Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 33
 vera svona ástfanginn & svip? Maður, sem studdist við hækjur, gekk um með söfnunarpoka, og annars hugar lét hún noklcra skild- inga falla ofan i hann. Einu sinni hafði hún lagt þessa spurningu fyrir Don: — Hefur þú nokkurn tíma verið ástfanginn af Valerie? —- Nei, ekki ástfanginn, en mér geðjast mjög vel að henni. Hún er reglulega viðfelldin og skemmtileg. — Hann hafði verið alveg hreinskilinn, en samt var eins og hrollur færi um hana við þessa sjón. Hún vissi vel, að Don var enginn kvennabósi. Siðan þau hittust í fyrsta skipti, hafði hann ekki litið við öðrum stúlkum en henni. En nú voru þau ósátt, og þetta kvöld voru allir að skemmta sér, og hann hafði enga ástæðu til að hafna svona „viðfelldum go skemmtilegum félagsskap. — Ég á sök á þessu öllu saman, hugsaði Inez. Ég vildi ekki fara með, þess vegna náði Valerie í hann. Einhver linippti í hana og sagði með undrun í röddinni: — Ég er þó ekki farinn að sjá ofsjónir? Ert þetta í raun og veru þú, Inez? Hana rak i rogastanz, og þegar hún leit við, kom hún auga á Tony Martin, sem stóð þarna brosandi ásamt ungfrú Parkins. — Tony, hvað í ósköpunum ert þú að gera hérna? - Ég er i heimsókn hjá móður- systur minni, og þú þarft ekki að Vera með nein látalæti, þvi að hún sagði Elaine, að ég ætlaði að koma um helgina. Inez hugsaði sig um, og nú mundi hún eftir því, að Elaine hafði vist eitthvað minnzt á Tony, en liún hafði verið eitthvað ann- ars hugar og ekki tekið eftir þvi, sem hún sagði. Auk þess hélt hann auðvitað, að hún og frænka hans væru kunnugar, fyrst þær bjuggu i sama húsi, og hvernig átti hún nú að útskýra það fyrir honum, að svo væri ekki? — Hvað sem öðru liður, þá var reglulega gaman að sjá þig, stam- aði hún. — Hann lofaði að heimsækja mig fyrir mörgum vikum, sagði ungfrú Parkins. — En gætum við ekki gert eitthvað skemmtilegra en standa hérna? Skrúðgangan á að fara um allan bæinn og kemur ekki hingað aftur fyrr en i fyrsta lagi eftir hálftíma, og það er hægt að fá reglulegan góðan is hjá Peterkins. — Frænku dettur alltaf eitthvað sniðugt í hug, og það er alvej* óliætt að fara að ráðum hennar, sagði Tony og br.osti út að eyrum. Síðan ruddi hann þeim braut gegn- um lólksfjöldann, og skömmu síðar sátu þau við lítið borð í kökubúð- inni með stóra íshrauka fyrir framan sig. — Mér finnst það dálítið ein- kenuilegt, sagði Tony, að Susie frænka skuli aldrei hafa sagt mér, að frúin á neðri hæðinni væri gamla kærastan min. — En hún vissi það ekki, sagði Inez, en þagnaði, þegar hún sá að hún hafði talað af sér. Tony, sem var svo félagslyndur ag elskulegur, mundi taka það mjög nærri sér, ef hann vissi, að hún hafði forðazt frænku hans, el'tir þvi sem hún gat, og aldrei viljað þiggja heimboð hennar. Framkoma hennar var i raun og veru alveg ófyrirgefanleg. Ungfrú Parkins flýtti sér að segja: Auðvitað vissi ég það ekki, því ef þú hefðir raunverulega ætlað að kvænast Inez, hefðir þú NYJIJNG!!! ANRITSU IRANSiSTOR miðunarstðð Fiskibátaeigendur! ANRITSU TRANSISTOR miSunarstöðvarnar eru algjör nýjung. Vegna hins ótrúlega hag- stæða verðs geta nær allir fiskibátaeigendur YEITT SÉR ÞETTA NAUÐSYNLEGA ÖRYGGISTÆKI. BYLGJUSYIÐ: Bátabylgja Langbylgja Miðbylgja .. 1,6 MC. - 4,0 MC. 535 KC. - 1605 KC. 200 KC. - 400 KC. SYNISHORN FYRIRLIGGJANDI Marco li.f. Aðalstræti 6. - Símar 15953 og 13480. komið aftur fyrir löngu og ekþi lát- ið taka hana frá þér. En Tony lét ekki slá sig út af laginu. — Það, sem ég á við, er, að hún hlýtur að minnsta kosti að hafa séð myndina af mér og sagc þér, að við værum gamiir kunn- ingjar. En þú hefur alJrei rninnz. á það i bréfum þinum. — Á því er ósköp einföld skýr- ing, svaraði l'rænkan með hægð. — Ég ætlaði að láta þetta verða þér til óvæntrar gleði, þegar þú kæmir að heimsækja mig. Þfetta var alveg óskiljanlegt! Ung- frú Parkins vissi, að hinn ungi leigjandi hennar hafði forðazt hana af ásettu ráði alia þessa mánuði og virt að veltugi allar tilraunir hennar til að vingast við hana, en samt reyndi hún að gera allt, sem í hennar valdi stóð, til að breiða yfir þetta, svo að Inez kæmist ekki í vandræði. — Hún var yndisleg, gömul kona, hugsaði Inez og roðnaði af blygðun. — Hvernig gat ég verið svona eigingjörn og ókurteis? Don hafði rétt að mæla, — ég hef tekið ómerkilega, dauða hluti fram yfir lifandi fólk. Toný og frænka hans voru að VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.