Vikan


Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 31.08.1961, Blaðsíða 18
. « Flestir hafa af því yndi að bera saman gáfur sínar og annarra og rennur mönnum það mjög til rifja, hve aðrir haga sér \ - —\ j\ fávíslega og eiga erfitt með Jfcff \/ ) / að leysa vanda, sem sýnist u~ auðleysanlegur eftir á. Dr. Matthías Jónasson: ^ En hvað hinir ern heimskir ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG GRUNNHYGGNI ANNARRA. Ég var nýlega staddur í fyrirtæki og þurfti að borga peninga. Ég tók upp einn af þessum stóru seðlum, en afgreiðslustúlkunni skjátl- aðist vitthvað við að skipta. „Það er ekki létt að vera heimsk,“ hraut henni af munni. Þetta finnst okkur öllum, nema hvað við eigum alltaf við heimsku annarra. Sjálf höfum við ekki undan heimskunni að kvarta. Þvert á móti er það yndi okkar að bera gáfur okkar saman við aðra. Oft rennur okkur til rifja, hve fávíslega þeir hafa hagað sér og hversu erfið liafa orðið þeim vandamál, sem okkur sýnast auðleyst — eftir á. Við skiljum hlutina betur og framkvæmdir okkar eru viturlegri en annarra manna. Þess vegna erum við sjátfkjörnir dómarar yfir skoðunum og gerðum annarra og okkur blöskrar grunnhyggni þeirra og úrræðaleysi. Sannarlega eru þau málefni fá, sem við berum ekki fullt skyn- bragð á, þó að duttlungar forsjónarinnar og mannleg meinbægni hafi hagað því svo, að við vorum ekki kvödd til þess vandans, sem snilli okkar hefði verið samboðinn. „Ef fjármál íslands hefðu verið falin mér, þá væri þessi þjóð stórauðug,“ sagði kona nokkur við mig. Sjálf bjó hún í lekum hermannaskála og óskilgetin börn hennar ólust upp hjá vandalausum á opinberu framfæri. Svona erum við vanmetin af grunnhyggni hinna. Hversu oft heyrum við ekki æsku- djarfan mann leysa vandamál þjóðar sinnar og jafnvel alls mann- kyns með fáeinum grunlausum setningum, meðan hann í raun er fjötraður við skólabekkinn og látinn strita við að greina milli for- setninga og atviksorða, framsöguháttar og viðtengingarháttar, til- vísunarsetninga og nafnháttarsetninga. Eins og illgresi kæfir nytja- plöntu, þannig þyrpist grunnhyggni annarra að vitsmunum hvers okkar og reynir að bæla þá niður. EF ALLIR BREYTTU EINS OG ÉG. Vissulega er það ekki létt að vera heimskur, en það er ekki heldur auðvelt fyrir okkur, sem vitum um snilli okkar og finnum ætíð hina beztu lausn á hverjum vanda og gætum þvi bent öðrum á rétta leið, að horfa á hina paufast áfram á villigötum sínum og lenda í ógöngum, sem við hefðum auðveldlega getað bægt þeim frá. Ef allir breyttu eins og ég, yrðu vandamálin færri. Eins og segir I þýzku kvæði um ráðsnjalla borgarstjórann: „Ég hef öðlast alla speki, enginn getur villt mér sýn.“ En grunnhyggni annarra kemur einmitt einna greinilegast fram í þvi, að þeir viðurkenna ekki yfirburði mína. Hversu ótvíræða dóma sem ég felli um fávizku þeirra, þá halda þeir fasl við villu sína og taka hana fyrir rétta leið. Um þetta mætti sýna átakanleg dæmi og vegna litiliætis okkar viljum við fremur henda á heimsku hinna en snilligáfur okkar sjálfra. Nærtækt dæmi er meðferð hinna grunnhyggnu á landinu okkar. Þeir hafa klesst verkum mannshandarinnar inn í hrikafcgurð þess. Mold- arkofanum, sem óx upp úr islenzkum jarðvegi, breyttu þeir í stein- hús, strönd, dal og heiði hafa þeir spillt með akvegum, jökulelfurn- ar fjötra þeir við raforkukvörnina, og í stað þess að bjargast við vík og var, eins og landið bauð, byggja þeir bryggjur og hafnarmúra. Það tekur þó út yfir allan þjófabálk, að þeir hafa rænt hinu ein- stæða hraungrýti landsins og mulið niður í vegi sina, svo að hin ómetanlegu hraun okkar eiga á hættu að eyðast. Það er því á fremstu nöf, ef alvizku okkar tekst að bjarga landinu frá eyðileggingu. Það þarf að varðveita hvert moldarhreysi, hverja hraunnibbu, hverja veg- og hafnarleysu, til þess að upprunaleg og ósnortin fegurð landsins haldist. Auðnina þarf ekki aðeins að vernda fyrir hakanum einnig gróðurinn getur spillt henni. Ránshönd mannsins og græðgi skepnunnar hafa allt frá landnámsöld skapað hér á landi hið sí- g;Ida gróðurfar, sem eitt má teljast hæfa náttúru þess og þeim ill- viðrum, sem eru hnattstöðu þess ásköpuð. Þessu má aldrei raska Hver aðfluttur viðarteinungur, sem kynni að dafna i islenzkri mold, gæti tálmað þeim sleitulausa uppblæstri og þeirri almennu jarðvegs- eyðingu, sem viðheldur stillireinni auðn landsins. Ef allir breyttu eins og ég! Ég hefi aldrei rænt hraunmola né gróðursett hríslu. Og þegar grá auðn landsins vekur mér hroll og I hjarta mínu glæðist sú von, að tækni framtíðarinnar muni takast að liraða þróun nátt- úrunnar frá auðn til gróðursældar og að íiinum viti gædda jarðar- búa sé ætlað þetta hlutverk, þá tek ég mig á, mitt í alltof mannlegum veikleika mfnum, og herði hug minn gegn þessarri tilfinningu, sem ber allof glöggan svip af heimsku hiniia. FJÖLSLUNGNA VERÖLD. Flest okkar njóta þess innilega að ræða og meta gerðir annarra. í slíkum dómum verða vinir og kunningjar oftast hart úti eins og þeir hafa unnið til, en verðleikar okkar koma hæfilega fram. Við leggjum okkur fram við að ræða þetta ólán, sem auminginn hann Jón rataði í, og vorkennum veslings Gunnu, að hún skyldi lenda á þessum strák. Bæði höfðu okkar ráð að engu, nú fá þau að súpa seyðið. — Slik umræðuefni eru vinsæl bæði í einkaviðtölum og sam- kvæmum. Inn í meðaumkun okkar með þeim grunnhyggnu blandast þægíleg þakklætistilfinning, að við erum ekki eins og aðrir menn, guð hefir gert okkur hærra undir höfði, hvort sem hinir grunn- hyggnu samtíðarmenn viðurkenna það eða ekki. Samt má vera, að einstöku sinnum læðist að okkur grunur, að ver- Framhald á bls. 36. 1Q VIXAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.