Vikan


Vikan - 07.09.1961, Side 19

Vikan - 07.09.1961, Side 19
óhagganleg eðlisávísun höfðu á- kvarðað. HLUTVERK VITUNDARINNAR. Samkvæmt þessari túlkun rækir vitundin aðeins staðgengilshlutverk. Hún er skilin sem upphót fyrir ó- fullnægjandi eðlisávísun. Og ákvörð- un mannsins sem vitsmunaveru í menningarsamfélagi verður út frá þessu sjónarmiði ekki afar háfleyg. „Viðfangsefni mannsins er fra.nar öllu það að viðhalda lífinu. Þeita sýnir sig ijóslega í því, að mannlegt samfélag, t. d. þjóð, getur ekki sett sér neitt æðra keppimark en það að vernda sina eigin tilveru." — Þann- ig kemst Gehlen að orði i bók sinni. Maðurinn. Eðli hans og staða í til- verunni. — Sú bók olli hörðum deilum, þegar hún kom út fyrir tveimur áratugum, og þann óróa hefur ekki lægt að fullu enn. Samt er höfundurinn enginn efn- ishyggjumaður. Hér er fremur um að ræða tilraun til að skýra hið ævaforna vandamál: afstöðu anda og efnis. Á henni eru þó miklir erf- iðleikar, eins og á hverri þeirri skýringu manneðlisins, sem afneit- ar frumleik og eigin gildi andans Menningin birtist þá sem eins kon- ai vöntunarsjúkdómur, tilviljunar- kennd aulcaframleiðsla, sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri þró- vnarstefnu, —■ líkt og perian m.vnd- ast í skelinni fyrir tilviljunarkennd áhrif. Slíkur skilningur rænir menn- inguna eigingildi hennar. En einnig vitundin sjálf glatar þýðingu sinni út frá þessu sjónar- miði. „Vitundin, sem snýr út á við, er hjálpartæki til þess að fullkomna lífræna þróun og því samkvæmt eðli sinu hvorki fær né til þess kjörin að skilja þá þróun“ (Gehlen, op. cit). Ef menningin væri afkvæmi svo Iágt settrar þernu, ætti hún auðvitað ekkert tilkall til hásætis, En andinn hefur sína yfirburði, sem öll efnis- túlkun verður að lúta. Þá staðreynd mætti orða einfaldlega: Andinn veit um efnið, en efnið veit ekki um andann. Það er t. d. vitund ofan- greinds ■ heimspekings, sem reynir að skýra fyrir sér þróun lífræns efnis og tilurð og tilgang vitundar- innar. Efninu sjálfu er ókunnugt um þessa viðleitni. Og framar öllu: Kenning hans sjálfs hefur þvi að- eins gildi, að vitund hans sé sjálfs sín vitandi og frjáls úr efnisviðjum til að draga ályktanir af þeim stað- reyndum, sem hún fjallar um. Ég þori ekki að hætta mér út i stranga rökfræði um þetta atriði, þó að það sé afar mikilvægt fyrir skilning mannsins á sjálfuin sér, — stöðu sinni í veröldinni og menn- ingarhlutverki sinu. Þegar efnis- 'iyggjumaður reynir að shýra and- ann sem einbert eínisfynrhæri, flækist hann alltaf í sjálfsmótsögn. Hann verður sem sé að gera undan- tekningu fyrir sína eigin vitund, því að liún grípur yfir efnið, um leið og hún veit til sjálfrar sín og setur fram kenningar, sem eiga að hafa almennt gildi. En þær væru auðvit- að hrein markleysa, ef vitundin væri ekki annað en efnisfyrirbæri, alháð lögmálum efnisins. Mörgum kann að virðast, sem slikar hollaleggingar komi fræði- mönnum einum við. Það er samt ekki rétt. Allt, sem snertir skilning mannsins á sjálfum sér og menning- arhlutverki sínu, er hverjum hugs- andi einstaklingi brennandi vanda- mái. Eftir skilningi hans á því ræk- Framhald á bls. 30. Enn í dag lifa svo frum- stæðir þjóðflokkar í frumskógum Afríku og Suður-Ameríku, að ætla mætti, að bilið milli þeirra og frummannsins væri ekki ýkjabreitt. • '' ,r ^ ,W . Hið eilífa kvenlega gluggatjöld Hjónakornin °g — Jónína . . . — Já, hvað. . . . — Amar eitthvað að þér? ■—■ Mér? Nei. . . því heldurðu það? — Þú ert eitthvað svo döpur í bragði...... — Jæja, er ég það? — Já, — það ertu. Og það er ekki vegna Þess, að ég vilji hnýs- ast i þína hagi, að ég spyr. . . þú mátt ekki fyrir nokkurn mun taka það þannig. . . . heldur ein- göngu vegna þess, að mig langar til að vita, á hverju ég á von, -— svo að það dynji ekki á mér allsendis óviðbúnum, skilurðu. — Já, . . . ég skil. Nei, nei, — þú þarft ekki að óttast, að mér hafi komið til hugar, að það væri af nærgætni við mig. . . — Heyrðu, — af hverju starirðu svona á gluggatjöldin? Þú ætlar þó ekki að fara að telja mér trú um, að þú sért strax orðin óánægð með þau? ■—• Hvað áttu við með „strax?“ —- Hvað á ég við? Varstu ekki að Ijúka við Það í gær að ganga frá þeim? — Reyndar. -— Það getur þó varla verið, að það séu þau, sem eiga sök á þess- um dapurleika þinum ... — Og hvers vegna getur það varla verið, ef ég má spyrja? — Þú, sem varst svo ánægð með þau í gær, — stolt af þeim, eins og þú hefur líka fyllstu ástæðu til . . . — Jæja. . . hef ég fyllstu á- stæðu til þess? — Og frú Þórarins var að enda við að ljúka á þau slíku lofsorði. . . að ég hef bara aldrei á ævi minni heyrt annað eins. . . — Eg ekki heldur. . . . Ég ekki heldur, nema ef Það kynni að vera lofræðan, sem ég hélt heima hjá henni á föstudaginn, þegar hún sýndi mér nýju gluggatjöldin ... — Nú-já, einmitt . . . Þetta hefur þá verið kaup kaups. En látum það vera. Hún kann að hafa meint allt, sem hún sagði, eins fyrir það. öldungis eins og Þú. . . — Já, einmitt . . . öldungis eins og ég. Heyrðu, Jón minn elskan. Þú fyrirgefur, en ég er að velta því fyrir mér á stundum, hvdrt ég hafi orðið fyrir þvi að giftast alveg óvenjulega heimskum manni eða hvort allir karlmenn séu jafn- miklir nautshausar og þú. . . — A—ha . . . Þarna kom það þá, Jónina elskan. Ég vissi, að það var eitthvað, sem ég mátti eiga von á! Jæja, gott að Það voru ekki gluggatjöldin. — — Jón, nautshaus, nautshaus. . . . Skilurðu þá ekki, að það eru einmitt gluggatjöldin . . . Skilurðu ekki, að ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi séð aðra eins horn- grýtis ómynd og þessi nýju glugga- tjöld heima hjá henni írú Þórar- ins. . . . Og skilurðu þá ekki, að það hlýtur einmitt að hafa verið . . . kaups, kaups, eins og þú sagðir, þegar hún. . . Skilurðu það ekki, nautshausinn þinn, að ég verð að taka þessi gluggatjöld niður og fá mér önnur ný. . . Gægir. vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.