Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 3
/ næsfa blaði verður m.a.: * Harmleikur á Heljarslóð. Sagt frá Norðurpólsleiðangri, sem fékk heldur ömurleg endalok. * Kysstu mig. Smásaga eftir ungan höfund, Ingimar Erlend Sigurðsson. Sagan er úr bók eftir Ingimar, sem mun koma út í haust. * Verðlaunakeppnin: Annar hluti keppninnar endar. Verðlaun: Transistor-útvarpstæki. * Presturinn og lamaða stúlkan, þriðji hluti kvikinyndasögunnar. * Hús og húsbúnaður: Ný efni, ný form. * Snillingur að verki. Sakamálasaga. * Er menning veikleikamerki. Grein eftir dr. Matthías Jónasson. * Biðtími. Smásaga eftir Lillian Björan. * Vikan og tæknin, Hjónakornin, í fullri alvöru, fólk á förnum vegi, æskian og lífið, framhaldssagan, pósturinn og aðrir fastir þættir eins og venjulega. ÁN ORÐA. . . . Kæra Vika, Viltu koma á framfæri fyrir mig umkvörtun til blaðamanna á ís- landi. Ég skrifa þér, vegna þess að þú hefur næstum hreinan skjöld hvaS þetta snertir. 1 flesrtum dag- og vikublöðum birtast myndabrandar- ar, og sumir þeirra þurfa auðvitað oft skýringar við. En oft er það svo, að brandarasmiííurinn hefur álls ekki ætlazt til þess að neitt standi undir brandaranum — hann skýrir sig sjálfur. En einhvern veginn finna þeir, sem setja siika brand- ara á prent, til knýjandi þarfar til þess að skýra þá nánar. Eru það þá glósur, eins og: ,^Það fór illa fyrir eiginmanninum,“ eða „Æ, æ, skelfileg vandræði" eða eitthvað á- móta fábjánalegt. Svona nokkuð er bara móðgun við íslenzkan húmor- sans. Takk fyrir, Brandarakarl i Hafnarfirði. Takk, sömuleiðis. Bréfið segir einmitt það, sem okkur hefur lengi langað til að segja. Iværi Póstur. Við sitjum hérna þrjár vinkonur og erum að tala um mál, sem lik- lega myndi teljast feimnismál. En okkur langar til þess að spyrja um álit þitt í fullri einlægni, og þú ræður, hvort þú birtir bréfið. Við erum allar lofaðar, stöllurnar, og eigum, höldum við, ágætustu mannsefni. Samkomulagið er fyrir- lak, og ekki yfir neinu að kvarta. En áðan varð okkur vinkonunum sundurorða. Við vorum að tala um það, hvort hjónaefni ættu að hafa holdleg samskipti fyrir hjónabandið. Ein okkar segir, að það sé gamal- dags og tíðkist bókstaflega ekki lengur að sjá eiginmanninn sinn ekki i fullri nekt fyrr en á brúð- kaupsnóttina. (Þú fyrirgefur orða- lagið, en hvernig á öðruvísi að orða þetta?) Erum við hinar virkilega svona gamaldags? Ég vona, að þú gefir okkur eitthvert svar, og það fyrr en síðar, þvi að ekki verðum við trúlofaðar fram í ellina. Með kærri kveðju, Dúlla, Púlla og Stúlla. Þetta er sannarlega, eins og þið segið, feimnismál, og þori ég naumast að taka nokkra endan- lega afstöðu til þessa. Sérfræð- ingar í þessum málum eru engan veginn sammála í þessu efni, og vissulega er það rétt, að frjálslyndið er meira en í gamla daga, ef trúa má skýrslum. f- haldssamir sérfræðingar eru fyllilega sammála ömmu gömlu og segja, að kynmök séu ekki ráðleff fyrr en í hjónabandinu og ella á allan hátt ósæmileg. Þetta gefi auk þess hjónabandinu aukið gildi. Aðrir halda því hins- vegar fram, að karl og kona eigi stundum. engan. veginn. saman kynferðislqga, og sé það full- seint að komast að því í hjóna- bandinu, og fari mörg hjóna'- böndin út um þúfur af þeim sök- um. Vafalaust hafa báðir eitthvað til síns máls, og ekki treystir Pósturinn sér til að taka neina afstöðu í þessu máli. Þið verðið að vega þetta og meta sjálfar. Hvernig væri annars að bera þetta undir ömmu gömlu? ÚTVARPSLEIKRIT. . . þíns að bitna talsvert á þér. Segðu honum eins og er. Ef hon- um þykir jafnvænt um þig og þú segir, ætti það ekki að verða til þess að særa hann eða móðga. Menn, sem ganga illa til fara og hirða lítið um útlit sitt, gera sér almennt ekki grein fyrir því — orð þín gætu því orðið til þess að opna augu hans. Vikuunnandi i Dalnum skrifar: . . . Vika mín. — Er ekki hægt að fá spennandi útvarpsleikrit á fimmtudögum, eins og venja var í vetur? Ég elska leikrit, sérstaklega spennandi, vel leikin útvarpsleikrit. Getur þú ekki, góða Vika, komið þessu á framfæri og hjálpað til, þvi eflaust eru fleiri en ég, sem vilja siikt góðhnoss. Þessu er hér með komið á framfæri. Hinsvegar held ég, að erfitt sé að fá góða leikara í út- varpsleikrit yfir sumartímann. Þeir eru flestir á randi um land- ið. Úr því að úrvalið er svona lítið, er betra að bíða til næsta vetrar, því að ekkert er eins kveljandi á að hlusta og gott leikrit í höndum viðvaninga. SÓÐASKAPUR. , . Iværi Póstur. Ég þakka þér, Vika mín, fyrir margar góðar stundir, sem þú hefur veitt mér síðustu ár. Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég vona samt, að ég fái áheyrn. Vandamál mitt er þetta: kærastinn minn er svo ó- þriflegur, að mér finnst oft nóg um. Hann hirðir svo litið um útlit sitt, að ég skammast min stundum fyrir að vera með honum. Þetta er indæll strákur, og ég veit, að honum þykir jafnvænt um mig og mér um hann. En jafnvel þegar við förum út að skemmta okkur, þá er hann svo ægilega illa til hafður, að mér finnst allir horfa á hann — og þá mig. Hvernig get ég vanið hann af þessum ósið? Það er ekki vegna þess, að hann eigi ekki peninga fyrir sæmi- legum fötum, því að hann er i ágætri stöðu. Það er hægt að vera þokka- legur til fara, þótt fötin séu ekki glæný og fin. Geturðu ekki, Vika min, ráðlagt mér eitthvað, til þess að bæta úr þessu? Með fyrirfram þökk. . Ein áhyggjufull. Þú skalt einfaldlega benda hon- um á þennan galla í fari hans. Eins og þú segir, þarf alls ekki mikil efni, til þess að ganga þokkalega til fara. Og auðvitað hlýtur þessi sóðaskpur kærastans TRÚLOFUÐ FERMINGARBÖRN Kæra Vika. Mig langar til þess að spyrja þis um dálítið, sem ég er búin að ríf ast mikið um við mömmu mína. Ég er 14 ára. í vetur og sumar hef ég alltaf verið með sama stráknum, en hann er núna 15 ára. Ég elska þennan strák, og hann hefur verið agalega góður við mig, og ég veit, að hann er ekki neitt með öðrum stelpum, og ég veit að hann elskar mig. Úr þvl að við erum búin að vera saman svona lengi, þá finnst okkur að við ættum að trúlofast og setja upp hringa. En mamma segir, að við séum allt of ung. Finnst þér ekki mamma vera dálítið gamal- dags? Þetta er núna allt öðruvísi en þegar hún var ung. Unga fólkið er miklu þroskaðra núna en í gamla daga. Strákurinn, sem ég er með, vill endilega setja upp hringa, og pabbi hans segir ekkert við þvi og mamma hans er dáin. Viltu nú, kæra Vika min, segja mér hvað þér finnst um þetta. Finnst þér ekki sjálfsagt, að við setjum upp hringa? Hvernig er skriftin? X—9. Nei, mér finnst það síður en svo sjálfsagt, vina mín. Þótt hún móðir þín kunni að vera gamal- dags og tímarnir séu breyttir, þá er samt sannleikurinn sá, að þú ert allt of ung, til þess að taka svo veigamikla ákvörðun. Þú átt eftir að þroskast mjög og breyt- ast á næstu árum.Þú gerir þér vafalaust ekki grein fyrir þeirri ábyrgð, sem því fylgir að setja upp hring. Þið skuluð þessvefima bíða með það að kaupa hringana, enda ættu hringarnir ojcki að breyta neinu um vináttu ykkar. Þið giftið ykkur hvort eð er ekki í bráð, og oft geta langar trúlof- anir orðið dálítið varasamar. Þið skuluð þessvegna halda áfram að „vera saman“ eins og ekkert hafi í skorizt — og láta hring- ana bíða. Skriftin er þokkaleg, en staf- setningin siður en svo til fyrir- myndar. Við verðum að horfast í augu við það, að við getum ekki flutt. vikaN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.