Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 26

Vikan - 31.08.1961, Qupperneq 26
Nú ætlum við ekki að biðja ykkur um að lita mynd eða ráða gátur, heldur búa til vísu. Og vísan á að vera um svaninn, sem er liér á myndinni. Við efumst ekki um, að þið gelið flest búið til visu, ef þið bara reynið. Það er alveg sama, hvort útkoman verður atómijóð eða hefðbundið form með stuðium og höfuðstöfum, bara að þið mælið það af munni fram, sem ykkur dettur í hug. Þau, sem eiga beztu vís- urnar, fá að sjálfsögðu verðlaun, og þar að auki verður visan birt hér á siðunni. Og við ætlum að biðja yk'kur að skrifa, hvað sem ykkur dettur í hug. Þetta er nefnilega enginn vandi. Verðlaunin verða: Flugdreki eða saumavél. Önnur verðlaun spilaseria og fjöldi auka- verðlauna. Leggið vísuna i umslag og sendið VIKUNNI, pósthólf 149. Nafn ........................................ Aldur ............. Heimili .......................................... GÁTA Smyglari ferðaðist oft fram og til baka yfir landamærin milli tveggja landa. 1 hvert sicipti geymdi hann dýrmæta gimsteina í tannkremstúbu.Túpan var svo snilldarlega vel gerð og opið að aftan, þar sem gimsteinarnir voru settir, svo vel falið, að enginn tók eftir því. En þrátt fyrir það sáu tollverðirnir dálitið grunsamlegt við þetta og komu upp um smyglarann. Hvað var það, sem hann tók ekki með í reikninginn? Lausn á 30. bls. Þriðji verðlaunahafinn í keppninni, Valdís Magnús1- dóttir, sendi okkur þessa skemmtilegu mynd með lituðu myndinni. Þetta er að sjálfsögðu Þyrnirós í sínum fínasta skrúða, og fannst okkur viðeigandi að birta hana hér með úrslitunum. Morgunverðarboðið Kom inn, kom inn, sagði Merlin galdrakarl og opnaði fyrir þeim Kláusi og Tedda Birni. Þeir voru komnir til að heilsa upp á hann í liöllinni hans, sem hann nefndi Galdrahöllina. Þetta var skrýtið hús, enda var það bústaður galdrakarls. Útihurð- in var bak við bókahilluna í barna- herberginu. — Væri ekki tilvalið að fá sér svolitinn morgunverð? sagði galdra- karlinn, um leið og hann bauð þeim Kláusi og Tedda Birni inn. — Ég þakka, sagði Kláus, — en ég er bara ekkert svangur. — Ekki ég heldur, sagði Teddi Björn. Galdrakarlinn hló, eins og hann var vanur. Nú, ef þið viljið ekki fá morgun- verð fyrir daginn i dag, þá viljið þið kannski borða hjá mér morgun- verð fyrir daginn á morgun. Þið verðið áreiðanlega svangir þá. Kláus og Teddi Björn urðu sam- mála um, að þeir mundu verða svangir á morgun og að þeir gætu svo sem vel borðað morgunmatinn fyrir morgundaginn fyrir fram. — Það er ágætt, sagði galdra- karlinn. — Hvað vilt þú fá, Kláus? — Soðið egg, brauðsneið með osti og kakó, sagði Kláus. — Og hvað vilt þú, Teddi? spurði galdrakarlinn. Mig langar í heitar bollur með sírópi og mjólkurglas, sagði Teddi, — og líka dálítið afjtökum. — Ég skal sjá um þetta, sagði Merlin. Gerið svo vel að setjast við borðið. Kláus og Teddi litu i kringum sig í herberginu. — Fyrirgefðu, — en, sagði Kláus feiminn, — við getum ekki, við sjá- um ekkert borð til að setjast við. —■ IMikil skelfing, sagði Merlin. Ég hef gleymt að segja borðinu að koma með morgunverðinh. Biðið þið andartak. Merlin klappaði saman höndun- um og hrópaði hárri röddu: Borð, komdu strax með allt, sem með þarf! Það heyrðist einkennilegt krafs- andi hljóð á dyrunum. Merlin opn- aði, og borð kom labbandi inn. Það 'labbaði á fjórum fótum og stað- næmdist fyrir framan gluggann. Á því var skínandi hvítur dúkur, hníf- ar, gafflar og skeiðar, pipar, salt, munnþurrkur og stór krukka með sírópi. Kláus og Teddi brostu ánægðir og settust hvor á sinn stól, settu á sig þurrkuna og biðu eftir því, að einhver kæmi inn með morgunverð- inn. Og þá kom dálítið einkennilegt fyrir. Merlin galdrakarl klappaði aftur saman höndunum, og inn kom Iiæna með egg. Pottur, fullur af sjóðandi vatni, kom hoppandi inn um gluggann, og eggið stökk ofan í vatnið. Brauðsneið kom þjótandi inn um dyrnar og kom sér fyrir á diskinum hjá Kláusi. Eggið brá sér svo upp úr pottinum og settist í eggjabikarinn. Bolli, fullur af heitu kakói, kom á fullri ferð niður i gegnum reyk- liáfinn og lenti, án þess að nokkur dropi skvettist úr honum, fyrir framan Kláus. Ofnplata kom fljúgandi með ný- bakaðar bollur, og þar á eftir kom kýr með mjólkurglas. Saltkarið stökilt fram og saltaði eggið hjá Kláusi, og sírópskrukkan hellti slr- ópi á nýbakaðar bollur hjá Tedda. Gerið svo vel, kæru gestir, að byrja að borða, sagði Merlin. Og það þurfti hann ekki að segja tvisv- ar. Kláus og Teddi Björn nutu mat- arins til fulls. Þetta er bezti morgun- verður, sem ég hef nokkurn tíma smakkað, sagði Teddi Björn og sleikti út um. — Já, það finnst mér líka, sagði Kláus. Ég vildi, að ég gæti galdrað eins og Mlerlin, þá mundi ég fá mér morgunverð fyrir næsta dag á hverjum degi. örslit hun i iitaannkeppnínni Nú eru úrslit kunn í fyrri litasamkeppninni, þar sem lita átti mynd af Þyrnirósu. Fyrstu verðlaun hlaut Birna Jóhannsdóttir, 12 ára, Hellusundi 3, Reykjavík. Önnur hlaut Kristján Jóhannsson, einnig 12 ára, Túngötu 10, Siglufirði. Þriðju verðlaun hreppti svo Valdís Magnúsdóttir, 11 ára, Birkimel 6, Reykjavík. Þar sem þátttaka var geysimikil, sáum við okkur ekki annað fært en veita aukaverðlaun, og hlýtur þau einn úr hverjum aldursflokki. 5 ára, Kristján Bredðdal, Hagamel 43, Reykjavík, 6 ára, Guðrún ísleifsdóttir, Reykjahlíð 10, Reykjavík, 7 ára, Kormákur Jónsson, Rauðá, S.-Þing., 8 ára, Sigrún Grendal Magnúsdóttir, Grænuhlíð 7, Reykjavík, 9 ára, Valgerður Erlendsdóttir, Álfheimum 42, Reykjavik, 10 ára, Ólafur Ingólfsson, Grænás 2, Keflavíkurflugvelli, 11 ára, Lilja Steinþórsdóttir, Lönguhlíð 45, Akureyri, 12 ára, Þórður Jónsson, Fálkagötu 9a, Reykjavík, 13 ára, Ellnborg Jónsdóttir, Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.