Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 7
Smásaga eftir Ingimar Erlend Sigurðsson höfuðifl. Mótmælaalda barst frá hásetunum, en hún þaggafli nifl- ur i þeim og sagði: „Ég syng bara fyrir hann.“ Hann mætti augum þeirra og naut þess aS lesa öfundina úr þeim. „Biddu hana að syngja,“ sögðu þedr, en hann hristi höfuðiS crt- andi. Þeir bölvuSu honum i sand og ösku, en stúlkan sleppti takinu af handlegg hans, brosti og sagSi: „Skál.“ Brátt voru hásetarnir, sú gamla og hin stúlkan komin i há- værar samræður aftur. Allt rann saman i eitt orð og tónar sem öðru hverju svelgdist á glösunum. Hann fann að skipið veltist ekki lengur inni honum, hvorki í höfðinu né maganum. Hann glotti út i annað munnvikið og hugsaði: AnnaS hvort er það sokk- ið eða komið að landi. ,,Að hverju ertu aS brosa?“ sagði stúlkan og horfði rólega á hann. „AS hugsunum minum,“ svaraði hann. „HvaS varstu að hugsa svona skemmtilegt?“ „Ég var að hugsa um, hvort náunginn, sem ég hitti niflri á klósetti, væri búinn að finna skipstjórann," svaraði hann. „Var hann að leita að skipstjóranum þar?“ spurði hún undrandi. ,Já.“ Hún yppti öxlum og sagði svo: „Hvað ertu gamall?“ „Sautján ára.“ Hún horfði vantrúuS á hann. ,jÞú gætir verið yfir tvitugt.“ „Já, en ég er bara mömmudrengur," sagði hann. „Þá skal ég vera mamma þfn,“ sagði hún hlæjandi og lagfli höndina á öxl honum. „Þú?“ sagði hann. „Hvað ertu gömul?“ „Gettu?" „Alltaf segir kvenfólk þetta,“ sagði hann og gretti sig. „HefurSu þekkt margar konur?“ spurði hún striðnislega. „Bara mömmu mina,“ sagði hann, „en hún er dáin.“ Hún sagfli ekkert en laut niðnr að glasinu og dreypti á vin- inu. Þegar hún leit upp aftur var andlit hennar breytt, og hann fann til einkennilegs ótta þegar hann mætti augum hennar. Þau minntu á gljáandi fiska i neti. Hún horfði stöðugt á hann og sagði lágt: „Kysstu mig.“ Hann horfði á varir hennar, fann blóflið niða í æflum sinum, opnaSi munninn og sagfli, áflur en hann vissi af: „Nei.“ Svipur hennar breyttist ekki, en tungubroddurinn iflafli i munninum. „Bara einu sinni,“ sagfli hún svo. „Nei,“ sagfli hann aftur, „aldrei.“ Sviptir hennar varS eSlilegur, en hann las undrun úr augunum. Hún tók höndum um glasið og leit undan. Hann sá að hún horffli á veskið á borðinu. SiSan lyfti hún glasinu aS vörum og drakk af þvi. Hún horfSi enn á veskið, stóð svo upp og tók það af borðinu. Hann langaSi til afl biSja hana að vera kyrra. Hin unga stúlkan leit upp og spurði undrandi: „Ertu afl fara?“ „Nei, ég þarf afl skreppa frá.“ Hún leit ekki á hann og gekk frá borSinu. Hann sá, afl hún gekk fallega, en fann jafnframt að hann var orðinn sljór, og varfl undrandi. Loksins var hann orðinn eins og hinir. En hann var ekki ánægSur. Hann fann til tómleika og sá nm leið að glasið var orSið tómt. „Viltu meira?“ sagSi hásetinn, sem sat næstur honum. „Ég vil elcki þá gömlu," svarafli hann. Hásetinn hellti úr glasinu sinu yfir i hans: „Hana, drekktu þetta og reyndu að vera eins og maflur." „Ég mundi ekki vilja þá gömlu, þó mér væri borgað fyrir það,“ sagði hann þrákelknislega. „Hiin er nógu góð handa mér,“ sagði hásetinn, „þú getur þakkað þinum sæla fyrir aS sú rússneska er skotin í þér, eins og þú ert leiðinlegur." „Er hún rússnesk?" sagSi hann sljólega. „HeyrSirðu ekki aS hún söng á rússnesku?“ „Nei, er hun ekki þýzk?“ „Nei, hún er rússnesk.“ „HvaS er hún þá að gera hér?“ „SpurSn hana sjálfur," sagfli hásetinn glottandi. „Láttu hana hátta þig og syngja fyrir þig vögguljóð. Spurðu hana svo hvað hún sé að gera hér.“ Hann hló eins og rauflmagi. „SkilurSu ekki, bjáninn þinn, að hún Hann hafði ætlað að skoða borgina síðast þegar hann kom. Þá svaf hann í fyrsta sinn hjá kvenmanni. Hann hafði raunar ekki sofið hjá henni. Þegar hún var sofnuð, hafði hann losað sig varlega frá henni — læðst framúr og lagst á bekkinn f káetunni. Framhald á bls. 30. Á knæpunni rann glasaglaumur, mas og hrjúfir hlátrar sam- an við tónlistina. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.