Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 14
H/óimbornio Lnstaðu — Jónína... — Já. — Þú hefur látið hann i isskápinn .. ? — Hvern? — Laxinn____ — Já. — Og þú ert viss um, að það sé frost á honum? — Já, auSvitaS. HeldurSu kannski aS þaS færi betur um hann, ef ég léti undir hann svæfil... litla, rósótta dúnsvæfilinn til dæmis? Andartaksþögn. — Jónína ... — Já. — Ég kann ekki viS þetta ... — ÞaS er ekki nýtt. — Nei, ég kann ekki viS þetta. Ég veiöi lax i fyrsta skipti, sem ég renni, hugsaöu þér þaS! Bara þaS eitt kvaS vera einsdæmi, þaS sögSu þeir, sem meS mér voru, . . . þaulvanir laxveiSi- menn, sem vita, hvað þdr syngja. Og ekki nóg með það, heldur kem ég lionum á land, einn og hjálparlaust, — tíu punda laxi... Þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sina. — Það hefur þá líklega verið eindæmi númer tvö ... — Ekki liklega, ... það er líka einsdæmi. Og hvað heldúrðu, að þeir hafi sagt? „Ja, konan þín, sú verður stolt af þér, lagsmaS- ur ...“ Þetta sögðu þeir! —- Svo að þeim getur þá skjátlazt. — Jónína ... ég ... — . .. kann ekki við þetta. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? Ég skil það að visu, að þið, sem aldrei hafið eiginlega séð fisk nema á fati, séuð montnir af að draga svona titti. En þú verður hara að taka það með i reikninginn, Jón minn góður, að ég er borin og barnfædd í helztu verstöð lands- ins. Þú hefðir átt að sjá þá, golþorskana, sem hann pabbi kom með, — fullan bát, — ei laxinn hvaS eftir annað meira að segja. — Það voru nú fiskar í lagi... — Jónína, að þú skulir halda, að slikt sé sambærilegt, ekki ógreindari manneskja. ÞaS getur hver, sem er, veitt þorsk, skilurðu... Annars væri, jú, þorskurinn ekki kallaður þorskur____Það er bara vinna, skilurðu. En laxveiðin ... það er íþrótt ... vísindagrein. Tæknin, sko, .... margra ára nám, sem lærist aldrei til fulls, nema menn hafi alveg sér- staka, meðfædda hæfileika. Þú virSist alls ekki geta gert þér í hugarlund, hvílíkt afrek það er að draga tiu punda lax í land í fyrsta skipti, sem maður rennir... En þeir, -— þeir höfðu vit á því! Og þeir stóðu bara og göptu. Síminn hringir, og Jónína bregSur sér fram og svarar. — Hver var það, Jónína .. ? — Afgreiðslumaðurinn hjá Tómasi... — Hvað . . . — Þú gleymdir veskinu þinu á búðarborð- inu þegar þú keyptir laxinn ... ★ Hús og húsbúnaður Að íslenzka útlendan stíl — Sagt var að efnaður bóndi í Borgar- firði hefði reist þriggja hæða hús á jörð sinni, vegna þess að kona hans vildi eiga hátt hús eins og þau voru byggð í Reykjavik. Hún skildi ekki mun- inn á að byggja á dýrri lóð í bæ og í sveit, þar sem land undir eitt hús skiptir ekki máli. Reyndar voru þeir fleiri en þessi eini bóndi, sem byggðu upp í loftið á þessum árum og allt til þessa. Menn voru nýkomnir út úr lág- reistum moldarkofum, sem kölluðu fram algera andstæðu sína, eins konar turn- líkingar, sem standa enn í dag eins og illa gerðir hlutir í íslenzku landslagi. Það var talað um reisulega bæi, og mönnum fannst, að nýju húsin yrSu lika að vera reisuleg. Útkoman varð sú, að þrátt fyrir hæðina skorti þau reisn- ina, sem gömlu bæirnir höfðu. Á síðustu árum hefur komið fram nýr still, sem sóttur hefur veriS i erlendar fyrirmyndir. Er það út af fyrir sig eðlilegur hlutur, þar sem byggingarlistin er mjög alþjóðleg og við erum orðiS mitt í hringiðunni. Þessi stíll er að nokkru orðinn til vegna nútimakenninga um hreinar línur, hagkvæmni í staS prjáls svo og nýrra byggingarefna. Þökin eru höfð flöt eða allt að þvi og ris- ibúðum sleppt, þar sem þær nýtast illa. Framhliðar þessara húsa eru oft að talsverðu leyti úr rderi, en annars fer það eftir aðstæðum. Danska einbýlis- VIKAN 00 tseknin Rflnnsóbir á suðursbutslflnd- inu Hrndbrcf í orðsins fyllsto skilDÍDgi^ Twbifréttir Suðurskautslandið er mesti jökulbálkur, sem fyrirfinnst á jörðinni. Þar eru um 90% af saman- lögðu ísmagni jarðar, og þaS er ,Breiðgata“ á suðurheimskautslandinu, sem síðar sekkur í kaf. ekki svo lítiö, þegar athuguð er stærð Grænlandsjökuls og hafíss- þakanna á Norðurheimsskautinu á landahréfi eða hnattlíkani. Áður fyrr var jökull þessi illur yfir- ferðar, enda veðravíti mesta, og fjöldi hraustra og harðskeyttra landkönnuða varS að snúa aftur eða lét lífið í kapphiaupinu um að komast fyrstur á Suðurheim- skautið, unz Roald Amundsen hinn norski og garpar hans „komu þar fyrstir í mark“. Nú hefur öll ferðatækni tekið slikum stökkbreyt- ingum, að könnunarleiðangrarnir ferðast um heimskautslandiS þvert og endilangt, samkvæmt áætlun að kalla má, og fjöldi vísindamanna f ýmsu þjóðerni liefur þar að- setur i föstum rannsóknarstöðvum allan ársins hring. Það hefur komið í ljós, að iandflæmi þetta — eða öllu heldur jökulflæmi — lumar á fleiri leynd- ardómum en nokkurn grunaði í fyrstu, og telja vísindamenn sumar þær gátur, sem híða þar óleystar, munu reynast ærið viðfangsefni á næstunni. ( Bandaríkjamenn hafa komið sér upp mikium rannsóknarstöðvum suour l>ar, meðal annars á Marie Byrds landi, sem mun vera cinhver fullkomnasta rannsóknarstöð á heimskautsslóðum. Styðjast Banda- ríkjamenn þar mjög við reynslu sína af slíkum stöðvum á Græn- landsjökli. Til dæmis eru allar hyggingar stöðvarinnar grafnar niður í sjálfan jökulinn þar syðra eins og á Grænlandsjökli. Fyrst eru grafnar geysimiklar geilar nið- ur í ísinn og notaðar til þess stór- virkar ísruðningsvélar, en aS því 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.