Vikan


Vikan - 07.09.1961, Síða 17

Vikan - 07.09.1961, Síða 17
Beryl á sér aðeins eina ósk - að flytja frá Mikka og Monte Paraiso - en það stendur allt og fellur með einu bréfi. — Það átti að liggja brúnn um- búðapappír efst i ferðakistunni minni, sagði hún afsökunarlaust. Hann sagði ekki neitt, en tók að færa koffortin og töskurnar, en svip- ur hans lét engu að síður í ljós, að hann teldi það sjálfsagðan hlut, að brúnn umbúðapappír væri sífellt við höndina i slikri stofnun sem gisti- húsi uppi í fjöllum. Og svo spurði hann allt í einu, um leið og hann benti á ferðakoffortið: — EV það ekki þetta hérna? — Jú. Hún lyfti upp lokinu, og þau störðu bæði ofan í hirzluna. Ef brúnn um- búðapappír hafði einhvern tíma legið þar efst, þá lá hann þar að minsta kosti ekki nú. — Er þetta kannski ekki þitt koff- ort? — Jú, -— tollmerkið er þarna á lok- inu. . . Hún lauk ekki setningunni, því að um leið minntist hún þess, er feiti tollvörðurinn laut henni, um leið og hann skellti merkinu á lokið og sagði brosgleiður: Farangur brúðar er frið- helgur. — Sem tollvörðurinn setti á það, þegar hann sannfærðist um, að þú værir unnusta min. Hann rétti úr sér, virti hana fyrir sér og sá, hve hörkuleg hún varð á svipinn. Það var augljóst, að hún hafði heyrt það, sem hann sagði í gistihöllinni forðum, enda varð fram- koma hennar þá til þess að vekja með honum þann grun. — Hún hafði star- að á hann eitt andartak eins og særð hind, en síðan rétt úr sér og haldið hnarreist á brott hröðum skrefum, áður en honum gafst ráðrúm til að átta sig og finna einhver orð sér til afsökunar. Á eftir hafði hann skamm- azt sín og heitið því, að hann skyldi skýra henni frá öllu, eins og það var, þegar er hann fengi tækifæri til þess. En fundum þeirra hafði ekki borið saman aftur fyrr en á járnbrautar- stöðinni i Nova Friburgo, og þá hafði öll framkoma hennar verið slík, að hann hafði ekki skap í sér til að biðj- ast afsökunar. Og hann varð að við- urkenna, að sært stolt hans hafði orðið til þess, að hann kom heldur strákslega fram við hana. Hann hlaut að viðurkenna það. Og nú sagði hún allt að því reiði- lega. — Það er óþarfi að minna mig á Það. Og svo bætti hún við: Eg skai finna umbúðapappír einhvers staðar annars staðar. Hún hugðist hraða sér á brott, hnarrreist og eldrauð í andliti, en koffortin og ferðatöskurnar voru fyrir, svo að henni varð ógreitt undan- komu. — Bíddu eitt andartak, Lísa, sagði hann og greip um arm henni. — Hvað er það? — Eg hef löngun til að útskýra dálítið. . . . — Útskýra? endurtók hún og lyfti brúnum. — Þú heyrir Það, sem mér varð að orði, þarna I gistihöllinni forðum, sagði hann. Hún svaraði ekki, en svipur hennar varð aftur hörkulegur. — Þú skilur það, Lísa. . . . En nú brá svo kynlega við, að hann mundi ekki orð af þvi, sem hann hafði ætlað að segja, — að hann, Victor Cleve- land, stóð orðlaus, — hann, sem hafði leikið sér svo að andríkum orðum og setningum í hinu kunna leikriti sínu, að áheyrendur létu töfrast til hláturs og gráts á víxl, honum vafð- ist nú allt í einu tunga um tönn. . . LOKS VINIR AFTUR. < Mér þykir leitt, að þú skyldir heyra hvað ég sagði forðum, mælti Cleve- land loks. Ég hafði ekki hugmynd um, að þú værir þarna við sundlaug- ina. — Það skiptir ekki neinu máli, flýtti Lisa sér að segja. — Um að Framhald á bls. 25. Marín, viltu giftast mér, ástin mín? spurði hann. VUCAK 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.