Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 10
° S3KÍMÍL5SSC}3 eftir DonalA SAMVISKUNNAR Það var ekki mikil umferð um brúna, og þegar að því kæmi að líkið fyndist, var engin ástæða til að gruna hann um morðið. Loksins kom Strætisvagninn og hann flýtti sér inn í hann og það létti á honum fargi RÖDD SILL tók friið sitt snemma í október og fór til Vermont, einj og hann hafði gert fimm undanfarin ár. Hann var sæmilega efnaður og var ekki neyddur til að ferðast á þumalfingrinum, en honum fannst frjálslegra og skemmtilegra að ferðast á þennan hátt, og honum gafst líka hetra tækifæri til að skoða sig um og njóta fjallakyrrðarinnar. Leið hans ló um Po'wnaldsdal, sem var í fegursta haustskrúði. Fyrstu næturnar gisti hann á ýmsum gististöðum, þar til hann kom í litið sveitaþorp, sem honum geðjaðist vel að og hafði aldrei komið til áður. Hann, settist að á litlu gistihúsi í grennd við þjóð- veginn, en út frá honum lógu ýmsar hliðargötur, sem hann lang- aði til að athuga betur. Á einum þessara skuggsælu malarvega var gömul yfirbyggð brú, sem hann fór yfir á hverjum degi á leið sinni til matsöluhússins, sem var mikið sótt af ferðamönnum. — Þegar ferðamannastraumurinn hættir, lokum við allan vet- urinn, sagði gestgjafinn. — Kemur fólk ekki hingað til að stunda dýraveiðar og fara á skiði? spurði Bill. — Ekki nógu margir, til að það borgi sig að hafa opið, svaraði gestgjafinn. — Við hjónin vinnum eldhússtörf í einhverju ferða- mannahótelinu, þangað til við opnum hérna aftur. — Ég kem hingað i byggðina ó hverju ári um þetta leyti, sagði Bill og drakk það, sem eftir var í ölglasinu, — svo að ég er eiginlega orðinn fastur viðskiptavinur. — Hann tók ekki eftir manninum, sem stóð við dyrnar og hlustaði ó samtal þeirra. Þetta var tötralegur maður með sítt, svart hár. Hann var í bætt- um samfesting og óhreinni, hvítri skyrtu, og það var megn óá- nægjusvipur á andliti hans. Bill borgaði reikninginn og fór, en maðurinn vék til hliðar, svo að hann kæmist fram hjá. Það var farið að skyggja, og hann varð þess ekki var, að honum var veitt eftirför, fyrr en hann kom að brúnni. Þegar hann leit við, sá hann, að maðurinn í samfestingnum kom skáimandi á eftir honum. Hann hafði ekki kynnzl nema vingjarnlegu fólki i Nýja Englandi og nam þvi staðar og beið eftir manninum. En þessi maður var síður en svo vingjarnlegur á svip. Hann starði ó Bill dökkum, leiftrandi augum. — Þessir bölvaðir ferðamenn! sagði hann geðvonzkulega. — Hvað er að? spurði Bill undrandi. — Þið komið hingað og eyðileggið sveitina okkar. Þið flæmið okkur burt úr skóginum með þessum bannsettum bílum ykkar og alls konar yfirgangi. (Þeir, sem reka veitingahúsið, eru kannski hrifnir af ykkur, en það erum við ek’ki. — En við komum hingað bara til að njóta sveitasælunnar. Við áreitum engan. — Það er nú einmitt það, sem þið gerið, sagði maðurinn og færði sig nær, svo að Bill fann vínlyktina, sem angaði af honum. — Þið ættuð að hypja ykkur burt, þið eigið ekkert erindi hing- að! Bill sá, að manninum gat varla verið sjálfrátt, svo að hann sneri við og hélt áfram. Hann gekk i myrkrinu undir hvolfþakið á brúninni, og það marraði i tréfjól'unum undir fótum hans. Maður- inn kom á eftir honum bölvandi og ragnandi. Þegar hann náði Bill, greip hann um handlegg hans. — Ætlið þér að fara? spurði hann. Bill ýtti við honum, en við það missti maðurinn alla stjórn á sér, rak upp æðisgengið öskur og réðst á Bill. Hinir mögru fingur hans læstust að hálsi hans. Bill sló frá sér af öllum kröft- um, fyrst í kviðinn á manninum, svo að hann kýttist saman, siðan í andlitið. Maðurinn hrökklaðist aftur á bak, og andlit hans slóst við brúna. Siðan lognaðist hann út af og lá grafkyrr. Bill fór nú að sjá eftir þvi, hvað hann hafði verið harðhentur, beygði sig niður að manninum og hristi hann til. — Reynið að standa upp! — Það kom ekkert svar, maðurinn hreyfði sig ekki, og andlit hans var óeðlilega tómt og liflaust. Bill hristi hann aftur — af meiri krafti en áður, en allt kom fyrir ekki. Hann beygði sig niður til að hlusta eftir hjartslættinum, og þegar hann heyrði ekkert, stirðnaði hann upp af hræðslu. Hann stóð upp og hörfaði aftur ó bak skref fyrir skref, þangað til hann var kominn yfir brúna. Hann stóð stundarkorn i rökkrinu og virti manninn fyrir sér, siðan liraðaði hann sér á burt. Þegar hann kom til gistihússins. var hann löðrandi í svita. Hann fór inn í herbergi sitt, laesti og settist á rúmið. Hvað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.