Vikan


Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 25
andardrátt svefnsins. Hann stóð upp og gekk út a'ð glugganum til þess að gá til veðurs. Morg- unsvalinn lék við björlcina fyrir utan rúðuna, greinarnar svignuðu, og blöðin snerust við fyrir vindinum. Fyrir framan hann lá dalurinn, en niðri við ána verksmiðjan með svartar reyk- súlur, er stigu til himins. En þegar hann stóð þarna og horfði út, minntist hann allt í einu þess, sem hann hafði dreymt. Þá rétti hann úr sér og hló, hló kátur og glaður. En stundum, þegar hann var að hugsa sér þetta, lenti hann í óvissu og vandræðum: Björk- in var nú víst búin að fella laufið, hann hafði legið svo lengi. — Og á næsta augnabliki rann upp fyrir honum sú miskunnarlausa og ískalda staðreynd, að hann fengi aldrei, aldrei framar að sjá heiminn ... Morgunn og kvöld, sumar og vetur mundu líða fram hjá honum, en hann átti að sitja fyrir utan — í myrkrinu. Á slíkum augnablikum var honum það full- komlega ljóst, að hann vildi ekki lifa. Hann skynjaði það sein örugga vissu, sem ískalda ákvörðun, er tekin hefði verið af cinhverju ylra valdi og beint til hans sem skipun. Hann lá í stóru spitalastofunni, þar sem allt lyktaði af karbólsýru og öðrum lyfjum. Hann skynjaði þýðingu allra hljóðanna umhverfis: létt fótatak hjúkrunarkvennanna, þyngra fóta- tak gesta í heimsókn, samtöl í hálfum hljóðum, ysinn úti á liinum löngu göngum, en inn um opinn gluggann barst tilbreytingarlaus kliður- inn frá stórborginni. Honum fannst það svo kuldalegt og tilgangs- laust að deyja á slíkum stað — á meðal ókunn- ugra. Hann þráði að komast heim, — til dalsins og bæjarins, sem hann elskaði, standa á sinni eigin jörð, heyra rödd konunnar, heyra klukk- una slá i horninu og bjarkargreinarnar strjúkast við rúðuna. Svo var litið sírenu-lystihús niðri í garðinum. Þangað ætlaði hann að fara og sitja þar um stund. Hann ætlaði að vera heima í síðasta sinn. Allan tímann, sem hann lá á spitalanum, tókst honum þrátt fyrir allt að halda í örveika von. En eftir að hann hafði staðið á brautarstéttinni og huggað hana, var allt gerbreytt. Upp frá þeirri stundu trúði hann ekki lengur á hið ó- mögulega. Hann vissi, að hann mundi aldrei framar sjá hana. Og þegar hann sat í stofunni og skynjaði heimilið i kringum sig, þá vissi hann, að hann var ekki að dreyma. Hann átti aldrei eftir að vakna til þess að hlæja. Þá fyrst kom !ö'rvæntingin yfir hann, um daga og nætur. Hann varð að deyja. En þessi hugsun, sem verið hafði örugg og róleg, á meðan hann lá á spitalanum, hún hamraði nú og æddi eins og eyðandi eldur. Og hann lirópaði: Hann vildi ekki lifa langa ævi sem viðbjóðslegur örkumla- maður, brenndur og afskræmdur í andliti, eng- um til gagns og öðrum til byrði, vesalingur, sem vekti maðaumkun og fyrirlitningu, til þyngsla og óþæginda öðrum, sem hann elskaði, — óþolandi, blindur eintrjáningur, sem sat og fyllti sæti þarna i stofunni. Hann æpti og óskaði eftir dauðanum. Ivonan grét og reyndi að hugga hann. Svo var það dag einn eftir örvæntingarkast, að hann öðlaðist góða og rólega stund. Storm- inn í sál hans lægði. Umhverfis hann var líka friður og ró. Hann lieyrði vingjarnlegt tif klukkunnar i liorninu. Glugginn var opinn, og liaustblærinn lék í bjarkarlaufinu. Og hið innra með honum talaði þessi rödd: Hver var liann eiginlega, sem svo kvartaði? Með hvaða rétti gat hann krafizt þess, að óhamingjan sneiddi hjá garði hans? Sverðið eyðir og vinnur verk sitt. Mennirnir voru góðir. Þeir voru fullir hlut- tekningar, velvilja og hlýju. Það var fásinna að verða reiður yfir meðaumkun þeirra, liún var áreiðanlega sprottin af einlægum huga. Hann mátti vera þakklátur fyrir margt. Það var heppni, að hann liafði ekki selt litlu jörðina sína, þegar hann byrjaði í verksmiðjunni. Það Framhald á bls. 34. r Séð og heyrt í strætó „14/11 1931. Félag hefur verið stofnað i þeim tilgangi að reka reglubundnar ferð- ir fyrir almenning um Reykjavíkurborg og nágrenni. Nefnist það Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. Eru strætisvagnaferðir þegar hafnar á leiðinni milli Lækjartorgs og Klepps (þá þótti sú leið nauðsynleg- ust) og ferðir um það bil að hefjast milli Lækjartorgs og Grímsstaðaholts og Skild- inganess (sem þú voru útborgir Reykja- víkur). Næst verða teknar upp ferðir frá Elliðaám um Lækjartorg og Kaplaskjól. Auk þess er í ráði að hefja ferðir innan bæjar, m.a. til þess, að samband náist við áðurnefndar aðalleiðir sem víðast að úr bænum. Félagið ætlar að nota átta stórar bifreiðir til ferðanna, 14 manna og stærri. Eru ]iað Studebaker-bifreiðar, en yfir- bygging gerð hér. Formaður félagsins er Ólafur Þorgrims- son lögfræðingur, en framkvæmdastjóri Pétur Þorgrímsson. Bærinn hefur veitt fé- laginu styrk til rekstursins." Þannig segir frá í Öldinni okkar fyrir þrjátíu árum. Höfðu þá nokkrir dugmiklir menn lileypt af stokkunum félagi, sem síðar meir átti eftir að verða umfangs- meira, eins og raun ber vitni um. Og ósjálfrátt varð mér hugsað til þessarar klausu, er ég steig inn í einn af nýjustu strætisviögnum Reykjavíkur. í stað þess að ganga inn í vagninn að aftan gegnum dyr, sem farþeginn varð að opna sjálfur, hefur nú vagnstjórinn tæknina í þjónustu og opnar allt að þrjár hurðir í einu. Orðið hef ég sjónarvottur að því, að farþegar hafa orðið — sökum vaxtarlags — að nota til inngöngu afturdyr gömlu vagnanna, þeirra sem oft eru kallaðir „amma gamla“ og eiga nú dvalarstað sinn hjá ungviði borgarinnar, þ. e. á barnaheimilum, eða frystihúsin hafa bjargað lífi þeirra og keypt þá fyrir lítið verð. Ég er í þungum þönkum um þessa þrjá- tíu ára sögu strætisvagnanna, þegar vagn- inn stanzar snögglega með miklum rykk. Einn samfarþeganna hefur orðið fyrir því óhappi að lenda í fangi reykvíslcrar hefð- arfrúar, sem sennilega hefur verið að gera innkaup. Við þennan árekstur hefur tveggja kilóa kartöflupoki fallið á gólfið. Maðurinn verður hinn stimamýksti og byrjar strax að tína upp gullaugað. Nokkr- ir miskunnsamir Samverjar sýna hjálp- semi sína við upptínsluna. „Mamma, þegar þessi drætó er orðinn damall, þá verður hann á barnaheimilinu, þá verður hann lika flottasti drætóinn. Er það ekki, mamma? Er það ekki?“ „Jú,“ svarar móðirin af mikilli hógværð ungum syni sínum, sem heldur áfram: „Þá ætla ég líka alltaf að teyra. Mamma, ég ætla að verða drætódjóri, þegar ég er orðinn dór, — og vera í svona fötum eins og þessi drætómaður þarna.“ Inn i vagninn kemur hár, kraftalega vaxinn maður, íklæddur bláum vinnuföt- um. Ilúfan, sem hann ber á höfði, slútir eilltið fram á ennið, og á höndum sér hef- ur liann gulleita vinnuvettlinga. Fremst í vagninum er eitt sæti, sem hann sezt i án tafar. Á hæla hans kemur kona með fangið fullt af pinklum. Maðurinn i bláu fötun- Er það hann afi þinn, ha? um lítur í kringum sig, eins og hann vildi segja: „Ég er nú búinn að kaupa þetta sæti fyrir tvær krónur og tíu aura (með söluskatti). Ég er ekkert skyldugri að standa upp en þið,“ -— og situr sem fastast. Eg heyri, að nokkrir hafa veitt þessari konu eftir- tekt, þvi að fyrir framan mig heyri ég mann hafa orð á því, að hann standi nú aldrei upp fyrir fólki, nema það haldi sér með báðum höndum — og nái ekki niður á gólfið. Ungur maður kemur inn í þessu og vindur sér að öldruðum manni, sem hefur tyllt sér fremst í tveggja manna sæti. „Er það hann afi þinn, sein situr þarna fyrir ofan þig?“ segir ungi maðurinn. Það umlar ó- Framhald á bls. 34. vikan 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.