Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 29
7 '4 ’K>tfPnai° HrúXsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Ef til vill gengur ekki allt eins'og þú helzt vildir framan af, en Þó mun þessi mótbyr verða til þess að kenna þér ærlega lexíu. Á fimmtudag mun allt breytast til batnaðar. Amor verður talsvert á ferðinni i vikunni, einkum þó á sunnudag Það hefur borið á leiðinlegum þætti í fari þínu undanfarið, og bitnar það einkum á fjölskyldunni. Heillatala 5. NautsrnerkiS (21. apr,—21. maí); Þú munt þurfa að leysa verkefni í vikunni, sem þú ræður alls ekki fram úr á eigin spýtur. Þú skalt um- fram allt leita hjálpar, enda þótt sá, sem þér hjálpar. hljóti mest hrós fyrir vinnuna að henni lokinni. Þú hagnast einnig á þessu. Eitthvert vandamál mun valda þér óþörfum áhyggjum um helgina. Tvíburamerikð (22. maí—21. júní): í þessari viku áttu von á einhverju, sem þú hefur lengi beðið eftir, en enn mun það bregðast Láttu samt ekki hugfallast, því að senn líður að þessu. Það mun verða lögð fyrir þig gildra um helgina, einkum þó ef þú tilheyrir kvenþjóðinni. Vikan er eigin- mönnum til mikilla heilla. KrabbamerkiS (22. júní—23. júli): Vikan verður í alla staði hin þægilegasta, en ekki máttu búast við neinum stórviðburðum, og þú verður að gera þér mat úr hversdagslegustu hlutum. og einmitt nú ert Þú hæfur til þess. Tvö kvöld vikunnar, laugardags- og sunnudagskvöld. skipta framtíð þina miklu Þá muntu taka veigamikla ákvörðun. LjónsmerkiS (24. júlí—23. ág): 1 þessari viku skaltu hugsa þig vendilega um, áður en Þú tekur nokkra veigamikla ákvörðun, því að þér hættir til þess að líta ekki hlutina fyllilega réttum aug- um. Heima við verður lífið þér mjög ánægjuríkt, og í sambandi við einhvern merkisatburð í fjölskyldunni, verður þér komið þægilega á óvart. MeyjarmerkiS (24. ág.—23. sept ): 1 fyrstu virð- ist vikan ekki ætla að verða síðustu vikum í neinu frábrugðin, en þegar líður á vikuna, mun koma i ljós að Þessi vika verður í hæsta máta óvenjuleg. Ekki verður fyllilega séð, hvort síð- ustu dagar vikunnar verða þér til heilla. en liklega þarftu ekki neinu að kvíða. Þú hefur ekki komið fram af einlægni VogarmerkiS (24. sept.—23. okt.): Það gerist ýmislegt óvænt i þessari viku, og þú munt njóta lífsins i ríkum mæli. Farðu samt dálítið varlega í peningamálum. Um helgina ferð bú að likind- um í furðulegt samkvæmi. Eitt þarftu að varast í því samkvæmi — það er að fara ekki síðastur — þá mun fara illa. Vikan er konum undir þritugu til mestra heiila. DrekamerkiS (24. okt.—22. nóv.).: Þú munt eiga mjög annríkt í vikunni, en þú munt einnig upp- skera ríkulega. Þú skalt samt reyna að sinna einu áhugamáli þínu og sleppa því fremur að fara út að skemmta þér. Um helgina dettur þú rækilega i lukkupottinn. Sjálfselska þín fer dálitið í taug- arnar á vinum þínum um þessar mundir. BogmaSurinn (23. nóv.—21. des.): Föstudagur- inn er sá dagur. sem skiptir þig mestu í þessari viku. Hugsaðu því vandlega fyrirfram allt það, sem þú leggur út í, ekki sízt ef það snertir á einhvern hátt vin eða vini þína. Atburður sem gerðist fyrir svo sem mánuði og Þú varst búinn að gleyma, endurtekur sig næstum nákvæmlega i þessari viku, en í þetta sinn kanntu að bregðast rétt við. GeitarmerkiS (22. des.—20. jan ): Þú ert fullur einhverrar nýjungagirni i vikunni, og verður háttarlag þitt vægast sagt undarlegt. Þetta stafar líklega af einhverju, sem olli þér vonbrigðum i síðustu viku, og koma vonbrigði þín þannig fram. Ef þú hugsar málið dálítið betur, muntu komast að þvi, að enn er hægt að bæta úr þessu. Þú mátt alls ekki gefast upp. _ VatnsberamerkiS (21. jan.:—19. feb.): Það blæs MVjB byrlega fyrir þér í þessari viku, og þú munt loks- ■p-*l ins fá leyst þetta verkefni, sem þú hefur unnið að undanfarið. Gættu tungu þinnar i náveru vina þinna. Þér hættir til þess þessa dagana að segja Það, sem þú sízt skyldir segja. Þú verður fyrir áhrifum af einhverju, sem þú heyrir eða lest. FiskamerkiS (20. feb.—20. marz): Þú hefur reynt að losna við að gera eitthvað undanfarið, en sann- leikurinn er sá, að þú kemst alls ekki hjá því að gera það, og nú skaltu hefjast handa, svo að ekki fari illa. Einhver, sem þér er næstum ókunnugur, fer að skipta sér af þínum eigin málefnum. Þú skalt reyna að flæma hann burt, en vertu þó kurteis.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.