Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 11
átti hann að gera? Fyrst datt honum i hug að hringja til lögreglunnar, en hann skorti kjark til þess, þar sem hann var öllum ókunnugur og átti enga vini á þess- um slóðum. Hann hafði enga hugmynd um, hvernig lögreglan mundi bregðast við þessu. Að áliti hans sjálfs var maður- inn óður uppivöðsluseggur, og hann hafði ekki gert annað en verja hendur sínar. En hann vissi ekkert, hvaða maður þetta var. Ef til viil var hann vel metinn borg- ari þrátt fyrir hið tötralega útlit, efnaður sérvitringur, eða kannski hafði vínið bara gert hann viti sinu fjær. Hann gat líka verið meinlaus fábjáni, sem fólkið í sveit- inni hélt verndarhendi sinni yfir. Og Bill hafði drepið hann. Hann hefði alls ekki þurft að slá svona fast. Fyrsta höggið hefði nægt til að jafna deiluna. Hvers vegna hafði hann slegið aftur? En hafði maðurinn ekki hagað sér eins og vitfíri- ingur og reynt að kyrkja hann? Hann braut lieilann um þetta alla nóttina. Emu sinni stóð hann upp og ætlaði að hringja til lögreglunnar, en hætti við það. Þeir mundu spyrja, livers vegna hann hefði ekki hringt strax, og halda, að hann hefði notað tímann til þess að sjóða saman ein- hverja lygasögu. Enda þótt hann keðju- reykti og velti þessu fyrir sér alla nótt- ina, vissi hann, að það var elcki nema eitt að gera. Snemma morguninn eftir gekk hann frá farangri sínum og borgaði reikn- inginn. Svo hringdi hann í leigubil, ók til strætisvagnastöðvarinnar og beið eftir tiubílnum. Allt virtist vera með kyrrum kjörum í þorpinu. Sennilega var maðurinn ófund- inn. Það var ekki mikil umferð um brúna, þegar að þvi kæmi, að líkið fyndist, var engin óstæða til að gruna hann um morð- ið. Loksins kom strætisvagninn. Hann flýtli sér inn i hann, og það var eins og fargi væri af honum létt. Þegar hann kom til New York, leið honum miklu betur, og þegar hann minntist hins óhugnanlega atburðar, hugsaði hann sem svo, að mað- urinn hefði róðizt á hann að fyrra bragv$i, og allir áttu þó rétt á því að verja hendur sínar. Hann þjáðist miklu fremur af for- vitni en samvizkubiti, og að lokum stóðsl hann ekki mátið lengur, en fór niður að blaðaturninum, sem seldi blöð utan af landi, og keypti vikublað frá Vermont. Á forsíðunni var mynd af manninum, sem hafði ráðizt á hann,, sama ofsafengna á- sjónan. Það fór hrollur um Bill. í blað- inu stóð, að maðurinn hefði fundizt dauð- ur á brúnni við Staffordveginn. Við lest- ur greinarinnar vöknuðu efasemdir hans að nýju, og þegar hann las síðustu orðin, stirðnaði hann upp af skelfingu. Lögreglan hafði handtekið atvinnulausan mann úr byggðarlaginu, Hud Gorman að nafni. Gorman liafði fundizt drukkinn morgun- inn eftir og haft úr í vasanum, sem hinn dauði hafði átt. Scott, saksóknarinn, ætl- aði að hefja réttarhöld gegn honum við fyrsta tækifæri. Bill braut blaðið saman og stakk því i vasahn. Hann þorði ekki að lesa það á heimleiðinni i neðanjarðarlestinni af ótta við, að einhver kynni að gruna hann um að vera eitthvað við málið riðinn. Það gat varla verið, að þeir dæmdu Gorman. Svo glámskyggnir gátu þeir ekki verið. Hann beið með óþreyju eftir næsta blaði. Enn þá voru fréttir um þetta á forsíðu, og nú fylgdi mynd af Hud Gorman. Þetta var meinleysislegur, gráhærður maður á miðj- um aldri, alveg eins og fólk er flest að öðru leyti en þvi, að hræðslan skein úr svip hans. Það var ekkert undarlegt, hugs- aði Bill, vesalings maðurinn var ákærður fyrir morð, sem hann hafði ekki framið. Saga Gormans var ekki veigamikil. Um- rædda nótt sagðist hann hafa setið að sumbli með ókunnugum manni, sem hann hefði aldreá séð fyrr og vissi ekld, hvað hét. (Lögreglan hafði leitað þessa nafnlausa, ókunna manns dyr- um og dyngjum, en árangurslaust, svo að það var kannski ekkert ó- eðiilegt, þó að menn væri farið að gruna, að hann væri alls ekki til.) Gorman sagðist hafa hitt manninn á torginu um kvöldið og að þeir hefðu í sameiningu drukkið úr viskiflösku, sem Gorman átti. Hann sagðist hafa íundið vasaúr August Masons. Bitl hefði getað gefið betri skyringu a þessu. Gorman hafði senniiega hrasað um Mason og slegið eign sinni á úrið. Næstu vikur voru eins og heil eiiiíð fyrir Biil. Á tveimur næstu blöðum var ekki mikið að græða. héttarhöioin voru að hefjast, og í biaðinu stóð, að þetta væri alveg vomaust fynr Gorman. — Bill var á báðum átturn. Ætti hann að fara til Vermont og segja sannleikann, eða ætti hann að biða ei'iir úrskuröi kvtðuomsiiisv irði uorman sýknaö- ur, var engin ástæöa fyrir hann að bianua ser i maiiö. En hins vegar þjaötsi iiann at samvizkubiti vegna nins aaæröa. Hann gat vel imyndað sér, hvernig honum hlyti að iíða. nann haiöi drepið einn mann, og nú gaiai nonum tæKiiæri tii að bjarga oörurn. En ef þeir tryðu honum ekm/ Eí þeir siepptu Gorman og hann yrði sjáifíur ákærður fyrir giæpinn, hver mundi þá hjálpa hon- um? Hann ákvað að bíða, þar til rettarhöidunum væri lokið. Eftir að kviðdómendur höfðu setið á rökstól- um í fjörutíu og fimm minútur, dæmdu þeir Gorman sekan. Dóms- úrskurðurinn átti að fara fram eftir fjórar vikur. í örvæntingu sinni datt Bill ráð i hug. Hann ætlaði að fara til Vermont og hjálpa Gorman, en hann ætlaði að beita brögðum til þess að komast hjá því að segja sannleikann. Scott, saksóknari byggðarlagsins, leit upp, þegar dyrnar opnuðust og einn aðstoðarmanna hans kom inn. — Það er maður hérna, sem langar til að tala við þig, Scotty, sagði hann. Hver er það? — Hann heitir Bill Hardy og er frá New York. — Hvert er erindi hans? — Hann vill ekki segja það, en hann segir, að það sé viðvíkjandi Gormansmáiinu. — Scott var að þvi korninn að segja, að það mál væri úr sögunni, en sá sig um hönd. Bill Hardy fór hjá sér, þegar hann kom inn i herbergið. Hann beið, þar til dyrnar lokuðust á eftir hin- um, síðan gekk hann að skrifborð- inu. — Þið liafið dæmt saklausan mann, sagði hann. Scott horfði rannsakandi á hann og reyndi að gera sér grein fyrir því, hvort maðurinn væri ruglaður eða hvort eitthvert mark væri tak- andi á þvi, sem hann sagði. — Hvérnig vitið þér það? spurði hann. — Ég las í blaðinu, að Hud Gor- man hefði verið dæmdur fyrir morð- ið á August Mason og hefði ekki tekizt að sanna sakleysi sitt vegna þess, að maðurinn, se.m hann sagð- ist hafa verið með umrædda nótt, fannst ekki. Ég er maðurinn. — Þeir mundu aldrei geta afsannað það. Hann varð bara að gæta þess að segja nákvæmlega hið sama og Gor- man hafði sagt, — að þeir hefðu hitzt á torginu og farið þaðan saman til að drekka viskí Gormans, að þeir hefðu verið saman alla nótUna og ekki komið í námunda við brúna. —• Hvers vegna hafið þér ekki sagt frá þessu fyrr, hr. Hardy? spurði Scott. — Það eru bara nokkrir dagar, síðan ég frétti um handtöku Gor- mans, og ég kom hingað eins fljótt og ég gat. í rauninni þekki ég Gor- man ekki neitt og hef ekki hitt hann nema í þetta eina skipti, en ég. gat ekki látið það viðgangast, að maður- inn væri dæmdur fyrir það, sem hann hafði ekki gert. Scott fór nú að grénnslast eftir því, hvort saga Bills fengi staðizt. Hann hafði verið skráður á gisti- húsinu þessa nótt, og athuganir hans í Ne~w York leiddu í Ijós, að Bill varm heiðarlegur og vel látinn maður. * Þegar Bill sá Gorman i fangelsinu, sagði hann: — Já, þetta er maður- inn, sem ég var með þessa umræddu nótt. Gorman varð himinlifandi. — Já, þetta er hann hrópaði hann. — Hafið þér sagt þeim frá þvi, að við drukkum okkur fulla og vöknuðum ekki fyrr en í dögun? Saksóknarinn var ekki alls kostar ánægður, en gat þó ekki rengt framburð Bills, og Gorman var látinn laus. Bill Hardy beið eftir honum við fang- elsisdyrnar. Biaðamenn tóku myndir af þeim, þar sem þeir tókust í hend- ur. * Saksóknarinn stóð við gluggann sinn hinum megin við götuna og horfði á. — Enn þá er tveimur spurningum ósvarað, sagði hann við aðstoðarmanninn. — Sé Gorman saklaus, hver er þá morðinginn? Og hvers vegna gerði Bill Hardy þetta fyrir hann? — Hann sá þá hverfa fyrir næsta götuhorn. — Þeir fara beint til veitingahússins, sagði hann. Það gerðu þeir líka, þvi að Gorman vildi endilega bjóða vel- gerðarmanni sínum einhverja hress- ingu. í eir settust við borð úti i horni og horfðu þogulir hvor á annan. — Þér hafið gert mér mikinn greiða, ungi maður, sagði Gorman og brosli út að eyrum. — Þakka yður kærlega fyrir. Bill leið hreint ekki vel. —: Það er ekkert að þakka, sagði hann. — Ég gerði bara skyldu mína. —. Ég var sannarlega heppinn, en ég ætla ekki að spyrja meira um þetta, þó að ég sé að springa úr for- vitni. Þér hafið sjálfsagt ekki gert þetta að ástæðulausu. — Nei, sagði Bill, — og ég vil helzt ekki tala um það meira. En það er eitt, sem ég skil ekki al- mennilega, bætti hann við. — Hvernig komuzt þér yfir úrið hans? Gorman varð flóttalegur á svip. Hann hallaði sér fram á borðið og hvíslaði: — Það get ég sagt yður. Þegar ég kom að honum, þar sem hann lá á brúnni, datt mér í hug að athuga, hvort hann bæri nokkur verðmæti á sér. Eins og þér skiljið, ætlaði ég bara að geyma það fyrir hann lil að koma í veg fyrir, að því yrði stolið. Ég gerði þetta sem sé bara af umhyggju fyrir honum. En þá vaknaði liann allt i einu og bar á mig þjófnað og hagaði sér eins og hann væri bandóður. Bill náfölnaði og starði vantrúað- ur á manninn. — Vaknaði? spurði hann. — Já, ég held nú það. Mason hef- ir alltaf verið mesti áflogahundur, og ég varð að láta hart mæta liörðu, en því miður var síðasta höggið of vel úti látið. Biil Hardy sat agndofa og náföl- ur, þegar Gorman lyfti glasi sínu og drakk honum til. jf — Petersen, landkönnuður. — Hansen, fata morgana? — Konan mín heldur, að ég sé í bíó. Ég ætla að hjálpa mömmu við að þvo upp, en svo kem ég strax, þegar ég er bú- inn að brjóta tvo — þrjá diska. — Ég ætlaði að fá varalit, KOSSEKTA. vihcaím 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.