Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 31
skemmta sér, til dæmis i Lidó, á Röðul og i Klúbbinn. Það var gengið á Lögberg eftir skyrið, og ensk kelling á sjötugs- aldri sagði, þegar hún leit Al- mannagjá: „Þetta er gert af manna- höndum eða hvað?“ — Onei, það er náttúran, sem hefur verið að burðast við þetta. — Oh, really, sagði kellingin og fannst sýnilega minna til um Þing- velli á eftir. Þá var orðið mjög kvöldsett. Á leiðinni út yfir tuðrurnar hjá Kárastöðum og Stardal átti Gunn- laugur enn eitthvað eftir um menn- ingu þessarar einstöku þjóðar. Kennslukonurnar frá Ástralíu voru farnar að láta sér detta í hug atvinnu á íslandi. Þær ætluðu annars til Kanada og vinna þar í eitt ár, áður en þær héldu heim- leiðis. Það væri kannski ekkert verra að vera á íslandi, þegar öllu væri á botninn hvolft. Þær gætu kannski orðið einkaritarar, en ekki neina eftirvinnu, þær væru ekki neitt svoleiðis. Svo var numið staðar við Gljúfrastein, og vinnukonan þakk- aði samfylgdir á ensku og islenzku. — Hérna er það, sem Nóbels- skáldið okkar býr, sagði ég við Pólverjann. — Ójá, og hvað heitir hann með leyfi? — Laxness, fullu nafni Halldór Kiljan Laxness. — Já, rétt, er það gæinn, sem skrifaði Sjálfstætt fólk? — Jú, mikið rétt, það er sami gæinn. Hefurðu lesið bókina? — Já, sagði Pólverjinn, — ég las hana á ensku. Sundin voru mjög falleg þetta kvöld, þegar við ókum í bæinn. Þeir voru hættir að veiða í Elliða- ánum, en aftur á móti liflegt á rúntinum. — Þetta er fólkið, sem vinnur i fiskinum, sagði sá pólski. Hann skildi vist ekki enn, hvernig fólk fer að því að lifa i þessu landi. Það var endað á Gimli, og allir skildu sáttir og glaðir. GS VEGURINN TIL BAKA Framh. af bls. 7. brúðuhús, sem er eign lítillar, heimskrar stúlku, sem vill leika sér í þvi allan daginn og ekki leyfa neinum öðrum að njóta þess. Fyrir mörgum vikum stakk ég upp á því að bjóða nokkrum gömlum kunn- ingjum, sem hafa aldrei heimsótt okkur, en þú afsagðir það. — Ég sagði, að við gætum gert það seinna. — Og þetta „seinna“ virðist vera alveg úl i bláinn. En ég veit, hvernig þessu er liáttað. Það, sem þú óttast, er, að fólk sáldri ösku á gólftenpin og selji fingraför á gljáandi húsgögnin. — Don! — Mér þykir fyrir þessu, Inez, en ég hef lengi ætlað að segja þér þétta. Þessi lilbeiðsla þín á íbúð- inni gengur svo úr hófi fram, að þú glcymir öllu öðru. — Þú ert þó ekki að gefa í skyn, að mér þyki ekki vænt um þig lengur? — Það getur verið að þú elskir mig enn þa, en ef til vill er það eingöngu yegna þess að ég er með- eigandi b'rúðúhússins. Augu hennar skutu gneistum. NY OREOL 30 °/o MEIRA LJÓS Nýja Oreol Ijósaperan er fyllt meö Krypton og gefur þvi um 30% meira Ijósmagn út en eldri geröir af Ijósaperum. Þrátt fyrir hiö stóraukna Ijósmagn nota hinar nýju Oreol Krypton sama straum 'og eldri geröir. Oreol Krypton eru einnig meö nýju lagi og taka minna pláss, þœr komast því í flestar geröir af lömpum. Heildsölubirgðir MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 — Sími 17373. — Það ert þú sjálfur, sem hefur breytzt. Maðurinn, sem ég giftist, hefði aldrei talað við mig í þess- um tón. — Annars hugar fór hún að sýsla við uppþvottinn. Hann sneri sér undan. — Það er ekki til neins að ræða þetta, meira að segja á slíkum augnablikum getur þú ekki látið húsverkin eiga sig. — Það er bezt fyrir mig að fara að vinna í garð- inum, þá kemst ég ef til vill í betra skap, hugsaði hann En þá mundi hann eftir þvi, að garð- klippurnar voru lijá sliparanum. Ilann var kominn um það bil hálfa leið til miðbæjarins, þegar bill nam staðar við lilið hans og kall- að var glaðlegri .öddu: — Þú ert einmitt maðurinn, sem ég þarf að tala við. Fáðu þér sæti. — Hvað er nú á seyði? sagði hann hlæjandi. Valerie Watts hafði fjörleg, brún augu, dökkt, hrokkið hár og var álíka röggsamleg og tápmikil og faðir liennar. — Ég hef svo mikið að gera að ég sé ekki fram úr þvi, og þú get- ur ekki verið þekktur fyrir að bregðast mér, þegar svona er á- statt. Hann settist við hlið hennar i framsætið. -— Ég er allur af vilja gerður. Hvað er númer eitt á list- anum? — Skrifarabústaðurinn, þangað á ég að sækja heilmikið af marg- litum luktum. — Að þvi loknu fóru þau til prestssetursins, þar sem þau fengu lánaðaii striga, keyptu teikni- bólur og límband hjá pappirssal- anum og blöðrur i leikfangabúð- inni. Svo hringdu þau til að grennsl- ast eftir þvi, hvort hátalaraumbún- aðurinn væri ekki á leiðinni, seldu fólki, sem beið á strætisvagnabið- stöðinni, happdrættismiða og af- lientu dreng, sem átti að taka þátt i skrúðgöngunni, Hróa-hattarbún- ing. Þegar þessu öllu var lokið, héldu þau til iþróttasvæðisins. Á leiðinni tóku þau Elaine, sem var hlaðin pökkum, upp í bílinn. — Þetta er meiri ofsahitinn, stundi hún. Ég ætla að veita mági minum þá ánægju að kaupa stærsta isinn, sem hægt er að fá, handa aumum. útslitnum vinnuþræl. Valerie hló. — Sagðir þú út- slitinn? Við, sem erum varla byrj- uð á því, sem við þurfum að gera, og það á lika við um þig, Don. — Þú skalt ekki búast við mér. Ég skal kaupa is lianda ykkur og koma öllu dótinu, sem er í bilnum, á sinn stað, en svo verð ég að fara. Valerie leit striðnislega á hann. — Jæja, en þú verður að lofa þvi upp á æru og trú að koma aftur í siðasta lagi klukkan hálftvö. — Ég kem alls ekki aftur, svar- aði hann. En hann varaði sig ekki á Watts og hinum ötuhi hjálparsvein- um hans. Áður en Don yfirgaf íþróttasvæðið, hafði hann tekið að sér r.lls konar smásnatt og vissi varla, á liverju hann ætti að byrja. Hið eina, sem hann vissi, var, að honum yrði engrar undankomu auðið. Á heimleiðinni þjáðist hann af samvizkubiti. Framkoma hans gagnvart Inez um morguninn hafði verið óafsakanleg, og nú hafði hann verið að lieiman svo lengi, og hún hafði sennilega legið grát- Framhald á næstu blaðsiöu. VIIUM 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.