Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 16
Nuddið léttilega með fingrunum frá miðju enni og út á gagnaugun. Nuddið gagnaugun með léttum kringhreyfingum. Frá gagnaugunum látið þið fingurna renna niður undir augun og að nefinu. Munið, að það á ekki að teygja á húðinni. Nuddið svo áfram frá nefinu og aftur út á gagnaugun. Hafið einn fingur yfir og annan undir auga- brúninni. Evo nuddið þið varlega frá gagn- : ugunum og niður að hökunni. Not- ið hringhreyfingar allan tímann og mikið krem. Frá hökunni nuddið þið upp að augunum og niður aftur. Látið hend- urnar einnig strjúka léttilega yfir hrukkuna við nasvængina. Með hendurnar á hlið nuddið þið frá nefinu og aftur að eyrunum og gagnaugunum. Munið, að einnig má klappa húðina með góðum árangri. Andlitsgrímur eru mjög hress- andi fyrir húðina, að þær séu ekki sérlega upp'- lífgandi, meðan verið er að nota I------------------------------------------------------ Húðsngrting i Sumurið hefur nú lifað sitt fegursta, og þið hafið áreiðanlega flestar spókað ykkur i Ijosum og léttum sumarkjólum, fundið svala goluna leika um bakið og handleggina, farið í baðföt og notið þess að láta sólargeislana verma húðina, þangað til hún verður brún og falleg. Já, margar ykkar geta játað þessu, en aðrar hafa aðra sögu að segja. Sólin er mjög miskunnarlaus. Og þá hafa ýmsar húð sina i huga, sem undir þessum kringumstæðum verður miðpunkturinn. Annað hvort er hún allt of föl eða þá brennd og flögnuð. Nú vita allar konur, að leyna má mörgum göllum húðarinnar með hinum og þessum efnum. Það er hægt að fela fölva húð með því að bera á sig iitað vatn, sem ekki berst í fötin, og einnig má fá meðul sem milda sólbruna og koma í veg fyrir flögnun. En um þetta verður talað seinna . Nú ætlum við fyrst og fremst að tala um daglega hirðingu húðarinn- ar, þetta ytra hýði okkar, sem er útliti okkar og vellíðan svo mikilvægt. Það er staðreynd, að raunveruleg fegurð kemur innan frá. Og það er hárrétt, að mataræðið skiptir mestu um fegurð húðarinnar. Allar fegurðar- og snyrtivörur i heiminum geta ekki hjálpað, ef maður lifir ekki hollu heilbrigðu lífi. Þess vegna verður fyrsta ráðleggingin að vera sú að verða sér úti um nóg af vítaminum, nægan svefn og eins mikið af fersku lofti og unnt er. Ef þið eruð lieilbrigðar og friskar, hafið þið þegar grundvöllinn að þeirri fegurð, sem þið óskið ykkur, og svo er liægt með hjálp fegurðar- lyfja að setja kórónuna á verkið. Og þá er bezt að taka strax fram, að það er dagleg liirðing húðar- innar, sem ber beztan árangur. Það hefur litil áhrif að taka húðina i gegn einstöku sinnum. Hver kona verður að eyða nokkrum mínútum daglega í útlit sitt. Það eykur persónuleika hennar og sjálfstraust, þegar hún sér, hvað árangurinn verður góður. Með daglegri hirðingu húðarinnar haldið þið liúðinni hreinni og komið í veg fyrir, að hrukkur myndist, fyrr en ólijákvæmilegt er. Nú er þetta auðvitað allt undir því komið, hve mikla löngun og mikinn tima hver kvenmaður hefur til að eyða í útlit sitt, en við ætlum að taka til athugunar alla möguleika, sem kona hefur til að gera sig fallegri. Svo verður hver einstök að gera upp við sjálfa sig, hve hún leggur sig mikið fram. Dálitil umhugsun er betri en engin. Hið fullkomnasta er að meðhöndla húðina tvisvar á dag, kvölds og morgna. Á kvöldin er gott hreinsunarkrem borið á andlit og háls. Ef þið hafið eðlilega húð, þá þvoið þið hana á eftir með mildri sápu. Ef hún er þurr, notið þið andlitsvatn, sem hæfir lienni. Setjið nokkra dropa af því í baðmull, og þvoið með þvi leifarnar af hreinsunarkrem- inu. Ef þið hafið feita húð, þá getið þið þvegið ykkur vel með sápu, en skolið vel á eftir. Ef þið hafið sérstaklega þurra húð, getið þið notað örlítið af kremi á næturnar. Strjúkið óþarfa fitu af með andlitsþurrku, þannig að ekkcrt komi á koddann. En þar að auki hefur húðin gott af að fá að anda örlítið. Á morgnana er andlitið skolað upp úr volgu vatni, og síðan er borið á jjað dagkrem. Þar sem jnð getið bæði haft þurra, feita eða meðal húð, verðið þið að prófa ykkur áfram. Ef húðin vill fitna á nefi og enni, má gera ráð fyrir því, að hún sé feit. Ef hún aftur á móti virðist þröng og flagnar gjarnan, einkum á kinnum, er hún greinilega þurr. Ef engin þessara einkenna gera vart við sig, getið þið vænzt þess að hafa eðlilega liúð. Framhald á bls. 32. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.