Vikan - 14.09.1961, Síða 33
með höndum hlutverk forsöngvara
og fór það af mikilli snilli. Bættust
æ fleiri utan inn bálið, unz tiltölu-
lega fáir voru eftir á stjái á flötun-
um. Það var lika varðeldur hjá skát-
um yfir í Langadal, og Mogginn
minntist aðeins á hann og sagði,
að munurinn á lifinu i Langadal og
ólátunum i Húsadal hefði verið
áhrifameiri en heil bindindisræða.
Hefði þeim ágæta manni, er það
skrifaði, verið nær að lita vestur
yfir háisinn og sjá ólætin og þetta,
sem hann kaliaði Nýhafnarbrag,
með eigin augum.
Það var hætt að syngja við bálið
hjá Úlfari um tvöleytið, og gerðist
ekkert markvert á almannafæri
eftir það, — ekki einu sinni þetta
óskapiega, sem fanatiskir bindindis-
frömuðir mundu geta veit sér upp
úr. Það var svolítið eigrað um til
þess að nota timann til hlitar, þvi
að næsta kvöld yrðu ílatirnar
mannlausar og alit þetta fólk komið
til sins heima.
Um morguninn var enn sólskin
og iogn.
_______ SgSSrf /
Mannskapurinn var framlágur
þennan morgun, og margir reistu
ekki eyrun fyrr en undir hádegi.
Þá var háreystin að mestu úr sög-
unni og raddir náttúrunnar þagnað-
ar. Fólk pakkaði saman pjönkum
sínum, og kvenfólkinu gekk miklu
betur að ná niður tjöldunum en
koma þeim upp, eða var það bara
vegna þess, að gæjarnir voru eitt-
hvað eftir sig og miklu áhugaminni
að hjálpa kvenþjóðinni, þegar tæp-
lega væri von um neinn eftirleik?
Það var útfall, og eftirvæntingin og
spennan, sem hafði legið í loftinu
yfir Mörkinni á laugardagskvöldið,
var fyrir bí. Fyrsti bíllinn frá Úif-
ari fór á miðjum degi, og ég tók
mér far með honum. Það voru gerð-
ar nokkrar heiðarlegar tilraunir til
að upphefja söng, en flestir voru
þegjandi hásir, og samkoman var
þögul og þreytt á svipinn. Mér komu
i hug orð skáldsins úr kvæðinu
Messan á Mosfelli:
Það voru hljóðir og hógværir menn,
sem héldu til Reykjavíkur.
Husqvarna
STRAUJÁRN
með THERMOSTAT eykur ánægjuna við frá-
gang á þvottinum.
★
Husqvarna framleiðsla er viðurkennd fyrir
gæði.
★
Fæst víða í verzlunum.
★ !'■ í '!
Gunnar Ásgeirsson h.í.
Suðurlandsbraut 16. - Sími 35200
CLOZONE er grófkornað
þvottaefni sem náð hefur
miklum vinsældum hér sem
erlendis.
CLOZONE hefur hlotið við-
urkenningu sem úrvals
framleiðsla.
CLOZONE er drjúgt og
kraftmikið — sléttfull mat-
skeið nægir i 4,5 litra vatns.
CLOZONE er þvottaefnið
sem leysir vandann með ull-
arföt og viðkvæm efni.
CLOZONE fer vql með
hendur yðar.
CLOZONE gerir þvott yðar
hvítan sem mjöll.
CLOZONE ER HVÍTAST.
Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO H.F.
Sími 11400
Mig grunar, að þau hafi átt vel
við flesta, sem lögðu upp úr Mörk-
inni að endaðri þessari verzlunar-
mannahelgi.
Gísli Sigurðsson.
SPHÍH) ER BEST.
Framhald af bls. 17.
— Jú, henni gengur betur nú en
í byrjun, og ef ekki er talað hratt
við hana, þá skilur hún það.
— Hvernig líkar strákunum ykk-
ar að v£ra hér?
— Þéim liður vel. Sá stærri er 9
ára. Siðastliðinn vetur var liann í
Austurbæjarskóiianum, og ég held
ég megi segja, að honum hafi bara
gengið yel. Sá minni er 6 ára. Hann
hefur ekki verið i skóla, en hann er
alltaf með íslenzkum strákum, og
þeim kemur vei saman. Hann er eklti
alveg eins góður i málinu og sá eldri,
en gengur ágætlega samt.
— Hvernig finnst ykkur að lifa
hér, — efnalega séð?
— Það er margt ódýrara hér en í
Færeyjum. Föt eru kannski dýrari
hér og ýmislegt annað. Færeysk
kona, sem býr hér, en fór i suinar-
friinu sinu til Færeyja, sagði, að
þar væri flest dýrara. Fyrir gengis-
fellingu var sagt, að allt væri dýr-
ara hér.
— Hafið þið ferðazt mikið um
landið?
— Já, dálitið. Færeysk kona, sem
er ekkja, bauð okkur til Þingvalla,
Ljósafoss og Hveragerðis.
— Hvernig leizt ykkur á landið?
— Mér likaði mjög vel á Þingvöll-
um, en þó kunni ég betur við mig,
þegar við komum svolítið lengra;
þar var kjarr og mjög fallegt. Þar
í'annst mér mjög fallegt. Við stönz-
uðum þarna, á meðan við borðuð-
um, og nutum veðurbliðunnar.
— Fannst ykkur ekki hverasvæð-
ið í Hveragerði sérkennilegt?
— Fyrir okkur var þetta mjög
einkennilegt, því að við höfðum
aldrei séð hveri fyrr, og var þetta
því mjög óvanalegt fyrirbæri. Og
fyrir ykkur liljóta hverirnir að vera
mj ög gagnlegir, — að minnsta kosti
finnst okkur injög þægilegt að hafa
liitaveituna.
— Hafið þið ekki skroppið neitt
norður á bóginn?
— Jú, í sumar fór öll fjölskyldan
í Vatnaskóg og líkaði prýðilega. Við
fengum lánað tjald og vorum þarna
1 smátima með IÍ.F.U.M.
— Hafið þið getað vanizt matnum
hérna?
— Mér finnst íslendingar hafa
góðan mat. Aunars er matur hérna
svipaður og i Færeyjum. Við höfum
mat, sem þið hafið ekki, og öfugt.
VIKAN 33