Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 22
SERT WEEDON Nú á síðustu timum er það mjög mikið í tizku, að söngv- arar spili sjálfir undir hjá sér á gítar. En það þýðir lil allrar hamingju ekki það, að ekki séu not fyrir dug’.cga gitarspilara, eins og t. d. Bert Weedon. Þessi enski gítarleikari vinnur sérstaklega að því að lána hæfileika sína á fjölda af grammófónplötum. Það er að segja, þegar Tommy Steele, Marty Wilde, Terry Dene og Laurie London, syngja sem bezt þeir geta og slá gítarinn af mikilli kúnst er það oftast Bert, sem spilar á gítarinn, en bak við tjöldin. Og söngstjörnurnar hafa alls ekkert á móti þessu. Þessar stjörnur standa þvi allar í mikilli þakkarskuld við hann. Weedon, sem sérfræðingar segja, að sé einhver færasti gítarspilari i heimi, byrjaði að spila þegar hann var smá- strákur, og á nú að haki sér rúmlega 25 ára hljómlistar- feril. Auðvitað hefur hann einnig spilað inn á fjölda af plötum einn og nokkur laga hans eru eftir hann sjálfan. eins og t. d. „Bert‘s hoogie“ og „Twilight theme“. Flestar plötur hans gefa samt ekki í skyn, live mikill listamaður Bert er, því hann hugsar fyrst og fremst um það, að þær seljist, og lagar sig þvi eftir smekk fólksins. Fyrsta platan hans var tekin upp hjá Parlophone, en síðan fór hann yfir til Top Rank, þar sem það var eina félagið', sem vildi leyfa honum að spila lagið „Guitar hoogie shuffel“, eftir Arthur Smith, sem hann með réttu spáði miklum vin- sældum. Bert Weedon er einn mikilvægasti gítarleikarinn í enska sjónvarpinu og starfar þar í mörgum vinsælum þáttum. Hann á fimm gítara, spilar klassiska hljómlist einn dag- inn og rokk þann næsta, og á kvöldin spilar hann kannski undir hjá Rosemary Clooney, Eartha Kitt, eða Frank Sinatra. En sú stjarna, sem hann er hreyknastur af að hafa spilað fyrir, er hinn lieimsfrægi tenór Benjamino Gigli. Okkur hafa borizl margar fyrirspurnir um það, hvernig eigi að orða bréf til leikara. Ef þið munið eitthvað af því, sem þið hafið lært í ensku, er það ekki svo erfitt. Þú getur t.d. skrifað: „As one of your Icelandic admirers, I would be happy to receive your photo with autograph. With kind regards, sincerely yours“. Og fyrir neðan setjið loið nafn og heimilis- fang. Aðalatriðið er, að innihaldið sé skýrt og skorinort. Aðdáunarhréf þessi komast sjaldán lengra en til einkaritara stjarnanna, sem legg- ur mynd af leikaranum ásamt eiginhandar- áskrift í umslag og sendir til baka. Mjög lítil líkindi eru til að fá persónulegt svar. Munið að senda alþjóðafrímerki með fyrir kostnaði svarhréfsins. <] Brigitte Bardot: Unifrance Film, 77 Champs Elysées, Paris. Tony Curtis: Screen Actors Guild, 7046 Hollywood. ■SÉlSBljB ^ , John Kerr: 20th Century Fox, Bjf ^ Beverly Hills, Kaliforniu. ■ i Debbie Reynolds: Metro- Goldwyn Mayer Studios, Culver [> City, Hollywood. <1 Ghita Nörby: ASA. Asavænget, Lyngby, Danmark. I------------------------------- Bréfnviðskipti Dagbjört Höskuldsdóttir, Austurgötu 9, Stykkis- hólmi, vill komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 13—100 ára. — Samúel Friðriksson, S. S. Stavangerfjord, N. A. L. Oslo, vill komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 16—22 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. Skrifar á íslenzku. — Lovísa Símonardóttir, Brunnastöðum, Vatns- leysuströnd, Gullbringusýslu, vill komast í bréfa- samband við pilta eða stúlkur, á aldrinum 13—16 ára. — Hér er svo svar til I. H., sem langar til að eiga pennavin í Bandaríkjunum, og biður um adressu einhvers bandarísks dagblaðs. Hér er það, sem við náðum í, og við vonum að það gagni: The Sunday Bulletin, 30th and Market Streets, Philadelphia 1, Pa. •—• Ása Hafliðadóttir, Kristín Hallgrímsdóttir og Sigríður Hallgrímsdóttir óska eftir bréfaviðskiptum við pilta á aldrinum 16—24 ára. Heimilisfang þeirra allra er: Josef — Utne, Rygge, Norge. <] Platan að þessu sinni er gítarplata spiluð af Bert Weedon. Hún er mjög skemmtileg og fjörug og mun falla vel í smekk rokkunnenda. Þetta er fjögra laga plata og lögin eru, Ginchy, Nashville boogie, Guitar boogie shuffel og Sorry robbie. Tvö af lögunum, það fyrsta og síðasta, eru eftir Weedon sjálfan. Platan er gefin út af enska hljómplötufyrirtækinu Top Rank og fæst í hljómplötudeild Fálkans og kostar 130,00 kr. Allar unglingsstúlkur munu taka þessum skólakjól fegins hendi. Efri hlutinn er laus og nær niður í mitti, þannig að auðvelt er að hreyfa sig i honum. Þar að auki er efra stykkið ermalaust og eina skrautið eru nokkrar fellingar að framan. Pilsið er fóðrað vlieselini, og lagt í einfaldar fellingar, og eina skrautið er einfaldur borði að neðan, sem gefur kjólnum vídd. Innan undir er svo hægt að vera i hlússu eða peysu eftir vild.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.