Vikan


Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 14
Ný kvikmyndasaga, sem byrtist í sex blöðum og er þetta 'íyrsti hluti. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói þegar henni er lokið í VIKUNNI. CITLA þorpsbrautarlestin, sem hafði með erfiðismunum klifið brekkur og hálsa hins fagra austurríska fjalllendis, rann inn á stöðina og staðnæmdist með rykkjum og skrykkjum. Og stöðvarstjórinn, sem var allvel í skinn komið, til- kynntl með slikrl þrumuraust, að vel hefði mátt halda, að hann væri að hrópa út yfir víðlenda stórborg: — Marienthal! Marienthal! Aðeins einn farþegi steig út á brautarpallinn, — frekar ungur mað- ur, hár og dökkhærður, svipmikill og með sterkmótaða andlitsdrætti. Hann bar mjúkan, svartan hatt, og undir frakkakraganum sá í hvítt hálslín og hátt, svart vesti, sem sýndi, að hann var prestur. Hann setti frá sér ferðatöskuna og gekk til stöðvarstjórans. — Fyrirgefið.mælti hann hæversk- lega. E?r þetta ekki Marienthal? — Jú, svaraði stöðvarstjórinn. Ann- ars hélt ég, að ég hefði tilkynnt það svo hátt og greinilega, að Það fæn ekki fram hjá neinum. Aðkomumaðurinn tók ofan hattinn. og brosti við. — Ég hélt, að mér kynni að hafa misheyrzt. Ég sé nefnilega hvergi neitt þorp hérna, enda þótt sæmilega viðsýnt sé héðan af brautarpallinum. — Það er ekkert einkennilegt við það, svaraði stöðvarstjórinn. Þorpið, — það stendur á bak við brekkurnar þarna, og þangað er að minnsta kosti fjögurra kílómetra spölur. Afsakið forvitni mína, en eruð Þér kannski nýi presturinn, sem við eigum von á? — Jú, það kemur heim. Ég heiti Walter Hartwig. — Ja, þá er sannarlega tími til þess kominn, að þér- látið. sjá yður hérna, prestur minn. Söfnuðurinn hérna í. Marienthal- er aliur á rúi og strúi út . af prestsieysinu, Það lítur helzt út fyrir,. að fóikið haldi, að ekki þurfi annárs yi^; en panta nýjan prest, — þa’ ýerði hann sendur um hæl í pósti. . ’ ý.ngi maðurinn brosti enn. Svo tók h-ann upp ferðatöskuna, en stöðvar- stjórinn flýtti sér að hreyfa and- mæ.lum. — Ekki farið þér að ganga alla þessa leið, prestur minn, — og það í Þessum hita! Hann herra Fischer er staddur hérna á stöðinni með dráttarvélina, og ef þér getið gert yður það að góðu, Þá efast ég ekki : um, að hann lofi yður að sitja á hjá : sér heim i þorpið. — Ætli ég láti mig ekki hafa það : að fara fótgangandi. Ég hef ekki nema gott af því. En stöðvarstjórinn hló og hristi höfuðið. — Hérna uppi í fjöllunum má það vera lélegt farartæki, sem ekki er þó skárra en fæturnir, og það eins þótt manni sé létt um gang, sagði hann. Trúið mér, -— ég veit það af reynslunni. Hann fylgdi svo nýja prestinum þangað, sem dráttarvélin stóð. Eig- andi hennar reyndist fús að leyfa presti að sitja á hjá sér. — Ef yður æruverðugheit getur gert sór slíkf að góðu, þá er það meir en veikomið, sagði hann og benti presti að setjast í aukasætið. — Mér er sagt, að það sé lélegt farartæki, sem ekki sé betra að nota hérna en fæturna, jafnvel þótt góðir séu, sagði prestur og kleif upp í sæt- <1 Fyrst í stað getur það verið býsna örðugt fyrir ungan og frjálslyndan prest, að sa mrýmast fólkinu og andrúmsioftinu í litlu og afskekktu fjállaþorpi, þar sem vanafesta og þumbaraháttur, ásamt smámunnlegu ofstæki, liggur eins og mara á öllu og öllum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.