Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 5
Stjórn Fós'bræðra. VSitjandi frá vinstri: V&Iur Arnþórsson, gjaldkeri og Þorsteiipn Helgason, formaður. Stándandi: Magnús GuolnuiiUsson, varafor- maður og Ásgeir Hallsson ritari. og útvarpi og það þýðir, að við munum ná til milljóna manna. Svo var það ákveðið að byrja ferðina með því að dveljast 3—4 daga í Helsinki og þar mun kórinn halda söngskemmtanir og syngja í útvarp. — Hvernig leggst það í ykkur að fara til Rússlands? — Mjög vel, held ég. Við gerum okkur reyndar ljóst, að söngmenn- ing er á mjög háu stigi i Rússlandi og þar eru hverskonar tegundir kóra starfandi og fjölmargir þeirra mjög góðir. Það er mikill heiður að fá tækifæri til að syngja þar en um leið vandi. — Og söngskráin, hvernig verð- ur hún? — Við munum syngja bæði inn- lend og útlend lög, en samkvæmt þessum fyrrnefnda menningarsainn- ingi er tilgangur fararinnar meðal annars sá, að kynna íslenzka söng- mennt í Sovétríkjunum. Þess vegna verður fyrri hluti söngskrárinnar eingöngu íslenzk lög. — Syngið þið rússnesk lög? — Það verða tvlö rússnesk lög æfð. Þau eru bæði vel þekkt innan Rússlands. Meðan á þessum viðræðum okkar Þorsteins stóð, hafði kórinn haldið æfingunni áfram og það höfðu verið sungin islenzk lög og nú voru þeir í ensku lagi, sem ég hafði ekki heyrt áður, en virtist mjög fallegt. Það var unnið af krafti og svo gaf Ragn- ar hlé og þeir komu til þess að fá sér að drekka, áður en þeir byrjuðu að nýju. Ég spurði Val Arnþórsson, einn af stjórnarmeðlimum kórsins, hvort ekki væri hætta á söngleiða, þegar svo mikið væri æft. — Ekki þegar eittlivað sérstak* er framundan, svaráði hann. — Við æfum að vísu þrisvar til fjórum sinnum í viku og hver æfing tekur iiálfan þriðja tíma. En það var svo skammur timi til umráða, að hætta á söngleiða og þreytu kemm- varla til greina. Satt að segja var íiminn helzt til naumur til þess að kornast i nauðsynlega þjálfun. — Er ekki mikil vinna við undir- búning svona farar fyrir utan sjálfa söngþjálfunina? — Jú, ég gæti trúað, að undir- búningsvinna stjórnar og utanfarar- nefndar taki annan eins tíma. Það hefur verið mjög gott samstarf og afskaplega auðvelt að fá menn til að vinna. Ég heyrði að það var kommn undirleikari og þeir sögðu það vera Carl Rillich. Hann verður undirleik- ari í þessari ferð og svo verða tveir einsöngvarar, Kristinn Hallsson og Erlingur Vigfússon. Auk þess að syngja einsöng með kórnum, niunu lieir syngja einsöng í hlé. milli þátta. Auk Þorsteins Helgasonar, for- manns, eru i stjórn Fóstbræðra þeir Magnús Guðmundsson stórkaup- maður, Ásgeir Hallsson, skrifstofu- stjóri hjá Orku og Valur Arnþórs- son, deildarstjóri i Endurtrygginga- deild Samvinnutrygginga. Utanfar- arnefndina skipa Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóri hjá ísl. endurtrygg- ingu, Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri einnar af verksmiðj- um SAVA og Gunnar Guðmundsson, forstjóri. ófært að syngja eftir máltíð og nægur svefn er nauðsyn. Sérstaklega þarf að gæta þess að menn fari snemma í háttinn og það er hlut- verk fararstjórans að sjá um það. — Er það einhver ákveðinn aðili, sem tekur á móti ykkur í Finnlandi? — Já, það er einn frægasti kar’a- kór Finna, Muntra Musikanter, sem tekur á móti okkur og greiðir götu okkar þá daga, sem við dveljum.st i Helsinki. Allt frá O. Lasso til Jóns Nordals. Ragnar Björnsson, söngstjóri, kom inn til okkar til þess að kasta mæð- inni í hléinu. — Jæja, ertu nokkuð kviðinn að fara með þá til Rússlands? — Nei, ég kvíði engu og treysli kórnum mjög vel. — Þú hefur reynslu af þeim úr Norðurlandaferðinni. — Já, og hana góða. Þá var það svo, að ég þekkti kórinn varla fyrir hinn sama. Það var eins og kæmi einhver sérstakur andi í þá og þeir uxu með hverri raun. Það er kannski svipað með söngmenn og íþróttamenn. Það er alþekkt, að menn magnast við það að haía áhorfendur og þá líklega eins við það að hafa áheyrendur. — Já, ég býst við því. — Þið hafið mjög fjölbreytta söngskrá? — Það má segja að svo sé; ýmiss- konar lög íslenzk, evrópisk lög og amerisk af ýmsu tagi. Það elzta er eftir Ó. Lasso frá 17. öld og það yngsta er líklega lög við íslenzkan miðaldakveðskap eftir Jón Nordal. — Þið eigið sennilega eftir að koma fram fyrir vandláta gagnrýn- endur þarna austurfrá? — Ekki vafi á því. Þeir eru með afskaplega góða kóra, enda þótt karlakórssöngur þeirra sé með nokkuð öðrum hætti en hér tíðkast. Engin bönn og engin vandræði. Ágúst Bjarnason er sonur séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups. Hann verður fararstjóri kórsins þá daga, sem staðið verður við í Finn- landi og við snerum okkur að hon- um þar sem hann hvíldi sig í hlé- inu og spurðum hann um hlutverk fararstjórans. — Það er afskaplega létt verk að vera fararstjóri fyrir svona hópi, sagði Ágúst. — Þetta eru allt þrosk- aðir menn og vandræði koma ekki fyrir. Nú, fararstjórinn þarf að siá um að menn mæti á réttum tíma og hann stendur vanalega upp og heldur smáræðu eða jiakkar fyrir þegar um boð er að ræða. — Hvaða reglur gilda um notkun áfengis í svona söngför? — Það gilda engin benn, en við förum fram á hófsemi. Annars treystum við mönnum og það hefur gefið góða raun. —• Er það gotí fyrir röddina að smakka vín? — Nei, ekkert vin er gott fyrir röddina. Hinsvegar er afbragð að fá sér kaffisopa. Það er margt sem þarf að athuga, til dæmis er alveg Fóstbræður fóru í vel heppnaða söngför til Norðurlanda 1960 og hér eru þrjár svipmyndir úr þeirri ferð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.