Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 9
fer á sjóskíðum, en leggur sér sjálf
til lyftingarhraðann með eigin
hreyfiorku i stað þess, að skiðamað-
urinn lætur draga sig. Hin mikla
hraðaaukning, sem verður, þegar
báturinn rís upp á börðin, stafar af
því, að þau veita aðeins brot af því
viðnámi i vatninu, sem byrðingur
bátsins veitir, þegar hann skriður
eðlilega djúpt.
Fyrst í stað voru eingöngu smiðað-
ir smábátar af þessari gerð, en nú
eru Icomnir í notkun stórir barða-
bátar, sem taka 75—150 farþega, og
enda þótt þeir séu einkum hafðir 1
siglingum á vötnum og sundum, er
áætlunarleið sumra þeirra um opið
haf, og þótt einkennilegt kunni að
virðast, kváðu þetta vera hin prýði-
legustu sjóskip og alls eklci valtari en
þau með gamla laginu. Kostir þeirra
eru fyrst og fremst fólgnir i hraðan-
um, — þeir skriða áttatiu til níutiu
milur, — og eldsneytissparnaði. Sér-
fræðingar í skipasmíði telja, að ekki
líði á löngu, áður en stór barðaskip
verði i förum yfir Norður-Atlants-
liaf, sem taki þrjú til fjögur hundruð
farþega, skríði allt að eitt hundrað
bnútum og verði á það háum börð-
um, að kjölurinn verði um þrjá metra
yfir sjó, þegar fullum skriði er náð.
Þessi skip verða ekki nema rúmlega
þrjátíu klukkustundir yfir Norður-
Atlantshaf, milli New York og Liver-
pool.
Svisslendingar hafa þegar all-
masga barðabáta i ferðamannaflutn-
ingum um vötnin þar í landi, og
Rússar hafa þegar nokkra slika i far-
þegaflutningum um Volgu, — gera
ráð fyrir að hafa þar 150 barðabáta
flota fyrir lok ársins 1962. Þessir
rússnesku bátar skríða 50 mílur á
klst. og taka 150 farþega. Þá hafa
Bandaríkjamenn smiðað nokkra
barðabáta til strandgæzlu, og eru
þeir búnir léttum fallbyssum og
hríðskotabyssum. Það gefur auga
leið, að ekki muni auðvelt fyrir
smyglara og aðra lögbrjóta á venju-
legum skipum að komast undan
þeim ...
En þótt barðabátarnir hafi gefið
góða raun, telja margir sjómenn af
gamla skólanum, að þeir muni aldrei
verða nothæfir til siglinga um út-
höfin, enda þótt þeir reynist sæmi-
lega á sundum og vötnum, þar sem
aldrei rís alda að ráði.
Vísindamenn á
vítisbarmi . . .
Þegar eldfjöll táka aö gjósa
einhvers staðar á hnettinum,
flykkjast visindamenn þar að
hvaðanæva og stofna lifi sínu
oft í hættu fyrir þekking-
una . . .
Eitt af því, sem við getuin státað
af, er það, að við eigum eitt frægasta
eldfjall í heimi og það þótt ekki sé
miðað við hina alkunnu höfðatölu-
reglu, — og svo nokkur önnur í með-
aiflokki að auki. Hins vegar mun
Hekla gamla þó vera það, sem við
höfum einna sízt talið okkur til á-
bata eða hróss, og er það að visu
skiljanlegt, þvi að viðskipti hennar
við þjóðina hafa frekast verið með
þeim hætti, að þetta tígulega skass,
sem dylur hamsleysi flagðsins undir
fögru skinni öllum fremur, hefur
helzt kennt okkur, að við værum
vesöl og lítilsmegnandi, en ekki
efld stórlæti olckar. Óbeinlínis er
það þó Heklu að þakka, að við eig-
um þann eldfjallafræðing, sem
skrumlaust má telja með þeim kunn-
ustu og mest virtu, þeirra sem nú
eru uppi.
Eldfjallafræðin er i sjálfu sér snar
þáttur jarðfræðinnar i heild, þar
sem eldfjallaorkan er sá máttur, sem
miklu hefur ráðið um það, hvernig
jörðin er útlits á yfirborðinu, og þá
einnig skipan efri jarðlaga, þótt aðr-
ir hægvirkari kraftar, eins og veðr-
unin, breyti þessu útliti nokkuð
smám saman. Þegar eldgos og jarð-
skjálftar verða einhvers staðar á
hnettinum, flykkjast þeir visinda-
menn, sem við þessar fræðigreinar
fást, þess vegna þangað, þvi að þar
geta þeir verið vitni að sköpunar-
brögðum eldsorkunnar, þegar hún
Framhald á bls. 32.
K JUMA ÐUfeÍhJM
en Karl, ég var að koma úr baði.“
„Jæja, góða mín.“ Hann er aftur
kominn á kaf i skattskýrsluna.
„0 jæja.“ Hún lyftir öxlum kæru-
leysislega og gengur eggjandi göngu-
lagi út úr stofunni. — „Karl, ég ætla
að skreppa yfir til Klöru.“
„Humm.“
Hún stendur í gættinni i flegnum
kvöldkjól og fráhnepptri kápu. „Ég
verð ekki lengi, en þú skalt samt
ekki biða eftir mér.“
„Jamm.“
Hún dregur á sig hanzkana og
skælir sig í framan, um leið og hún
lokar á eftir sér dyrunum.
Það er ys og þys á götunum og
allir að flýta sér. Götuljósin varpa
daufri birtu á strætin, en blikandi
neon-auglýsingaljósin lifga upp grá-
mygluleg verzlunarhúsin. Hún stanz-
ar við kjólabúðina á horninu og
skoðar útstillinguna. Kannski ætti
hún ekki að fara til Kiöru. Ilún ætti
kannski að fá sér hressandi göngu-
túr í staðinn.
Skyndilega heyrir hún ískrandi
hemlahijóð fyrir aftan sig. — „Nei,
hvað sé ég, ef það er ekki Kristín."
— Dökkblár Dodge stendur við gang-
stéttina, brosandi karimannsandlit
horfir athugandi á hana. Hún er
mest að hugsa um að snúa á sig og
ganga burt, en þá ...
„Nú hefur þú haldið, að einhver'
kvennabósinn væri að reyna til við
þig og tjúkka þig upp. Ha ha ha.“
Henni finnst hún kannast við
þennan dillandi hlátur.
„Kannastu ekki við Begga gamla,
eftirlætis-skólabróðurinn siðan i
gamla daga?“
„Nei, Bergur! Ég ætlaði ekki að
þekkja þig.“
Hann opnar dyrnar og bendir
henni með riddaralegri beygingu að
setjast inn i bilinn.
„Ertu að fara eitthvað ákveðið?"
„Ja, ég var nú eiginlega að hugsa
um að ... Nci, annars, ekkert.“ Hún
sezt brosandi í framsætið.
„Fint, þá stel ég þér eins og svo
oft í „de gamle, gode dage“. Hvað
segir þú um það?“
Ilún kinkar kankvíslega kolli.
„Hvað segirðu um einn á Borginni,
svona upp á grín?“
„Ja, hví ekki það? Karl er hvort
sein er á kafi í framtalinu, svo að
honum má vera sama.“
„Ekki fær hann sjússinn frádreg-
inn, því að það er ég, sem borga.
Ha. ha. ha.“
Já, ekki er hægt að neita því, allt-
af er Bergur jafn-skemmtilegur,
hugsar Kristin, brosir og lætur fara
vel um sig i sætinu.
Á Borginni er margt um manninn,
áen Bergur er auðsjáanlega þekktur
Framhald á bls. 30.
MMCAM 9