Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 32
Það er anðvelt að fara i seucliferdiir o? gfæta litla bróður ef lilKKW er til á VíBsœlt «g gagnlcgt Idhfang Ver/luiiiii FÁFHflR Skólavörðustíg 10 — Sími 12631 andi í rúminu allan tímann. En hann ætlaði að sættast við hana og segja henni, að hann sæi eftir þvi, sem gerzt hafði um morgun- inn. En þegar hann kom heim, var lnez að gera hreint i stofunni, og það sást ekki á henni, að hún hefði fellt eitt einasta tár. Hann sagði án þess að minnast á mis- klið þeirra: — Ég ætlaði ekki að vera svona lengi, en Valerie rændi mér, og ég hef verið i snatti fyrir liana síðan. Auk þess hef ég lofað aðstoð minni seinna i dag. — Þú hefur þá að minnsta kosti átyllu til þess að komast að heiman, sagði hún kuldafega. Hann þrýsti hönd hennar. — Getur þú ekki komið líka, elskan min? — Nei, ég heí öðru að sinna. — Jæja, það er vist ekkert við þvi að gera, sagði hann og yppti öxlum. — Ég fæ mér bara svo- lílinn matarbita og legg svo af stað. Hún heyrði að hann skellti úti- dyrahurðinni, og augnabliki siðar sá hún hann fara út á hlaðið. Hún fágaði og hrednsaði hvern krók og kima, svo að hvergi sást nlettur né hrukka, en það var eins og vinnugleðin væri horfin, og hún fann aðeins til þreytu og leiðinda. Hún fór í lieitt, ilmandi bað, en það liressti hana litið. Það virtist vera alveg ómögulegt að gera þess- um karlmönnum til hæfis. Hún liafði lieyrt talað um kaldlyndar, eigingjarnar konur, sem vanræktu lieimili sín og sóuðu peningum. Alit þetta hafði hún reynt að forð- ast og lagt sig alla fram um að búa fullkomið heimili manninum, sem liún elskaði, en það var aug- sýnilega ekki rétta leiðin. Hún leit á klukkuna, en hún var ekki nema fimm. Það var ýmis- legt smávegis, sem hún hafði ætl- að sér að gera, en hún var ekki í skapi til þess núna. Það var ekki húið að loka búðum enn þá, svo að hún gæti alveg eins farið og keypt blómakörfuna, sem hún ætl- aði að hafa á veröndinni. Hún varð alveg forviða, þegar hún sá, að allar gangstéttir voru troðfullar af prúðbúnu, eftirvænt- ingarfullu fólki. en svo heyrði hún i lúðrasveitinni, og nú hófst hin mikla, marglita skrúðganga, sem haldin var í sambandi við mark- aðinn. Það var eins og allt, sem á annað borð var hreyfanlegt, hefði verið sett af stað, — frá trébílunuin, sem var stjórnað af Mjallhvít og dvergunum sjö til stóra flutningabílsins, sem hafði verið útbúinn eins og glæsilegt lystiskip. Henni var ekki rótt. Svona skrúðgöngur, sem haldnar voru í fjáröflunarskyni fyrir eitt- livert gott málefni, voru mjög vin- sælar i þessum litla bæ, og fram að þessu hafði liún alitaf verið þátttakandi. Nú reið striðsklæddur Indíánahópur fram hjá, siðan kom fyrirferðarmikil blá- og silfurlituð fleyta með áletruninni Himingeim- urinn, og ungæðisleg gervitungl slógu hring um Elaine, sem átti að tákna mánadisina. — Ég var alveg búin að gleyma, hvað þessar skrúðgöngur eru skemmtilegar, liugsaði Inez og sá eftir þvi að hafa ekki verið með i stað þess að standa þarna ein og yfirgefin meðal áhorfendanna. Fjörgamall maður með sítt skegg skrönglaðist áfram á hjóli, sem var álika fornfálegt og hann sjálf- ur, og á eftir honum kom tiguleg droltning i kerru, sem asna var beitt fyrir. Áhorfendur ráku upp skellihlátur, og í sömu andrá kom hún auga á einkennilega eyðiey. Á henni miðri stóð pálmatré, og stór api gægðist fram á milli trjá- greinanna. Undir trénu sat skip- brotsmaður i rifnum fötum og þrýsti kaffibrúnni fegurðardis í strápilsi að barmi sér. Þetta var Don og Valerie Watts! Apinn fleygði kókoshnetu niður á skötu- hjúin, sem áttu sér einskis ills von. Inez tók ekki þátt í fagnaðarlát- unum, sem þessi skoplegi atburður vakti. Don með Valerie í fanginu, — stúlkuna, sem hafði fylgt honum um allt, fyrst eftir að hann flutt- ist til bæjarins! Auðvitað var þetta bara gainanþáttur i skrúðgöngunni, — en þurfti hann endilega að þrýsta henni svona fast að sér og AMARO KARLMANN ANÆRFÖTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM AÐ FAGNA — ENDA í SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝR — 3 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.