Vikan - 07.09.1961, Side 10
Kvartanir eiginkvenna
ÞaS kemur stundum fyrir, að áskrifendur
Vikunnar gleyma af einhverjum ástæðum að
borga áskriftargjaldið, og eru þeir þá minntir
á það bréflega. Komi allt fyrir ekki, er þeim
sent bréf það, sem hér fer á eftir. Nú gerðist
það í sumar, að blaðinu barst óvenjulega
skemmtilegt bréf frá Jóhanni G. Guðnasyni í
Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum, og skal það
tekið fram, að greiðsla var raunar komin á und-
an bréfinu. Þar sem Jóhann virðist vera hinn
ritfærasti maður og llklega kominn af höfundi
Njálu, tökum „vér oss“ bessaleyfi og birtum
bréfið:
Kæri áskrifandi
Því miður höfum vér neyðzt til þess
að taka nafn yðar út úr spjaldskrá vorri
yfir áskrifendur, vegna þess að enn þá
hefur engin greiðsla borizt.
En vonandi kemur hún næstu daga,
svo að hægt sé að kippa þessu í lag
aftur, — því að eins og segir í máltæk-
inu, „engin veit, hvað átt hefur, fyrr en
misst hefur“, og öruggara er til að losna
við kvartanir eiginkvenna, bama og
annarra fjölskyldumeðlima að senda
áskriftargjaldið, ef það er þá ekki þegar
komið áleiðis.
Með beztu kveðjum.
VIKAN H.F.
Vatnahjáleigu, 10 7. 1961.
KÆRA VIKA.
Oss hafa borizt margar rukkanir um dagana,
enda erum vér skuldseigir meS afbrigöum. VerS-
ur vor væntanlega getiS sem afreksmanns á þessu
eina sviöi, þá vér erum gengnir til skárri heima.
Þær rukkanir, sem oss berast nær daglega, eru
i þurrum og köldum viöskiptatón, enda önzum
vér þeim aldrei. Þessi hin ofanskráöa er undan-
tekning frá reglunni, og því gerum vér undan-
tekningu frá reglunni.
.. Vér þurfum ekki aö greiöa Vikuna til þess
beinlínis aö losna viö „kvartanir eiginkvenna“
o.s.frv., því aö á voru fyrirmyndarheimili fyrir-
finnst engin kelling, og nöldur, nagg og jag er
allsendis óþekkt fyrirbæri.
.. Nú er reyndar svo komiö, aö stjörnuspámenn,
dulvitringar læröir og leikir, item yógakuklarar,
\hafa af mikilli þrákelkni spáö þvl upp á síökastiö,
aö brátt muni örlögin neyöast til aö táka nafn
vort út úr spjaldskrá friöardaganna (þ. e. aö
vér munum staöfesta ráö vort). „Enginn má
sköpum renna,“ segir máltækiö (svo aö vér bregö-
um fyrir oss máltœkjum eins og þér), og hefur
sett aö oss ugg nokkurn um, aö spáin muni rœt-
ast, sérdeilis þegar þess er gætt, aö oss hefur
dreymt fremur leiöinlega upp á síökastiö. Meö
tilliti til þessa svo og hins, aö oss er mætavel Ijóst,
aö Vikan er eins konar kína-lífs-élexír til aö
slæva nöldur kvenna, þoröum vér eigi annaö fyrir
vort auma líf en greiöa síöustu póstkröfu frá
yöur. Greiösla fór frám 22. f.m. Meö beztu ósk-
um og kærri kveöju.
Jóhann G. GuÖnason.
.................... I
KONA MEÐ STROKK. t>
Ekki vitum við nákvæmlega, hvað Ásmundur
Sveinsson hefur kallað þessa styttu, sem reist hefur
verið á bæjarhólnum í Árbæ. Það skiptir ekki held-
ur máli; meginatriðið er það, að styttan er til prýði
og gamli bærinn í Árbæ myndar ágætan bakgrunn
fyrir hana. Hér höfum við reyndar tekið mynd aftan
a fstyttunni til Þess að fá með útsýnið í vestur, en
þaðan blasa við úthverfi Reykjavikur. Er óvíða í
landi Reykjavíkur fegra útsýni en einmitt þarna á
bæjarhólnum, þar sem hún stendur konan með
strokkinn og horfir yfir borgina, sem þokast nær
og nær með hverju ári.
Mikilsverður
depill
í ánni
Kannski sjáið þið ekki depilinn
neðarlega í ánni. Þetta er maður,
ef vel er að gáð. Hann stendur
þarna með stöng í hendi og bíður
þess, að laxinn bíti á. Þetta er
enginn venjulegur Pétur eða Páll,
heldur forseti Islands, herra Ásgeir
Ásgeirsson. Beint á móti honum,
hinum megin við ána, standa tveir
menn, en þeir sjást víst mjög illa
á myndinni. Þar mun vera Ólafur
Noregskonungur og hefur líka
stöng í hendi. Háðu þeir þjóðhöfð-
ingjarnir eins konar landskeppni í
laxveiði. Fór keppnin fram við
Laxfoss í Norðurá, og hafði for-
seti íslands betur, því að hann
fékk einn, eins og menn muna
kannski, en Ólafur konungur hafði
enga heppni með sér og gekk
slyppur frá leik. En merkilegt er,
hve stórir menn og þjóðhöfðingjar
að auki geta orðið smávaxnir í
fjarlægð, — rétt eins og þar væru
komnir venjulegir menn.
Landskeppni í Norðurá.
Guð til sölu
Þessi mynd er tekin í bæ úti á landsbyggð-
inni, nánar tiltekið á Norðurlandi. Hún sýnir
mjög áþreifanlega, hvaða munur er á Norð-
anmönnum og oss að sunnan. Hér í Reykjavik
mega kaupsýslumenn varla sjá heillegan
búsgafl, svo að ekki séu málarar komnir
þar upp á palla og byrjaðir að útmála óend-
anleg gæði á Hörpusilki, Estrella-skyrtum,
Volvó-bifreiðum eða „fitting", sem svo er
nefndur, þar til betra orð finnst. í þpssum
norðlenzka bæ hafa þeir aðrar aðferðir. Þar
eru þessa heims gæði látin liggja milli hluta;
að minnsta kosti er ekki verið að tæla sak-
laust fólk til þess að festa fé sitt með kaupum
á sérstökum saumavélum, bifreiðum eða
skyrtum. í þessu plássi hafa heillegir bús-
gaflar æðra gildi en svo. Þar eru menn minnt-
ir á Guð og Jesúm Krist, rétt eins og það
væri verzlunarvara: Komið bara til okkar,
það er útsala hjá okkjir núna.
1Q VIKAN