Vikan - 14.09.1961, Qupperneq 3
' ';. -0'
'■'. .. ; 'K?í
■' ■•■'■': .
Ritstjúrn, 08 auK^Kor^SkipJioUl
..■**' . **«*’ *’ ' ' ’áVs:
'' N,
Útgcfandi: VIKAN ií.F.
RitBtjóri:
Gíali 8igurBsnon (ábm.)
Anglýslnguítjóri:
JóhBnnes Jörundssoh.
FramkTtcmdastjóri:
Hilmar A. Kristjénsson.
/ næsta blaði verður m. a.:
* Spurning Vikunnar: Teljið þér rétt að stuðla að þvi, að út-
lendir menn gerist íslenzkir ríkisborgar og öllum þjóðflokkum
yrði gefin jöfn aðstaða til að setjast hér að? Átta menn svara.
* Konur eru rómantízkar. Smásaga eftir Simon Alvar.
* íslenzkur forstjóri á Langasandi. Raett vi(S Sverri Runólfsson,
sem fluttist til Langasands fyrir sextán árum og á þar
blómlegt fyrirtæki.
* Friðill í strompinum. Furðuleg saga, sem byggð er á skýrslu
frá lögreglunni í Stokkhólmi.
* í fullri alvöru: Að minnast einnig þess, sem vel er gert.
* Perlufesti glerbrúðunnar. Smásaga eftir Valborgu Bentsdóttur.
* Síðasti þáttur verðlaunakeppninnar. Keppt um þriðja
transistor-útvarpstækið.
* Maðurinn, höfuðvandamál sjálfs sín. Grein eftir dr. Matthías
Jónsson.
* Vikan og tæknin, hjónakornin, æskan og lífið, fólk á förnum
vegi, pósturinn, draumráðningaþátturinn, krossgáta, ungfrú
Yndisfrlð, bridgaþáttur, skákjþáttur, myndasögur og aðrir
fastir þættir eins og venjulega.
gilt ráð væri unnt að gefa við
þessu. Þetta stafaði oft af hor-
mónaskorti, — en auk þess gæti
þetta stafað af skyndilegum vexti
og gæti því smátt og smátt breytzt
til batnaðar. Það sakar sem sagt
síður en svo fyrir þessar ungfrúr
að leita ráða læknis, og getur
pósturinn því miður ekki gert
annað en samhryggjast þessum
döpru dömum. Þið hefðuð átt að
vera upp á ykkar bezta um 1930,
þegar flatt brjóst var einungis
fegurðarauki. Kannski kemst
þetta aftur í tízku, áður en varir.
Og enn eitt: Það þarf engin að
skammast sín fyrir að nota gervi-
brjóst,
Síástfangin ...
Kæra Vika.
Ég ætla að byrja að þakka þér
fyrir allt gamalt og gott og sérstak-
lega fyrir framlialdssöguna Ungl-
ingar á glapstigum.
Og nú langar mig til að spyrja þig
nm dálitið. Ég er sextán ára og
þokkalega útlitandi, held ég. Ég fer
mikið út að skemmta mér og er oft
með strákum. En það er einhvern
veginn svoleiðis með mig, að ég
er alltaf að verða ástfangin, en ég
er það bara svo stutt í einu. Ég
verð kannski bálskotin í strák i
svona viku, og svo er allt búið, og
ég vil ekki sjá hann. Mér finnst
þetta voða leiðinlegt, því að ég var
nú að gera mér vonir um að geta
elskað eiginmanninn minn( hvenær
sem ég eignast hann) meira en i
viku. Getur þetta verið normalt?
Hvernig er skriftin?
B. B.
Verða borgarbúar veskú
að sofa á næturnar?
Kæri póstur.
Ég hef oft séð, að þú birtir nöld-
urbréf frá lesendum þinum, og er
það vel, því að ég veit, að þú, Vika
góð, nærð til svo margra. Og nú
langar mig til að bæta einu sliku
bréfi við allan fjöldann. — Það er
oft fundið að þvi, að „Ríkið“ sé ekki
opið á kvöldin, hvað þá næturnar,
— síðast i pósti Vikunnar, og ætla
ég því ekki að minnast á það að
sinni. Hitt er svo Reykjavíkurbúum
til mun meiri skammar, og það er
hin algera deyfð yfir borginni á
næturnar. Ég á ekki við, að borgar-
búar séu með uppivöðslusemi og
læti alla nóttina, — en minna má
nú gagn gera. Það skortir gjörsam-
lega alla þjónustu við bæjarbúa á
næturnar. Verða borgarbúar veskú
að sofa á næturnar? — Bagalegast
finnst mér tvennt: Ef ferðamaður
kemur til borgarinnar að nóttu til,
glorhungraður, getur hann hvergi
í gervöllum bænum fengið sér mat-
arbita. Er þetta nú nokkur liæfa?
Og númer tvö: Það er hvergi, —
hvergi, — hægt að fá benzin á bílinn
sinn alla nóttina! Það væri a.m.k.
liægt að hafa eina benzinstöð opna
alla nóttina, og gætu stöðvarnar
skipzt á, t.d. vikulega. Hvaða aftur-
haldsseggir standa fyrir þessum ó-
sköpum?
Setjum dæmið upp þannig: Ég
þarf að fara frá kaupstað á Norður.
landi suður til Keflavikur að kvöldi
dags. Ég fylli bílinn, áður en ég
legg af stað, en í Reykjavik er ég
orðinn svo til benzinlaus. Það
sprakk á leiðinni, og ég tafðist um
nokkra tíma og er því orðinn ban-
hungraður. Nú kemst ég ekki á ben-
zíninu til Keflavíkur, og matarbit-
inn er búinn. Klukkan er hálftvö um
nótt. Hvað á ég að gera? Jú, ég
verð að leggjast fyrir í bilnum, solt-
inn og vonsvikinn, og biða til morg-
uns.
Þetta er vafalaust aðeins eitt af
því fáa, sem bæta mætti úr varð-
andi næturlíf Reykjavíkur. Ég á alls
ekki við skemmtanalifið. Mér finnst
alltaf Reykjavík vera eitthvað sein-
þroska, — þótt hún státi af 175 ára
þroskaferli um þessar mundir.
Með kærri þökk fyrir birtinguna.
Ásmundur.
Póstinum hafa borizt nokkur bréf
frá flatbrjósta frökenum, og virð.
ist þetta há þeim talsvert, meira
að segja titlar ein sig „örvita“,
og er þá nokkuð langt gengið.
Engin þeirra vill láta birta bréf
sitt.. Auðvitað. getur. pósturinn
ekki bætt úr þessari neyð þeirra
með einu svari. Ég sneri mér til
læknis. varðandi. þetta. mikla
vandamál, og sagði hann, að ef
þessar yngismeyjar væru orðnar
það gamlar, að eðlilegt væri, að
farið væri að votta fyrir útvexti
á brjóstkassanura, yrðu þær að
leita tn læknis, því að ekkert al-
Kæra B. B. Ekki held ég, að þú
þurfir að kvíða neinu að svo
komnu máli. Og af bréfi þínu að
dæma virðist þú fyllilega „nor-
mal.“ Sannleikurinn er líklega sá,
að þú hefur enn ekki orðið ást-
fangin, — eða þá hef ég ekki
skilið orðið ást. Telpur á þínum
aldri eru sífellt að verða „skotn-
ar“ í hinum og þessum, og það
er alveg eins og það á að vera.
Einhvern tíma verður þú alvar-
lega „skotin“ og það í meira en
viku, og þá geturðu fyrst farið að
hugsa um hjónabandið.
Skriftin er lítt mótuð og hálf-
barnaleg, og er það von, því að
skriftin mótast yfirleitt ekki að
fullu fyrr en eftir tvítugt. En
stafsetningin þín er skelfilega
bágindaleg.
Hörundsflúruð yngismær...
Kæra Vika minl
Gefðu mér nú gott ráð. Svo er
mál með vexti, að ég er búin að vera
með strák í allt suinar og er gasa-
lega hrifin af honum. Svo datt sú
della i mig um daginn að rispa með
nál nafnið hans á handlegginn á
mér, þó nokkuð djúpt. Og nú stend-
ur það skýrum stöfum á handleggn-
um á mér, þótt það sé um mánuður
siðan ég rispaði það. Nú finnst mér
það svo leiðinlegt að hafa gert það,
en ég hugsaði ekkert út í það, að
þetta yrði lengi, því miður. Ég verð
að „meika“ yfir það, þegar ég fer
á böll eða eitthvað annað.
Elsku Vika mín, hjálpaðu mér nú
um ráð til þess að minnsta kosti að
deyfa stafina. — Svo fæ ég svo mikil
för eftir stigvél, sem ég er á í vinn-
unni, að ég næ þeim varia af. Veiztu
um eitthvað, sem nær þeim af?
Ástarþakklæti fyrir fram..
M.
P.S. Hvernig er skriftin?
„Gottáðig!“ segja krakkarnir, o£
mér liggur næstum við að segja
það sama. Ég er alveg hissa á
stálpaðri stúlku eins og þér að
gera sig seka um svona kjána-
skap. En þetta er búið og gert, og
þvj miður er hreint ekkert við
þessu að gera. — Tíminn verður
að græða þetta sár — eins og
önnur. Þótt enn beri talsvert á
örunum eftir þetta krass þitt, er
samt líklegt, að þetta máist smátt
og smátt út. En ofan í sólbrennda
húð hverfur yfirleitt með vetrin-
um. En ef þetta ætlar ekki að
hverfa, ræð ég þér eindregið að
leita læknis og fá hann til a&
fjarlægja þetta. Hugsaðu þér,
þegar þú ert orðin virðuleg, gift
kona, — að þurfa að sitja uppí
með mannsnafn (sem þu verður
kannski búin að gleyma) flúrað á
handlegginn á þér eins og sjóaril
Þessi för eftir stígvélin stafa
að öllum líkindum af því, að þú
gengur ekki í mátulega stórum
stígvélum.
Skriftin er til fyrirmyndar, mjög
þokkaleg og samræmir sér vel.
Smásjár . . .
Kæra Vika.
Mig langar til að biðja þig að gera
mér smágreiSa og senda mér upp-
lýsingar i Póstinum um það, hvort
fáist i Reykjavík eSa annars staSar
smásjár og verS á þeim. Svo þakka
ég þér fyrir hiS frjálsa og fjölbreytta
efni, sem er jafnt fyrir börn sem
gamalmenni, — og þaS má frekar
aukast.
MeS fyrir fram þökk,
Áskrifandi.
Smásjár má fá með aðstoð flestra
gleraugnaverzlana í Reykjavík,
og getur þú valið þér einhverja
þeirra í símaskránni. Verðið er
eðlilega mjög misjafnt.
Heyrðu, klukkan er orðin
hálfþrjú.
CCu-Á)'
Hann týndi heimilisfanginu.
VIKAKÍ 3