Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 6
„Það er skip inni mér.“ „Skip?“ „Já.“ ,Hvert ertu aS fara?“ „Á klósettið.“ „Er þér óglatt?“ Hann svaraði ekki og sigldi á milli borðanna. Þegar hann kom niður lagði hann ennið að veggnum. Hann reyndi að æla. Kannski var það svona sem sjórinn fann til. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐS- SON er lesendum Vikunnar kunnur síðan hann fékk fyrstu verölaun í smásagnakeppni, Vilcunnar fyrir um þaö bil tveim árum. Hann var þá nýlega oröinn blaöamaöur á Morgun- blaöinu og þaö er hann enn og hefur hann vakiö á sér athygli í blaöinu fyrir einstaklega skemmtileg viötöl og greinar, sem hann skrifar undir stöfunum i.e.s. Vikan fregnaöi, aö von vceri á nýrri bók eftir Ingimar meö haustinu og væru þaö smásögur. Hann staö- festi þessa fregn og lét blaöinu eftir eina sögu úr hinni væntanlegu bók og birtist hún hér. Ingimar er Akureyringur aö upp- runa, fœddur þar áriö 1933 og átti heima á Akureyri til 6 ára aldurs. Síöan hefur hann tekiö kennarapróf og átt heima í Reykjavlk. *ANN hafði ætlað að skoða borg- ^ / ina en sat á knæpunni, þar tT sem glasaglaumur, mas og hrjúfir hlátrar runnu saman við tónlistina — og tilfinningar hans velktust eins og stjórnlaust skip í hafi. Þegar hann stóð upp reikaði hann i spori. Það var tilgangslaust að ætla að stíga ölduna. Hann var sjálfur sjór- inn — blóð hans — eða var það tón- listin eða vinið í glösunum á borð- unum. „Hvert ertu að fara?“ spurði einn hásetanna og tók í handlegg hans. Hann reif sig lausan og sagði um leið: „Bull,“ sagði hann upphátt. „Ha?“ sagði einhver, sem stóð við hlið hans og þreif- aði eftir einhverju fyrir innan buxnaklaufina. Hann reyndi að glotta og sagði: „Finnurðu ekki skipstjórann?“ ,',Ha“, sagði maðurinn og hélt áfram að þreifa. Hann gekk upp stigann aftur. Skipið valt ekki eins mikið núna. Það var komið kvenfólk að borðinu, ein gömul og tvær ungar. Sú gamla var að hlæja að ein- hverju, sem einn hásetanna sagði, en svo drukknaði hlátur hennar i glasinu þegar hún bar það að vörunum. Hann settist við borðið og dreypti á víninu í glasinu, en leit ekki við stúlkunum. Hásetarnir voru önnum kafn- ir við að 'vera skemmtilegir á bjagaðri ensku. Hann reyndi að fyrirlíta þá, en gat það ekki. Hann fann til vanmáttar — gagnvart þeim, stúlkunum, tónlistinni og víninu. En hann langaði til að fyrirlita þetta allt; fyrir- lita þá af því, að þeir komust aldrei lengra en á knæp- urnar; fyrirlíta þær fyrir að selja líkama sinn; fyrirlita tónlistina, sem enginn hlustaði á, og vínið sem heir inundu æla. En hvað var hann betri? Hann hafði ætlað að skoða borgina, en sat samt hérna. Hvað vissi hann um þær? Hann fann að hugsun hans var óhugnanlega skýr. Hvers vegna gat hann ekki orðið sljór eins og hinir? Stúlkan við hliðina á honum horfði á hann, en hann lézt ekki taka eftir henni og saup af glasinu aftur. Hún var ólik hinni, sem hann fór með um borð siðast. Þá hafði hann einnig ætlað að skoða borginá. Það var i fyrsta sinn sem hann svaf hjá kvenmanni. Hann hafði raunar ekki sofið hjá henni. Þegar hún var sofnuð, hafði hann losað sig varlega frá henni — eins og þjóf- ur sem er að stela sjálfum sér — læðzt fram úr og lagzt á bekkinn i káetunni. Hann hafði legið lengi vakandi og fundið til andúðar á þessum ókunna likama, sem lá í kojunni hans og andaði. Það er sagt að kona elslci alltaf þann karlmann sem tók meydóm hennar, og hann geti hvenær sem honum sýnist náð valdi yfir henni aftur, þótt hún sé gift öðrum. Hann hafði spurt hásetana og þeir höfðu fullyrt að þettu væri rétt. Sumir sögðust hafa reynt það sjálfir. Það var öðru máli að gegna um karlmenn. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum. Það hafði hvorki verið gott né vont. Hann hafði skammazt sín fyrir að hafa ekki fundizt það gott og af því hann hafði sofið á bekknum, sem var allt of stuttur. Hún hafði horft á hann þegar hann klæddi sig um morguninn, teygt úr sér og andvarpað, snúið sér til veggjar og sofnað aftur. Hann hafði ekki þorað að horfa á nakinn afturenda hennar, en sá hann nú fyrir sér þegar hann laut niður að glasinu og bar það að vörum sér. Hann hafði vakið hana um hádegi og fært henni mat. Hún hafði horft á bekkinn og hlegið um leið og hún. stakk skeiðinni í munninn. Þau gátu ekki talazt við, því hún kunni aðeins þýzku. Hann vissi ekki hvað hún hugsaði og var á nálum, þangað til liún klæddi sig og hann fylgdi henni að landgöngubrúnni. Stúlkan við hliðina á honuin tók um handlegg hans, og hann rankaði við sér. Fyrst hélt hann að hún væri að segja eitthvað en svo heyrði hann að hún var að syngja. Hún horfði á hann, hallaði sér upp að honiun og söng lágt. Hann horfði á varir hennar bærast, hlust- aði á sönginn og gleymdi að hún hélt um handlegginn á honum, gleymdi öllu nema söngnum. Það var eins og hann kæmi langt úr fjarska en nálgaðist. Röddin var ýmist djúp og myrk eða björt og freyðandi. Hann skildi ekki orðin, sem veltust eins og steinar í brimi. Þegar hún hætti, linaði hún takið á handlegg hans, leit i kiúngum sig, hló vandræðalega og stakk sigarettu á milli varanna. Einn hásetanna flýtti sér að kveikja i fyrir hana. Það var löng þögn við borðið, eins og allir væru að kafa í huga sinn eftir orðum. Loks sagði einn hásetanna á hjagaðri ensku: „Syngdu meira.“ Hún hristi fyrst höfuðið, en sagði síðan: „Ekki nema hann vilji það.“ Hásetarnir horfðu þegjandi á hann, en hann horfði niður i glasið sitt. Hún hélt enn um handlegg hans. Hún vill ekki syngja hugsaði hann og leit upp 0g hristi Q VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.