Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 12
Annar hluti — Kvikmyndasagan birtist í sex blöóum og síðan verður Marienthál er þorp eitt uppi i aust- urríska fjalllendinu. Þar er yfirleitt rólegt og atburöalítiö, en þó gerist þaö, aö gamli presturinn leggur upp laupana, og þegar sagan hefst, kemur þangaö nýr prestur, Walter Hartwig aö nafni, ungur maöur, sem veldur vœntanlegum söfnuöi sínum nokkrum vonbrigöum þegar viö fyrstu kynni, — þeim frjálslyndustu meö því aö afsala sér fastasæti viö langboröiö í kránni, en hinum þröngsýnu meö því aö taka ekki undir skilyröislausa for- dœmingu þeirra á öllu, sem þeim er ekki aö skapi. Skömmu eftir liomu sína til þorpsins kemst ungi prestur- inn í óvœnt kynni viö unga dóttur óöalseigandans, Evu von Gronau, er hún ekur gapalega í eineykisvagni sínum um þorpiö og minnstu munar, aö hún ver&i ungri telpu aö bana. TJngi presturinn ávítar hana harölega og þó einkum fyrir þaö, aö hún skuli eklci stíga niöur úr vagninum og koma telpunni til hjálpar, — því aö hann hefur ekki hugmynd um, aö unga stúlkan er lömuö á bá&Um fótum. Hún er of stolt til aö skýra honum frá því og ekur á brott, en hann horfir á eftir henni og hristir höfuöiö. . . ERTHA von Steinegg var glæsi- leg kona og dugmikil að sama skapi. Eftir andlát föður síns stjórnaði hún til dæmis ölgerð hans af röggsemi og hagsýni. Stefán von Steinegg, ungur frændi hennar og starfsmaður víð utanríkisÞjónustuna í Vínarborg, hafði komizt i kynni við Evu Gronau, dóttur óðalseigand- ans, sem þá var orðinn ekkjumaður. Þau felldu hugi saman og opinberuðu trúlofun sína, áður en iangt um leið. Þetta varð svo aftur á móti til þess, að þau kynntust, óðalseigandinn og Hertha; hún gerðist tíður gestur á óðalinu, og var margt um það rætt, að hún mundi verða seinni kona óð- alseigandans, sem að vísu var nokk- uð við aldur, en hélt sér mjög vel. En Eva var skapmikil stúlka. Það var einhvern tíma, er þau voru í skíðaferð, hún og unnusti hennar, nð Þeim varð sundurorða og E'va fékk skapi sínu útrás .með því að bruna á fleygiferð niður illstæða brekku Það tiltæki varð henni afdrifarikt; hún hlaut harða byltu og slasaðist al- varlega, svo að hún var lömuð á báðum fótum eftir það En slíkt var stórlæti hennar, að hún sleit þegar trúlofuninni, þar eð hún vildi ekki láta unna sér af vorkunnsemi. Stefan hélt þó tryggð við hana og heimsótti hana oft, þótt hann ætti nokkrum kulda að mæta. Það var ekki siður Stefáns að gera boð á undan sér, en aftur á móti var það venja hans að koma alltaf við í ölgerðinni hjá Herthu, frænku sinni, áður en hann hélt heim á óð- alssetrið. Og Þannig var það einnig í þetta skipti. — Kominn einu sinni enn, mælti Hertha von Steinegg kaldranalega. Það er furðulegt, að heimsmálin skuli ekki komast á ringulreið, eins og þú leyfir þér að vanrækja þau. — Heimsmálin? Starf mitt er helzt I því fólgið að sýna erlendum stjórn- málamönnum dásemdir Vínarborgar. Glæsilegt framtíðarstarf eða hitt Þó heldur! — Ekki vorkenni ég þér, mælti frænka hans. Síðustu tvö árin hefur þú tvívegis átt þess kost að verða skipaður i stöðu erlendis, sem vonir um raunverulegan frama voru við bundnar. Siefán hristi höfuðið. — Veit ég það, frænka. En þú verður að gæta þess, að ég get ekki hlaupizt þannig frá Evu, eins og ástatt er. — Spurningin er bara, hvort Þú auðsýnir henni nokkra hjálp með þe'rri fórnfýsi, varð Herthu að orði. Stefán lét sem hann heyrði ekki hæðnishreiminn í rödd hennar. — Væri aðeins um einhver bata- merki að ræða, mælti hann. Væri einhver von . . . Hverfi ég úr landi nú, þá getur hún tekið það þannig, að ég geri það vegna þess, að ég vilji slíta böndin fyrir fullt og allt. — Þér hefur Þá boðizt staða er- lendis enn einu sinni? Hann kinkaði kolli. — Já, Duringer, yfirboðari minn, hefur að minnsta kosti gefið það ótvírætt í skyn. — Þú getur ekki neitað slíkum tilboðum endalaust, Stefán! mælti frænka hans áköf. Víst get ég skilið það, að þú hafir áhyggjur af líðan Evu, en þú hefur ekki leyfi til að fórna allri framtið þinni samt 'sem áður. — Það er ef til vill ekki framinn, sem mestu varðar í lífinu, maldaði Stefán í móinn. — Þetta getur ekki verið meining þín. Mér er fullkunnugt um það, að starfið er þér mikils virði, Stefán. Hefurðu nokkurn tíma hugleitt það í alvöru, hver áhrif það hlyti að hafa á framtíð þina, ef þú kvæntist Evu? það yrði meir en lítill dragbítur á framavonir manns í þinni stöðu að vera kvæntur konu, sem kæmist ekk- ert nema í hjólastól. Eða kannski þú hafir i hyggju að segja þig úr utanríkisþjónustunni og lifa á ást Evu og náðarbrauði heima á óðals- setrinu? Stefán hvessti á hana augun. — Það er aldrei, að þú lætur þig varða framtíð mína, svaraði hann. Það skyldi þó ekki vera, að annar- leg sjónarmið réðu þar einhverju um? Ætli þú kærir þig mikið um, að ég verði eins konar tengdasonur þinn! — Þvaður, sagði hún stutt í spuna. Von Gronau hefur aldrei minnzt á það einu orði við mig, að hann hafi • hyggju að kvænast aftur. — Nei, en það er einmitt það, sem þú ert að bíða eftir. — Ertu að gefa það beinlínis í skyn, að ég sé að sækjast eftir hon- um? spurði Hertha móðguð. Hann hló gremjulega. — Ekki sækist gildran eftir mús- inni, en veiðir hana samt. Jæja, ég ætla að líta við á óðalssetrinu. Vertu sæl á meðan, Hertha frænka, og þakka þér fyrir allan þann áhuga, sem þú hefur á frama mínum. — Þakka þér sjálfum, frændi. Og — Ekkert er mér fjær skapi en það, að nokkur færi fórnir mín vegna. Ég hef þegar horfzt í augu við staðreyndirnar, — ég stíg aldrei í fæturna aftur. . . Hvoð hefur fenjið Evu til þess nð flýjn á nóðir sjúkleiknns? 12 VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.