Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 24
Dr. Gunnlaugur Þórðarson var leiðsögumaður i' ferðinni og mjög atorkusamur við útskýringar á sögu og menningu þjóðarinnar. Það eru fáir á stjái i miðbænum þennan sunnudagsmorgun, enda nokkuð snemmt á mælikvarða höfuðstaðarbúa, þegar sunnudags- morgunn er annars vegar. Framan við Gimli í Lækjargötunni var þó líf í tuskunum; menn komu syfju- legir sinn úr hverri áttinni og settust upp i stóran langferðabíl og litu forvitnislega í kringum sig. Það voru bersýnilega allt útlend- ingar, og markmið ferðarinnar var að sjá þetta klassíska: Geysi og Gullfoss. — Tala allir ensku bér? — sagði fararstjórinn og leiðsögumað- urinn, dr. Gunnlaugur Þórðarson, eftir að hann liafði boðið við- stadda velkomna. — Jú, það skildu að minnsta kosti allir ensku. — Gott, þá látum við enskuna nægja, sagði Gunnlaugur, og svo var ekið af stað. — Er það óvenjulegt, að allur hópurinn skilji ensku? spurði ég fararstjórann. — Já, frekar er það. Ég verð oft að tala bæði frönsku og þýzku jafnframt enskunni, jafnvel líka dönsku, og það verður til þess að maður getur ekki sagt fólkinu jafn- mikið. Svo hef ég líka tekið eftir því, að sumir eru óánægðir, ef þeir finna, að maður gefur þeim skemmri skýringar en hinum, sem skilja ensku. Það er byrjað á því að aka með- fram Tjörninni í morgunkyrðinni; það var enn dálítið þungbúið veð- urútlit. Gunnlaugur skýrði frá önd- unum á tjörninni og fuglalifi á ís- landi, og svo kom þetta um önd- vegissúlurnar og byggð Reykja- víkur, sem útlendingum finnst nokkuð athyglisvert. Hið næst- merkilegasta við Reykjavík er „Snobb-hilI“, enda var ekið þar um, og fannst öllum mikið til koma. Síðan var ekið blátt strik í Hveragerði. Farþegar voru víða að úr ver- öldinni: tvær kennslukonur uin þrítugt frá Ástralíu, Bandaríkja- maður, norsk stúlka, sem vinnur í norska sendiráðinu hér, vinnu- kona hjá Kiljan af ensku þjóðerni, dönsk barnapía úr Vogunum, tveir Þjóðverjar, annar niutíu og tveggja, hinn liðlega áttræður, svissnesk stúlka um tvítugt og tvær undir tvítugu, önnur ítölsk og hin þýzk, pólskur innflytjandi til Bandaríkj- anna og Breti. — Það hlýtur að þurfa að hafa slatta i buddunni til þess að kom- ast alla leið frá Ástralíu til ís- lands? sagði ég við þær áströlsku. Þær töluðu ensku með mjög sér- kennilegum hreim. — Jú, en við höfum það nú ekki, sögðu þær. Við erum bara venju- legar kennslukonur. '— Og hverjum kennið þið? — Börnum. — Komuð þið liingað með flug- vélum? — Drottinn minn dýri, nei. Við komum alla leið með skipum, og það tók marga mánuði. En það kostaði ekki mjög mikið. — Og livar liafið þið verið síð- ast? — Við komum frá Skotlandi og vorum búnar að vera dálitinn tíma í Englandi. — Hvað bjugguzt þið við að sjá hér á íslandi? —■ Við bjuggumst ekki við neinu, við höfðum ekki liugmynd um landið. Samt fannst okkur, að það hlyti að vera mjög kalt hérna; þetta var svo nærri Norðurpólnum. — Hvað hefur ykkur fundizt? — Okkur finnst þetta alveg stór- kostlegt. —■ Finnst ykkur fólkið hérna ólikt fólkinu heima hjá ykkur? — Já, svolítið. Stelpur eru miklu fullorðinslegri og miklu meiri „stæll“ á þeim hérna. Það er kannski ekki svo mikill munur á karlmönnum. Pólski innflytjandinn til Vestur- heims kom og spurði: Hvaða tæki- færi hefur ungt fólk á íslandi? Hvað geta menn gert, þegar þeir eru búnir i skóla? Hvort menn yrðu ekki að flytjast úr landi að afloknu háskólanámi til þess að fá vinnu? Og þær áströlsku bættu við: Við vorum niðri í bæ, og við sáum svo mikið af ungu fólki, og það var allt svo vel klætt. En hvað gerir þetta fólk? Mér fannst á spurningunum að ekki hefði þeim litizt búsældarlega á ísland. Ég sagði þeim frá at- vinnuvegum okkar og þeirri stað- reynd, að níutíu prósent eða meira af útflutningsverðmætum okkar væri fiskur. — Þetta fólk leit nú ekki þannig út, að það væri i fiski, sagði sá pólski. — Það liefur sjálfsagt ekki lield- ur verið fiskvinnslufólk i beinum skilningi. En það er heilmikil skriffinnska við útflutninginn, og svo vinna margir lijá bæjarfélaginu og ríkinu, við iðnað og verzlun. ■—- Hvað mundi ég fá i kaup á slcrifstofu? sagði önnur kennslu- konan? — Þú mundir kannski fá fjögur þúsund krónur, sagði ég. — Og Iivað er það i cíollurum? spurði Pólverjinn? -—- Ætli það sé ekki nálægt hundrað dollurum. — Þykir það gott hérna? Hvað kostar til dæmis bill? — Ja, ef þú flyttir inn nýjan bandarískan bil, þá mundi hann varla kosla minna en fimm þúsund dollara, hingað kominn. ■—■ Nú er ég hættur að skilja, sagði sé pólski. Skrifstofustúlka hefur hundrað dollara á mánuði, og bíll kostar fimm þúsund. Það eru fimmtíu lieil mánaðarlaun eða rúmlega fjögur ár verið að vinna fyrir því. Hvernig getur allt þetta fólk átt bila? — Það eru nú ekki allir á amer- ískum bílum, og sumir hafa ágætar tekjur. — Annars er þétta lilutur, sem við skiljum tæplega sjálfir. Kaffi í Ilveragerði, blóm i gróð- urhúsum lijá Páli Miclielsen, Olfus- ið, Flóinn og Skeið. Horft út í Svínahraun. Á Lögbergi eftir skyrið í Valhöll. r ♦* 11 I il

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.