Vikan


Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 30
I dansinn með Mo rgnn Þar sem dansinn dunar og gleðin ríkir — er Morg«n Morgoo er kjördrykkur Dulfrance IHSTANT súpur Dulfrance súpurnar eru ljúffengustu og beztu súpukaupin. — eru ódýrustu súpur sem fáanlegar eru. __ eru þægilegar í ferðalögum. __ eru þægilegar í notkun, og kosta litla fyrirhöfn. ^ Vandlátir neytendur kaupa því Dulfrance súpur. Fæst í flestum matvöruverzlunum. * Verð kr. 8,90. UMBOÐSMAÐUR i n s t a n t chicken soup/ DULFRANCE I Grasekkjumaðurinn. Framhald af bls. 9. þar innan húss, og þau fá fljótlega borð hjá einum þjóninum. „Asna?“ „Já, tvo asna, tvöfalda, vinur.“ — Bergur brosir til Kristínar og dregur augaíS í pung. „Við erum nefnilega að halda upp á daginn, gömul skólasystkin, skilurðu.“ Þessu beinir hann til þjónsins, og auðvitað skilur þjónninn allt, og fljótlega eru þau farin að dreypa á asnanum. Skvaldrið i fólkinu i kringum þau er eins og suða í fljóti fyrir eyrunum á henni, en hún kann vel viS sig þarna inni. Þau rifja upp ýmislegt frá skóladögunum, Bergur kann frá mörgu fyndnu aS segja, og þau skemmta sér konunglega. Strax eftir fyrsta glasið finnur hún ylinn frá vininu seitla um sig alla, og það liðkast úm málbeinið á henni. KvöldiS líður svo ótrúlega fljótt. Henni finnst langt siðan hún var svona frjáls og óþvinguð. Bergur dansar mjög vel og ber sig svo karl- mannlega. „Síðasti dans, ljúfan.“ Hvíslandi rödd hans setur blóð hennar á „stím“. Hún finnur öran andardrátt^ hans við hálsinn, og það æsir upp hjá_» henni óþekktar kenndir gagnvar honum. Til að ná valdi yfir tilfinn-j ingunum reynir hún að telja sé trú um, að það sé aðeins vínið, sem stígi henni til höfuðs. En þegar Bergur spyr: „Hvað segirðu um að fá einn gráan heima hjá mér, áður en við rennum heim?“ — þá eru skoð- anir hennar eins og á reiki, svo að hún leyfir honum að ráða. „Þú verður að fyrirgefa allt drasl- ið, við erum ekki eins tiltektarsam- ir karlmennirnir og látum það held- ur róa en alltaf að vera að þurrka af og taka til eftir okkur, þegar maður er grasekkjumaður.“ Bergur hlær og tekur saman skyrtur og föt af stólunum. „Fáðu þér sæti, Stina min, ég blanda i glösin. Hvað má bjóða þér? Skota?“ „Já, endilega. Skoti er það bezta.“ „Bergur.“ »Já.“ „Hann er orðinn svo latur og kaldur við mig upp á síðkastið.“ Hver^“ ’.’Karl, auðvitað.“ „Já, Kalli greyið. Hann er á kafi i bissniss. Hann má ekkert vera að þvi að hugsa um neitt annað. Hann er ekki eins og ég. Ég læt hverjum degi nægja sina þjáningu. Ha-ha.“ Bergur kemur með glösin og stanzar framan við sófann. — „Finnst þér ekki heitt hérna?“ „Jú, ég er alveg að stikna.“ „Á ég ekki að opna glugga?“ „Jú, endilega.“ Um leið og hann setur glösin frá sér til að opna gluggann, snertir hann óvart öxlina á henni. í stað þess að draga að sér höndina aftur rennir hann henni upp hálsinn og ^bak við eyrað og gælir við hnakka- hárin. „Bergur,“ — rödd hennar er hás og hún þeklcir hana varla. Hún grípur um hönd honum til þess að losa hana af öxlinni, en um leiö og hún snertir hana, finnur hún ólýsanlegt magnleysi í hnjánum. — „Ekki, Bergur, ekki.“ Kossar hans 30 VltíAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.