Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 23
BRENDA
LEE
Margir hafa beSið okkur að segja sér eitthvað um Brendu Lee, hvað
hún sé gömul o. s. frv. Þessi unga stjarna hefur náð feikilegum vin-
sældum á ótrúlega skömmum tíma og það ekki að ástæðulausu, þvi
að hún hefur rödd, sem er gulls igildi. Það er víst frekar sjaldgæft,
að dægurlagasöngkonur safni peningum fyrir háskólanámi, en þannig
er það um Brendu Lee. Þá peninga, sem hún vinnur sér inn með
söng, leggur hún fyrir með væntanlegt læknisnám í huga. Og á ]jví
leikur enginn efi, að hún mun hafa efni á að læra, þegar þar að
kemur, þvi að árstekjur hennar nema milljónum dollara nú sem
stendur. Sagt er, að Brenda noti aðeins 5 dollara á viku handa sjálfri
sér, hitt er sett í banka, svo að fyrirætlanir hennar um læknisnám
verða að takast alvarlega.
Brenda gengur enn þá i skóla, í Nashville, Tennessee, þar sem
hún býr með foreldrum sinum og þremur systkinum. Þegar hún er
í söngferðalögum, er einkakennari með henni. í fyrstu tók liún bæk-
urnar með sér og las, þegar henni gáfust einhverjar tómstundir,
en þegar ferðunum fjölgaði og þær urðu lengri og umfangsmeiri,
gat hún ekki lengur lært alveg á eigin spýtur.
í Bandarikjunum er Brenda talin athyglisverðasta stjarna ársins,
og það er ek'ki svo lítið, þvi að fólk þar er nú vant hinu og þessu. Húu
er xnjög dugleg, og vald hennar yfir áheyrendum, — á livaða aldri
sem er, — er undravert. „Fólki er alveg sama, hvað Brenda syngur,
— bara ef hún syngur“, var skrifað um hana í einhverju blaði. Og
það er alveg rétt, hvort sem hún syngur rock and roll eða eittlivað ró-
legra, sigrar hún hjörtu fólks.
Brenda hefur komið fram í hinum þekkta sjónvarpsþætti Perry
Como, og í Englandi er hún mjög vinsæl sjónvarpsstjarna.
Plötur hennar hafa selzt i ótrúlega iniklum upplögum. Hinar þekkt-
ustu eru: I want to be wanted, Let‘s jump tlie broomstick, Rocking
around the Christmas tree, That is all you got to do og svo platan,
em lilegast hefur orðið vinsælust af þeim öllum: I am sorry. Þær
eru allar gefnar út af Decca.
í tómstundum sínum teiknar Brenda, rennir sér á skautum, syndir
og les leynilögreglusögur. Hún safnar einnig hljómplötum og á margar
með Perry Como og Red Foley, en Fats Domino er samt sem áður eft-
irlætið hennar.
Og svo mun timinn leiða í ijós, hvort Brenda verður læknir einn
góðan veðurdag eða ekki. Ef svo verður, rnunu vinsældir liennar
áreiðanlega sjá fyrir því, að ekki mun slcorta sjúklinga. En hún er eltki
nema 16 ára enn þá, og enginn veit sina ævina, fyrr en öll er.
Nð vœri gaman aö vera píanóleíharí
Við hittum hana á Lækjartorgi, en
hún var á þcytingi um bæinn að
rukka fyrir S.Í.S. Þótt ekki væri
nema vegna starfsins, fannst okkur
vert að hafa viðtal við liana. Stein-
unn Guðnmndsdóttir, gerið þið
svo vel.
— Hvað varstu að gera í vetur,
Steinunn?
— Ég var í menntaskólanum, 3.
bekk.
— Og ferð þá í 4. bekk næsta
vetur?
— Nei, ég kolféll, fékk 1,7 í efna-
fræði. En ég ætla aftur i 3. bekk.
— Þú ert þá úkveðin i að verða
stúdent?
— Já, ef það tekst, áður en ég verð
þrítug.
— Á svo að fara í háskólann?
— Nei, alis ekki. Mig langar að
fara til Frakklands og læra pianó-
leik, aðallega djass. Og svo langar
mig líka til að teikna hárgreiðslur,
— sko, ekki föt, heldur hárgreiðslur.
— Já, þii hefur þá nóg annað að
gera en fara í liáskólann. Mundirðu
kannski gerast atvinnupíanóleikari i
liljómsveit?
— Ætli ég mundi ekki aðallega
spila fyrir sjálfa mig. En það væri
gaman, ef ég væri nógu dugleg til
þess.
— Hvernig skemmtirðu þér, Stein-
unn?
— Ég fer aðallega á böll. Ég elska
að dansa og verð aldrei þreytt á þvi.
Mér finnst ég hafa dansað, frá því
ég fæddist.
— En livernig er með áhugamál
og tómstundir?
— Það fer nú lítið fyrir því. Ég
er aldrei heima nema þegar ég sef.
— Það þýðir þá lítið að spyrja þig
að því, hvað þú gerir, þegar þú ert
ein heima. En ertu ánægð með lífið?
— Já, ég er harðnáægð með allt
og alla.
— Hvað gerðirðu i fyrrasumar?
— Ég var í Danmörku. Þar var
ægilega gaman. Unglingarnir þar eru
svo frjálslegir og alúðlegir. Þar hugs-
ar enginn fyrir morgundeginum,
bara skemmta sér, meðan tími er til,
enginn að telja peninga til að vita,
hvað hann eigi á morgun. Þar gild-
ir bara: Er, á meðan er.
— Ertu ólofuð?
— Ef ég má skrökva, er ég það.
Annars,ætla ég ekki að gifta mig fyrr
en svona 25 ára og börnin eiga að
verða mörg, helzt 5.
— Hvað á maðurinn að vera miklu
eldri en þú?
— Ilelzt svona tveimur árum eldri,
það er svo leiðinlegt, ef þeir eru
miklu eldri. Þá eru þeir daufir og
hanga alltaf inni.
— Hvað viltu nú helzt finna að
skemmtanalífinu hér eða öðru?
— Það er allt of mikið fylliri. Það
á alls ekki að selja unglingum vin.
Svo er hvergi hægt að þverfóta fyrir
fullum mönnum. Það er alveg óþol-
andi þetta fylliri hérna. Það er eins
og enginn geti drukkið heima hjá
sér, heldur þurfi að þvælast fyrir
öðrum.
— Hver er eftirlætishljómsveitin
þín?
— Svavar Gests, tvimælalaust.
— Hvað er það versta, sem þú
gerir?
—• Að vera heima og læra, þegar
mig langar út.
— Þér leiðist þá að læra?
— Stundum. — Jæja, nú verð ég
að drífa mig, ég á eftir að rukka 18
reikninga fyrir morgundaginn.
— Er þetta ekki mjög vinsælt
starf?
— Vinsælt? Ef hægt væri að drepa
með augunum, væri ég löngu dauð.
Nei, maður er ekki mjög vel þokk-
aður. En starfið er mjög þægilegt.
Ég kem kl. 2 á daginn og sæki þá
reikninga, sem ég á að rukka, svo
kem ég aftur kl. 2 næsta dag og skila
Steinunn Guðmundsdóttir.
a
þvi, sem ég hef innheimt, og sæki
nýja reikninga.
— Þig hefur ekki langað út í sum-
ar?
— Nei, mig langaði til að prófa
að vera lieima eitt sumar. Það er
ágætt.
Svo þýtur liún út Austurstrætið til
að rukka fyrir S.Í.S., en kallar um
leið: Gerðu þetta nú dálítið gáfulegt,
ég er svo vitlaus.
vikan. 23