Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 20
JSpennandí og sfeemmtUe0 nstnr- sn0n eftir Pntríkn Fenwick 8. hluti. — Ég sendi símskeyti til skipsins. . . — En hverju var um að kenna, að bréfinu mínu seinkaði? — Það var engu sérstöku um að kenna, sagði hann, — nema Þá kannski mér. Við verðum sjálf að sækja all- an póst til Nova Friburgo, og við átt- um svo annríkt, einmitt um þessar mundir, og ég gaf mér ekki tíma til þess. Við vorum ekki búin að kaupa jeppann þá, skilurðu . . . — Verðið þið sjálf að sækja póst- inn? Mikki gat ekki varizt Því að brosa. — Aðstæðurnar hérna í Brasiliu eru ekki öldungis hinar sömu og heima á Bretlandi. Pósturinn er ekki bor- inn út hérna tvívegis á dag, og ekki getum við hringt til kaupmannsins og látið hann senda okkur vörurnar heim. Þetta er þvi dálítið óþægilegt, svona fyrst í stað, en maður venst því furðufljótt. Og síðan við fengum Gæðing . . . — Hvað er nú það? — Jeppinn, þessi, svaraði hann. — Það var Lísa, sem gaf honum það nafn, þegar ég kom með hann. Það var ekki neitt sáttabros, sem lék um varir Beryl; það var kalt og hæðnislegt, og Mikki var í þann veg- inn að gefast upp. Hann lagði hönd- ina á arm henni. — Þetta fer allt ágætlega, ástin mín, sagði^hann hug- hreystandi. — Því versta er þegar lokið. Gistihúsið er alls ekki eins af- leitt og þú heldur. Sjáðu til . . . og þegar við tvö . . . Öll ást hans og von lá falin í þess- ari setningu. En köld hönd hennar með gljálökkuðu fingurnöglunum leit- aði ekki handtaks hans. — Ég fæ ekki skilið, hvers vegna þú sagðir mér ekki eins og var, taut- aði hún. BERYL FER AÐ IHUGA HLUTINA. Hún ætti að minnsta kosti að verða ánægð með herbergið sitt, sagði Lísa og setti blóm í vasa á borðið við rekkjustokkinn. — Ég er viss um, að hún kann prýðilega við sig hérna, sagði móðir hennar af sinni venjulegu bjartsýni. — Hún sezt hér að eins og við hin. Hún stóð á þröskuldinum og virti með velþóknun fyrir sér nýmálaða veggina, blárúðóttu gluggatjöldin, ábreiðuna og gömlu húsgögnin, sem höfðu verið gljáborin, svo að það stóð ljómi af þeim, — og loks blómin á náttborðinu, sem glóðu i aftanskininu. — Og hvað er í rauninni að gisti- húsinu að finna? spurði hún í varnar- tón. — Að minnsta kosti getur Victor gert sér það að góðu, og er hann því þó vanastur að búa á glæsilegustu og dýrustu stöðum. . . . — Þei . . . jeppinn er að koma, tók Lísa fram í fyrir henni og Þaut út að glugganum. — Já, þarna koma þau, sagði hún og kallaði: — Marín . . . Beryl er að koma. . . Þær stóðu allar þrjár úti á dyra- þrepinu, þegar jeppinn rann í hlað. Augnaráð Beryl spáði ekki neinu góðu, en samt gerði hún sér upp eins konar bros. Og Mikki, sem tók að bera inn ferðatöskurnar, gerði sér upp kæti, en Lisa, sem þekkti hann flestum betur, sá, að honum leið ekki sem bezt. — Ástarþakkir, frú Tremein, sagði Beryl hljómlausri röddu. Þegar hún svo skoðaði sjálfa sig í speglinum yfir snyrtiborðinu, komst hún að raun um, að nýi, ljósgræni dragtarkjóllinn, sem hafði kostað of fjár í Bondstræti, var grár af ryki eftir ökuferðina. Og hún var rykug langt niður á bak og brjóst og öll sömun blá og marin, það var hún viss um. — En hvað var það allt hjá því að hafa verið göbbuð . . . göbbuð alla leið hingað til þessa hræðilega staðar. Þegar Kitty gekk út úr her- berginu hennar, fór hún að gera upp reikningana. Mikki hefur logið að mér af ásettu ráði, hugsaði hún. Hann vissi, að ég mundi ekki vera svo heimsk að takast þessa ferð á hendur, ef hann segði mér, hvernig allt var í pottinn búið. Hér verð ég ekki til lengdar, svo mikið er víst. Til allrar hamingju erum við ekki gift enn þá . . 1 reiðikastinu reif hún trúlofunar- hringinn af fingri sér og fleygði hon- um á náttborðið. Hann getur hirt hann á stundinni, hugsaði hún, og ég ætla mér ekki að auðsýna honum neina miskunn, þegar ég segi honum álit mitt á þessu líka glæsilega gistihúsi hans, þar sem ekki er einu sinni rafmagn. Ég segi hon- um, að ég sé þegar búin að fá meir en nóg af því öllu saman og haldi heim aftur hið bráðasta, — strax I fyrramálið . . . og . . . En nú fór hún allt í einu að ihuga hlutina. Hún var ekki heima á Bret- landi. Hún gat ekki horfið heim til pabba og mömmu svona á stundinni. Hún átti þúsund mílur heim, og hér átti hún engan að nema þessa fjöl- skyldu. Hún kunni ekki einu sinni stakt orð í þeirri tungu, sem töluð var í landinu. Og ef hún sliti trúlof- uninni og héldi á brott héðan, hvað þá. . . Hvað átti hún Þá að taka til bragðs ? Eflaust gæti ég fengið fengið ein- hverja atvinnu í Ríó, hugsaði hún, — en ekki var hún komin alla þessa leið til þess að verða sér úti um einhverja lélega atvinnu. Hún var ekki með nema rúmlega hundrað krónur i hand- töskunni sinni. Og ferðin heim til Englands kostaði yfir tólf þúsund krónur. Og þó að henni væri það þvert um geð, tók hún hringinn og dró hann aftur á fingur sér. Það var þó skömm- inni til skárra að vera unnusta Mikka en fara að þræla í Ríó. Henni gafst þá að minhsta kosti ráðrúm til að hug- leiða, hvað gera skyldi. Hún tók af sér nýja hattinn og minntist þess, hve vondjörf hún hafði verið, þegar hún keypti hann í Lund- únum. Og svo fór hún að taka upp úr ferðatöskunum. BERYL Á SJÓNARSVIÐINU. Mundirðu eftir að koma við á póst- húsinu? spurði Lísa Mikka, sem svar- aði annars hugar: — Æ — já, það er satt. Það lá þar svarbréf við auglýsingunni. Hvað í ósköpunum hef ég gert af því? Lísa sá það á honum, að það var eitthvað, sem olli honum hugarangri. Annars mundi hann ekki hafa gleymt því, sem var þeim jafnáríðandi. Og enn fór hún að brjóta heilann um, hvað honum og Beryl kynni að hafa borið á milli. En í sömu svifum fann hann bréfið í vasa sínum, og þá greip hana slíka ákefð og eftirvænting, að hún gleymdi öllu öðru í svipinn. Hún braut bréfið upp í snatri. Það var undirritað Anna Curtis, ungfrú Anna Curtis meira að segja, og skrif- að í gistihúsi einu í Sao Paolo. Ung- frú Anna vildi fá herbergi leigt sam- stundis, og þegar henni bærist stað- festing á leigunni, ætlaði hún að koma með flugvél til Nova Friburgo og síma þaðan. Hún spurði einskis um gistihúsið, ekki heldur um leiguna, og Lísa, sem las þetta stuttorða bréf í heyranda hljóði, spurði sjálfa sig, hvers vegna sér fyndist bréfið hálft í hvoru móðgandi. Þetta var stilað eins og símskeyti, og maður fékk ó- sjálfrátt grun um, að ungfrú Anna hefði, þegar er hún reit Það, tekið þá óafturkallanlegu ákvörðun að forð- ast öll persónpleg kynni af væntanleg- um gestgjöfum sínum. — Þá verða setin bæði þau her- bergi, sem okkur hefur tekizt að ganga frá.sagði hún. Við verðum að svara bréfinu símleiðis eins snemma á morgun og unnt er. . . . Henni varð litið á Beryl, sem kom inn til þeirra í þessum svifum. Beryl hafði haft fataskipti, — hún var komin í fölrauðan organdíkjól með mjög víðu pilsi. Ljósjarpt hárið var lagt í mjúkliðaða lokka, og Það glumdi við, þegar oddhvassir háhæl- arnir skullu í gólfið. Hafði hún ekki haft hugsun á að taka einhvern heppi- legri klæðnað með sér? hugsaði Lísa, en taldi ráðlegra að hreyfa þvi ekki. Bros lék um hinar rauðlituðu, — allt of rauðlituðu — vaiir Beryl, þegar Mikki ávarpaði hana ástúðlega. En brosið var aðeins á vörunum, og ekki lézt hún sjá, þegar Mikki rétti henni höndina. Lísa, sem sá, að honum féll þetta þungt, flýtti sér að koma honum til aðstoðar. — Teið er tilbúið eftir and- artak, sagði hún. Þú ert vitanlega bæði þyrst og svöng. Það lætur yndislega í eyrum, svar- aði Beryl blíðlega. Satt bezt að segja bjóst ég alls ekki við slíkri siðmenn- ingu hérna úti á eyðimörkinni. Lísa hló. — Og okkur tekst bara sæmilega að afla okkur allra hvers- dagslegra lifsnauðsynja, sagði hún. Og Þar eð hún veitti því athygli, að Mikki varð sífellt þyngri á brúnina, bætti hún við í léttari tón: Þú hlýtur að hafa orðið fyrir eitthvað svipuð- um vonbrigðum og við, en nú hefur okkur tekizt að ganga frá tveimur herbergjum, sem bæði eru Þegar leigð, og Þá verður þetta allt auðveldara við að fást. — En glæsilegt, mælti Beryl af hæversku sinni. Svo svipaðist hún um í stofunni köldum, postulínsbláum augum, rétt eins og hún reyndi að gera sér í hugarlund, hvernig allt hefði verið þar umhorfs, — áður en tekizt hafði að ganga frá því. Lísa hafði mesta löngun til að setja duglega ofan í við hana, en sagði þess I stað: — Við höfum dásamlega sund- laug frá náttúrunnar hendi. Mikki verður að sýna þér hana. Terens frændi ýkti ekki neitt, Þegar hann sagði okkur frá henni. —- Já, hvernig lízt þér á, að við syndum dálítið, þegar við höfum drukkið teið^ spurði Mikki. Ekki virtist það boð vekja neina hrifningu með henni. — Ég er því miður ekki sérlega gefin fyrir að synda. Og svo sólbrenn ég svo hroða- lega. Það kemur víst af litarhætti mínum, sagði hún og varp þungt önd- inni. —■ En þú hefur sagt mér. . . Mikki lauk ekki við setninguna. Beryl veitti orðum hans ekki neina athygli að heldur, því að hún hafði fest augun á eitthvað bak við hann, og í fyrsta skipti, frá því að hún kom, sá Mikki einhvern áhuga vakna í tilliti henn- ar. Andartaki síðar heyrði hann Vict- or segja í dyrunum: Marín tilkynnir, að teið sé að verða tilbúið. — Já, það verður ekki nema and- artaksbið, svaraði Lísa. Beryl. . . . þetta er Victor Cleveland, gestur okk- ar. Og öryggisins vegna bætti hún við: Hann semur leikrit, sem gefa verkum Shakespeares ekkert eftir. — Það hlýtur þá að hafa verið í ritvélinni yðar, sem ég heyrði I fyrir andartaki, mælti Beryl ísmeygilega og rétti honum netta og svala hönd sína. Og þegar hún brosti við honum, var hún aftur búin að setja upp þenn- an blíða sakleysissvip, sem hún kunni svo einkar vel að beita. Og svo sneri hún sér að Mikka og mælti viðeigandi málrómi: En Mikki, elskan, — hvers vegna hefurðu ekki minnzt neitt á það við mig, að þið hefðuð svo fræg- an gest? — Ég er nú hræddur um, að ég sé ekki orðinn frægur handan Atlants- hafsins, enn sem komið er, svaraði Cleveland og brosti við, rétt eins og hann vildi láta i það skína, að þess yrði samt varla langt að bíða. — Hann tók á móti smjaðri hennar, eins og hann ætti heimtingu á því, hugsaði Lísa með gremju, sem ekki minnkaði við það, að hann bætti við: Og hvað Shakespeare varðar, þá verður að taka með í reikninginn, að hann hef- ur þrjú hundruð ára forhlaup — því miður! Beryl hló silfurskærum hlátri, sem ekki var síður ísmeygilegur en röddin. Eftir svipnum á andliti Mikka að dæma var hann ekki alveg viss um, hvort hann ætti að fagna því, eða ekki, að Beryl virtist loks aftur kom- in í sólskinsskap. Lísa lét hann um að ráða það við sig og gekk fram í eldhús, þar sem Rösa hellti heitu vatni úr feiknastór- um katli á silfurkönnuna, sem þau höfðu haft með sér að heiman. — Þú ert viss um, að vatnið hafi soðið? spurði Lisa ósjálfrátt. Rósa leit ásakandi á hana. — Þér þurfið nú ekki að spyrja um það í hvert einasta skipti, sem ég hita teið, enda þótt það kæmi einu sinni fyrir mig að gleyma því. Og Rósa reigði sig. Signor Terens kenndi mér að hita teið á sama hátt og í Gamila Englandi, — nei? Lisa hló. Það var ekki nóg, að Terens frændi hafði kennt Rósu að laga te, heldur hafði hann og kennt henni hinn furðulegasta blend- ing af ensku og írsku, sem lét sannar- lega hressandi í eyrum eftir samræð- urnar inni I stofunni. Fyrirgefðu, Rósa. Það var eltki ætl- unin að særa þig, mælti Lísa, en ár- angurinn varð ekki annar en sá, að Rósa starði spyrjandi á hana. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.