Vikan


Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 24.08.1961, Blaðsíða 39
Snyrtilegt útlit húsa og mannvirkja eykur virðingu samborgaranna. Lát- ið mála utanhúss í sumar, málarinn hefur reynslu og kunnáttu. MÁLARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR ég yður — sem bæjarstjóra — eístan á listann. — Það held ég væri óhyggilegt, svaraði veitingamaðurinn. Það er óð- alseigandinn hérna, herra Gronau, sem nýtur hér mestrar virðingar og fer hvarvetna fyrstur ... IN unga dóttir óðalseigandans, Eva von Gronau, sat i eineyk- iskerru úti fyrir höllinni, en gamli herbergisþjónninn hélt í taum- ana á hestinum. — Viljið þér ekki leyfa mér að aka? spurði hann með áhyggjusvip. — Hvi þá þaö? spurði ungfrúin og hló við. Ætli ég ráði ekki við hana Isabellu, eins og ég er vön. — Jú, en hún hefur staöið við stall í þrjá daga, og það leynir sér ekki, að hún er í æstu skapi. — Hafið ekki neinar áhyggjur aí okkur, svaraði unga stúlkan og ók út um hliðið. Óðalseigandinn, faðir hennar, stóð á dyraþrepunum ásamt hinum aldna lækni þorpsbúa og horfði á eftir henni. — Ég þoli það ekki lengur að horfa á hana svona og fá ekkert að gert, sagði hann. Fyrirgefið, læknir minn, ég veit, að þér hafið gert allt það, sem í yðar valdi stendur. Það er ekki það. Gamli læknirinn hristi höfuðið. — Ég veit það bezt sjálfur, hve kimnátta min er takmörkuð, svaraði hann stillilega. — Ég man ekki, hvort ég hef sagt yöur frá því, að ég hef beðið Krasenský prófessor frá Vínarborg að koma hingað, mælti von Gronau. Mér finnst ég ekki geta afsakað það fyrir sjálfum mér að reyna ekki allt, sem unnt er. Ég man, hvernig fór með konuna mína. — Þegar um lömun er að ræða, von Gronau, mælti gamli læknirinn stillilega, varðar mestu að hafa þol- inmæði. Og þar að aulci er Krasenský skurðlæknir ... Óðalseigandinn knýtti hnefana. — Þolinmæði .. . hef ég kannski ekki haft Þolinmæði i fulla sjö mán- uði? Nuddið og böðin hafa ekki borið neinn árangur. Nú verður skurðlækn- irinn að taka við. — Það gerir enginn kraftaverk með hnífnum, maldaði gamli læknirinn í móinn. — Krasenský prófessor er víðfræg- ur læknir, mælti óðalseigandinn stutt- ur í spuna og kvaddi gamla mann- inn. RÚ Úbel var i óða önn að bera vörur út í eineykisvagninn. — Og hérna koma þrúgurnar, ung- frú Eva, sagði hún að lokum. Ég hef skrifað þetta allt hjá mér. — Þakka yður fyrir. Fyrst I stað ók E?va von Gronau hægt og gætilega eftir krókóttri göt- unni um þorpið. En brátt undi hún illa hægaganginum, henni varð það á að sveifla keyrinu, og Isabella tók sprettinn. Eva reyndi árangurslaust að láta hana hægja ferðina. Lítil telpa kom hlaupandi út um opnar dyr og hélt út á götuna án þess að ugga að sér. Ungfrú Eva þreif í taumana af öllu afli og kallaði um leið viðvörunarorð til telpunnar, en hvorugt bar tilætlaðan árangur. Telp- an kom þó aftur undan vagninum, en féll niður í götuna, þegar hún hafði reikað nokkur spor. Móðir hennar kom hlaupandi út í dauðans ofboði, og ungi presturinn, séra Hartwig, á hæla henni. Presturinn laut niður og tók telpuna í fang sér. — Gréta, kveinaði móðirin. Svo vatt hún sér að EVu, sém sat í eineykis- kerrunni utan við sig af hryggð og ■ótta. — Það er óverjandi að aka svo hratt um þrönga götu, mælti ungi presturinn ströngum rómi. Og hvers vegna sitjið þér þarna hreyfingar- laus og hafizt ekki að? Þegar þér hafið ekið yfir barn, má ekki minna vera en þér réttið hjálparhönd ... — Gréta er dáin, kveinaði móðirin. En presturinn hafði þegar komizt að raun um, að telpan hafði, sem betur fór, lítið meitt sig. Hann rétti móður- inni hana, bað hana að stilla sig og bera telpuna inn og koma henni í rúmið. Svo sneri hann sér enn að ungfrú Evu. — Þér hafið ekki enn svarað spurn- ingu minni, mælti hann ströngum rómi. E?va varð dreyrrauð í andliti. — Ég ... ég gat ekki ... mælti hún. En svo þagnaði hún við, sveiflaði keyrinu og ók af stað. Presturinn ungi horfði á eftir henni og hristi höfuðið. -A Læknirinn segir. Framhald af bls. 11. að rauðu blóðkornin lifa ekki nógu lengi. Yfirleitt á þetta rætur sínar að rekja til einhvers meins í mergn- um. Getur þetta stafað af bakteríu- c-itrun eða skorti á þeim efnum, sem nauðsynleg eru lil nýmyndunar. Einnig geta skæðir sjúkdómar, svo sem krabbamein, orðið til þess, að fiskvinnslustöðvar - útvegfsmenn - bíla- verkstæði - smiðjur - trésmiðir - bændur - húseigendur - verksmiðjur. nfbrngds tnekt P1 Að mála oft er að viðhalda verðmæti eigna sinna. Það er ódýrt að mála með íj hinni nýju og ódýru málningarsprautu SPRAYIT sem skilar fullkominni vinnu >>, á örskömmum tíma, sparar tíma sparar peninga. ? Söluumboð: Málarabúðn, Yesturgötu 21. Sími 18037. ro ■ ' . ‘ ■ '■. 1 FRHSRIK JORGEIMSEN framleiðslan verður hvergi nægileg. Sjúk blóðkorn . . . Oft virðist framleiðsla blóðkorn- ann'a vel nægileg, en þrótt fyrir það þjáist maðurinn af sífelldum blóð- skorti. Þetta stafar oft af þvi, að blóðkornin lifa ekki nægilega lengi. Þetta hefur oft í för með sér gulu, vegna þess að líkaminn getur ekki frainleitt nægilegt nfagn af blóðlit- unarefni. Orsök þessa getur stundum verið eitrun, til dæmis blýeitrun, eða þá sýking af völdum bakteríu. Blóðskortur getur sem sagt átt sér alls kyns orsakir. Oft getur læknum veitzt erfitt að ráða bót á óeðlilegum blóðskorti, en læknavisindin vinna stöðugt að þvi að ráða bót á þessu sem öðru, og síðustu ár hefur blóð- rannsóknum fleygt fram. — Við lásum um þetta í bók, sem heitir „Gerðu það sjálfur“. yiKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.