarfyrirbcerí.
Þeir. sem séð hafa hina skemmtilegu.
vinsæhi o'r rllörfn ihrótt- sióskfðahrun,
mnnn eflonst hpfn voítt T)vf stTivsli,
ddftpmpftnrírm stfmífnr ó hotni é
cínnm. *ívo ofi sirSr tohnr Tionnm i mitt
TirírSst. pfinr on bótnrínn ffrosmr Tiann af
stnfi oar hmni'íi hofst. on Ivftist frá hotm,
nm Telð off hótnrinn n?er nohhnrri ferfi,
orf shonnnr lohs pins oí? heffar fleytt er
Vprhn<?nm eftir vfirborðinn. nm leafi oí?
hotnrinn nœr fnllnm slcrifii* Hseí?i bétnr-
ínn for?Sinp, sehluir sTH?Íamn?$nrinn pftnr é
mnti hrptt pftnr o" stenfTnr svo á botni.
horfpr hrnninn lvlrnr. — hótt erfitt sé
hnlítn ipfnVPe^inn ó hpnn hétt, svo p?5 oft-
pqt tnhnr sVifSpmnfÍnrinn ha?i rp?5 a?5
ctöVVyp pf sldðnnnm, éfinr en h^n taha
p?s sðVkva.
Ger?5 oí? siflrliniDf hinna svonefndn haría-
t»‘»tp hví?í?ist p sama fvrirhperi. t ranninni
er harna afteins nm p?i ræfia fleytn, sem
' "Smásaga
eftir
S. A. Siguriónsson
Húu horfði húlfluktum au.gum á hann
og lét skfna i perluhvftar tennurnar inn-
an við miúkar, kvssilegar varirnar.
,.Karl.“
„Já.“
„Kalli minn.“
..Hnmm,“ — Hann húkir fram á skrif-
borðið með hönd undir kinn og snýr baki
við ástleitinni konu sinni.
„Hvað ertu að gera, vinnr?"
„Humm.“
„Karl, hevrirðu ekki til min?“
„Ha? — Jú.“
„Hvað ertu að gera, gúði minn?“
„Nú. ég er að fara vfir skattskýrsluna."
„Núna, elskan mfn?“
„Humm.“
„Ég sagði, núna?“
„Ha? — ,Tá, hvað ætti ég svo sem að
gera annað?“
Hún stendur upp og gengur vaggandi
göngulagi yfir gólfið. Næstum gagnsær
sloppurinn flagsar frá ávölum fótleggjun-
um, og siðferðilega séð gapir hann of mik-
ið í hálsinn.
,yErtu ekki bráSum búinn, vinur mnn?“
segir hún angurbliðri röddu, um leið og
hún rennir hvítri hendinni i gegnum ljóst
hár hans.
„Ha? Nei, vina min, nei, ekki nærri þvi.
Ekki trufla mig, væna min.“ — Hann
rennir hendinni um úfinn kollinn. „Ég
þarf að klára þetta í kvöld, gó8a.“
Leiðindasvipur kemur á fallegt andlit
hennar, og hún setur stút á munninn. „Já,
B VIKAM