Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 23
Ef þú ert handlagin, geturðu sjálf srníðað þér lítið sængurgrindverk, eins og sýnt er á mynd'- inni. Þú þarft bara að kaupa langa lista fyrir þverslár, en aðeins annar þeirra sést. Sá neðri er undir rúminu, en er notaður, þegar grind- verkið er neglt í vegginn með fíngerðum nögl- um. Rimlarnir f grindverkinu mega gjarna vera aðeins þynnri en þverslárnar. Teiknið fyrst oddalínurnar á tréplötuna, sagið svo út eftir strikunum. Nuddið svo alla rimlana vel með sandpappír í sárið og þar sem þeir eru ekki alveg sléttir. Sængurgrindverkið má mála í skemmtilegum lit, en líka er hægt að hafa það í sínum eðli- lega trélit og lakka það, ef það á betur við annað, sem er í herberginu. Hugmynd þessi er mjög lífleg, og ef blaðlaus trjágrein er hengd upp á vegg og skreytt með fallegum kortum eða öðru smávegis, fær herbergið á sig sér- staklega skemmtilegan svip. k\N:\0^L-fFn^> SKÍKÞSTTUR Ótrúlegt en satt. Fáeinir skákmeistarar hafa mikið iðkað það að tefla „blindandi", það er að segja án þess að sjá hvorki borð né menn og náð alveg furðulegum ár- angri. Lítum t. d. á myndina hér fyrir neðan og sjáum þessa glæsilegu leikfléttu Aljekins í skák, sem hann tefldi með bindi fyrir augunum í Tarnopol 1918. Leiknir hafa verið 14 leikir og nú leggur hinn „blindi“ Aljekin til atlögu: 15. Re5 — fV! Þessi óvænti ridadraleikur ógnar svörtu drottningunni. Eh hvað skeður ef svartur drepur ekki riddarann? Þá veður hann að flytja drottninguna yfir á e8. Og þá leikur hvítur: 16. De2xe6, Rd7—f8 (Til þess að koma í veg fyrir Rf7—d6 með fráskák og drottningarvinn- ingi). 17. Rf7—h6ft> Kg8—h8, 18. De6—g8t!, Rf6 xg8 19. Rh6—f7 mát. — Svartur verður þessvegna að þiggja fórnina. 15. — Kg8xf7, 16. De2xe6t'.! Hér hefur svartur 3 leiki um að velja. Hann getur þegið drottningarfórninga, eða farið með kónginn á 18 og g6. Ef við athugum fyrsta möguleikann, þá sjáum við strax að eftir KxD þá kemur Rf3—g5f mát. Sá næsti: 16. — Kf7—g8 er ekki heldur góður, því þá kemur 17. Rf3—g5 með máthótun á f7. Til þess að koma í veg fyrir það verður sv. að gefa til baka manninn, sem hann hefur unnið og meira til, t. d.: 17. — Rd7—e5 18. d4xe5, Bb7—d5 19. cxd5, Dd8xd5 20. Rg5xh7t og eftir RÍ6xh7 Þá missir svartur drottninguna. Svartur reynir þessvegna þriðju leiðina: 16. — Kfl—g6, 17. g2—glf! og svartur er óverjandi mát í næsta leik. (Rf3—h4 eða Bd3xd5). Samtímis þessari skák tefldi Aljekin 5 aðrar blind- skákir! úr öilum áttum Juliet Prowse vildi hafa sinn eigin málningarsérfræðing með til Hónólúlú, þar sem hún átti að byrja að leika í kvik- myndinni „Blue Hawaii“, með Elvis Presley. Þetta og ýmislegt annað vildi framleiðandinn ekki samþykkja, og þess vegna missti Juliet hlutverkið, en Joan Blackman fékk það í staðinn. Bobby Rydell hefur skrifað undir 7 ára kvikmyndasamning við Columbiafé- lagið og fyrsta myndin á að heita „The hill girl“. Aðalhlutverkið, sem Presley fer með í kvikmyndinni „Flaming Star“ var upp- haflega ætlað Marlon Brando fyrir fimm árum. Vissirðu að lagið „Are you lonesome tonight?“ er eldra en Elvis Presley. Það 3MERÍKA ER FyRTR- HETTNA LÆNDTÐ Auður Ragnarsdóttir situr niðri i Lista- mannaskála þessa dagana og hirðir tíkalla í vindlakasisa. Þegar við innum hana nánar eftir þvi, hvað hún geri, vinnur hún lijá hókaforlaginu Helgafelli í sumar og kann ágætlega við sig. - Hvað gerðirðu i vetur, Auður? — Ég var i 4. bekk Menntaskólans. — Og þú hefur hugsað þér að halda áfram? — Já, auðvitað. — Svo tekur háskólinn við? — Já, ætli það ekki. — Hvað gerirðu nú helzt af þér, þegar lærdóminum sleppir? — Ég veit ekki, les, spila, eða prjóna. —• A hvað spilarðu? — Píanó, en það er nú heldur lítið. Ég varð að hætta að læra, þegar námið þyngdist. — En hvað gerirðu, þegar þú ferð að lyfta þér upp? — Ég fer eitthvað að dansa, annars er- um við búin að fá dálítinn leiða á því. — Og hvað tekur þá við i staðinn? — Ferðalög, útilegur. Við erum að hugsa um að ganga á Esjuna einhvern daginn. — Langaði þig ekki út í sumar? — Jú, mig langaði til Ameríku, ég var þar í fyrrasumar. IÞað var alveg dásamlegt. —■ Hvernig eru unglingarnir í Ameríku? — Likt og hérna, nema hvað strákarnir eru miklu kurteisari og þægilegri í við- móti. Þar tiðkast það líka að stelpur fari út með strák, þó að þær séu ekki með er skrifað árið 1926 af Roy Turk og Lau Handman. Fyrst þegar það náði vinsæld- um, var það sungið af A1 Jolson. Hin gamla óperetta Victors Herberts „Babes in toyland,“ er fjallar um ungt ástfangið par, sem lifir í undursamlegu leikfangalandi, á að komast á kvikmynd. Og söngvarinn Tommy Sands á að fara með aðalhlutverkið. Danssérfræðingar í Banduríkjunum halda því fram að nýr dans, Pachanga- Charanga,muni ná miklum vinsældum. Dansinum er lýst þannig, að hann sé charlestonafbrigði af latin-amerískum dönsum með dálitlu cha-cha og merenque með. Bobby Darin, sem er giftur Söndru Dee, er 24 ára og kvartar um það, að honum finnist hann vera gamall maður, þegar hann er með beztu vinum sínum, Paul Anka og Bobby Rydell. Anka er 19 ára og Rydell 18 ára. Adam Faith á að syngja aðalsönginn í hinni nýju brezku mynd „The Kitchen" og mun lagið bera sama nafn. Verið er að taka kvikmyndina núna. Auður Ragnarsdóttir honum. Það er einn þetta kvöldið og ann- ar það næsta. Hérna geta þau ekki skemmt sér saman, án þess að eitthvert samband sé á milli þeirra. — Að hverju öðru mundirðu vilja finna hérna? — Ja, það væri þá helzt fylliríið. Það er óþolandi mikið fyllirí. Og mér finnst, að það eigi alls ekki að selja unglingum vín. Maður sér þetta hvergi annars staðar. — Hver er eftirlætishljómsveitin þín? -—■ Ég held Svavar Gests. En söngvari, ég meina útlenda lika. — EIvis Presley. — Hvað ertu gömul, Auður? — Átján, en verð nítján eftir mánuð. Mér finnst ég vera orðin ægilega gömul. — Virkilega, kviðirðu fyrir ellinni? — Nei, ég geri það ekki. — Hvenær ætlarðu að gifta þig? — Helzt ekki fyrr en tuttugu og fimm ára. — Og hvað á hann að vera miklu eldri? — Svona þremur árum, ekki meira. En áður en ég gifti mig, ætla ég að gefa mér tíma til að ferðast og skemmta mér. — Hvað mundirðu gera, Auður, ef ég léti þig hafa nokkur þúsund hérna? — Ég mundi líklega labba beint i bank- ann. — Mudirðu ekki fara að verzla? — Nei, þetta mundi fara í ferðalög og líklega mundi ég bjóða pabba og mömmu til Ameríku. — Við þökkuin Auði fyrir og óskum lienni góðrar ferðar til Ameríku í fram- tiðinni. 'k vikan 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.