Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.09.1961, Qupperneq 15

Vikan - 07.09.1961, Qupperneq 15
og heilsaði bankastjóranum. — Ég sendi einkanafnspjald mitt vegna þess, að ég vildi ekki gera uppskátt, hver sendi mig, fyrr en ég hefði kynnt mér betur allar aðstæður hér í Haverton. — Hann gekk um gólf, meðan hann talaði, og leit sem snöggvast út um gluggann. Þegar hann sneri sér við, sá hann, að Fordyce beið átekta. Augnaráð hans var grunlaust og vingjarnlegt bak við stálbúin gleraugun. — Það er auðskilið, ofursti, en gætuð þér ekki útskýrt þetta ör- lítið nánar? — Hann þagnaði, þegar sfminn hringdi, og með höndina á heyrnartólinu, sagði hann kurteislega: — Þér afsakið vonandi. — Þegar hann lyfti tólinu, stóð ofurstinn hjá honum og heyrði angistar- óp barnsins, áður en kona Fordyce sagði með niðurbældri ákefð í röddinni: — í guðanna bænum, láttu að vilja þeirra, Alec ... Banka- stjórinn starði sem steini lostinn á ofurstann, sem beygði sig niður og rauf sambandið með fyrirlitningarsvip. — Gerið ekkert, hreyfið yður ekki, segið ekkert. Það er um lífið að tefla. — Guð hjálpi mér, en þér getið ekki ... — Haldið yður saman. Þetta er rán, og ef þér viljið lifa, verðið þér að hlýða mér. Það voru svitadropar á enni Fordyce, og tólið féll úr hendi hans niður á skrifborðið. Ofurstinn tók það upp og lagði það rótega á. — Konan yðar er með rafmagnsleiðslur við bæði eyrun, sagði hann án þess að breyta um svip. — Sé straumnum hleypt á, fylgja þvi óumræðilegar kvalir. Hún mun samt ná sér aftur — likamlega, en ekki andlega ... — Hvað, — hvað viljið þér fá? — Peninga. — Ofurstinn gekk út að glugganum til að lita eftir Wallace, sem stóð við bilinn. Þegar hann sneri sér við, sat banka- stjórinn við skrifborðið i öngum sínum með kreppta hnefana. — Þér eruð óþokki ... Ofurstinn gekk til hans og dró niður rennilásinn á skjalatöskunni sinni. — Takið nú vel eftir, sagði hann. — Við getum lokið þessu af á kortéri, en ef þér sýnið mótþróa ... Hann tók um eyrnasneplana með þumalfingri og vísifingri. Það fór hrollur um Fordyce, og hann sneri sér undan. — Þér verðið að reyna að jafna yðúr. Fyrst ættuð þér að kalla i gjaldkerann og segja, að ég sé sendur hingað frá tryggingafélagi yðar, Rán og eldur, og þegar þér hafið komið hon- um í skilning um þetta, bjóðið þér mér að dveljast á heimili yðar um nóttina. Ég læt eins og ég sé $ báðum áttum, en spyr, hvort ég megi geyma farangurinn hérna, þangað til ég hafi tekið ákvörð- un, og þér biðjið gjaldkerann að senda eftir honum. Endurtakið þetta! Augnaráð Fordyce var flöktandi, og hann kom ekki upp einu orði. — Endurtakiðl Ofurstinn sló i borðið með krepptum hnef- anum. Fordyce endurtók setninguna, hikandi og i hálfum hljóð- um. — Allt í lagi. Ofurstinn leit á armbandsúrið, og í sama bili sló turnklukkan. Þegar klukkan hætti að slá, heyrðist hófadynur fyrir utan. Annars var allt hljótt. Fordyce þurrkaði sér um ennið með vasaklútnum, síðan hringdi hann í innanhússsímann. Augnabliki síðar barði gjaldkerinn að dyrum. Fordyce sagði hikandi: — Gore Hepburn ofursti kemur frá vátryggingafélaginu Rán og eldur, Pearson. Hann á að endurskoða reikningana. Ofurstinn hallaði sér aftur á bak i sfólnum og sagði alúðlega: — Mér þykir leitt að þurfa að koma yður á óvart með þessu, en það er i rauninni óhjákvæmilegt. — Ég vona, að þetta sé allt í lagi, herra. — Ef satt skal segja, hef ég nú þegar fengið tilefni til að gera smáathugasemd, sagði ofurstinn hlæjandi. — Ég kem hingað og af- hendi ykkur eitt lítilfjörlegt nafnspjald, og eftir tvær mínútur er ég skilinn einn eftir með sjálfum bankastjóranum. Ég hefði getað stungið skammbyssu milli rifjanna á honum, um leið og dyrnar lokuðust að baki mér. Pearson vætti varirnar. — Þér eruð nú ekki beinlinis ræningja- legur, herra. Ofurstinn stóð upp, lagði olnbogana valdsmannslega á stólbakið og sagði: — Þið, sem búið i sveita- þorpunum, ættuð ekki að draga slikae ályktanir. Nú á timum er ómögulegt að vita, hvernig þessi manngerð litur út, — eða hvað finnst yður, Fordyce? Fordyce hristi höfuðið, og það glytti á svitadropana á efri vörinni. — Ef þér ætlið að dveljast hérna i nótt, væri oklcur hjónunum það sönn ánægja, ef ... Ofurstinn leit á armbandsúrið. — Það er undir þvi komið, — ég vildi helzt komast lengra í dag, ef ég get. En, vel á minnzt, — gæti ég fengið ,að geyma farangurinn minn hérna, þangað til ég hef te.kið álcvörðun? Bil- stjórinn minn þarf stð fara með bilinn á verkstæði. Fordyce sagði: — Það er velkomið. Viljið þér biðja bilstjóra ofurstans að koma inn með farangurinn, Pearson? — Vissulega, hr. Fordyce, sagði Pearson og fór út. — Þér fáið engin Oscar-verðlaun fyrir þessa frammistöðu, sagði ofurst- inn kuldalega. — Þér verðið að taka Framhald á bls. 36. Hann skipaði bankastjóranum að tæma hólfin pundsseðlana fyrst, tuttugu þúsund í stóru töskurnar og tíu þúsundir í þær litlu og pokann. SNILUNGUR AÐ VEBKI »A.NN steig út úr Rolls Royce-bifreiðinni án þess að virða . # f bílstjórann viðlits og staðnæmdist framan við City- bankann, sem var baðaður í sól. Hann var furðu-rólogur, þegar tekið var tillit lil þess, að innan skamms yrði hann hundrað þúsund pundum ríkari. Hann fór yfir götuna og leit á armbandsúrið. Klukkan var tuttugu og eina og hálfa mín- útu yfir elléfu. Hann kom alveg á réttum tima. Við afgreiðsluborðið sátu tveir aðstoðarmenn. Hann vék sér að öðrum þeirra, rétti honum nafnspjakl og sagði: — Viljið þér gera svo vel að spyrja hr. Fordyce, hvort ég megi ónáða hann andartak? — Síðan sneri hann sér við og leit rann- sakandi í kringum sig. Hann heyrði manninn tala í hálfum hljóð- um við gjaldkerann og að dyr opnuðust einhvers staðar á bak við. Eftir nokkra stund kom gjaldkerinn aftur að afgreiðslu- borðinu. Hann var mjög auðmjúkur og kurteis. — Viljið þér gera svo vel að koma þessa leið, Gore Hepburn ofursti. — Þakka, sagði ofurstinn reigingslega. Gjaldkerinn fylgdi honum inn i sólríkt herbergi, þar sem Fordyce stóð við skrifborð sitt með nafnspjaldið í hendinni. Þegar dyrnar höfðu lokazt að baki ofurstanum, gekk hann irm VKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.