Vikan - 14.09.1961, Síða 38
Ekki er allt ... Frh.
vinur, — sagði hún, — ég átti ekki
við, að mig langaði til að fara að
skoða þinghússbygginguna. Ég hef
löngun til.að fara í fína næturklúbba
og veitingahús. Já, — ég vildi svo
gjarnan fara á staði, þar sem sjá
má fræga menn, filmstjörnur, prinsa
og listamenn. —
Eitt andartak var hann agndofa
af undrun. Svo sagði hann biturt:
— Þú átt við staði, sem ég hef ekki
efni á að sækja.
Hún forÁaðist augnaráð hans. —
Já, á vissan hátt, svaraði hún.
Hann stóð upp og bjóst til að
þjóta út úr stofunni. En hún sló
handleggjunum utan um hann og
hélt honum föstum. — Ekki að
fara, Bill. Ég er miklu hrifnari af
þér en hokkrum hinna. Vertu nú
góður, og farðu ekki frá mér, sagði
hún biðjandi.
En eftir þvi serm mánuðirnir liðu
og andlit Jennýjar kom oftar fram
i vikublöðum og dagblöðum, urðu
kvöldin færri og færri, sem hún gat
verið með Bill. Nú var hún alltaf
með ungurn, manni, — Derek Jones
að nafni. — Hann virtist ekki hafa
neitt sérstakt starf, en tómstunda-
gaman hans var kappakstur bíla.
Bill fannst, að hann væri eins og
á útjaðri kvikmyndar, þar sem mað-
urinn verður ae minni og minni, unz
hann hverfur í fjarlægðina.
— Mér geðjast vel að Derek, en
ég er ekki ástfangin af honum, sagði
Jenný eitt sinn við Bill ... Hann
hefði ef til vill getað skilið það,
ef hún hefði orðið ástfangin af ein-
hverjum öðrum, en breytingin, sem
nú var orðin á henni, var honum
ráðgáta. Og af því að hann var
gramur og særður og hálfruglaður
í þessu öllu saman, voru þau alltaf
að kíta, þegar þau voru saman.
Síðasta kvöldið, sem Bill var með
Jennýju, var frá upphafi dæmt til
að misheppnast. Derek átti italskan
sportbíl, en Bill varð að sækja hana
fótgangandi, — hann hafði ekki
nægar tekjur til þess að eiga bíl. —
Hann fór með hana á veitingahús,
þar sem þau voru í raun og veru
einu gestirnir. Hann pantaði mat
með undarlegu nafni, en svo kom
í ljós, að þetta voru bara venjuleg
þorskhrogn.
— Þér lika víst ekki þorskhrogn?
spurði liann.
— O, jú reyndar, svaraði hún
kurteislega, á meðan hún reyndi að
smakka á matnum. — En ég er nú
ekki verulega svöng rétt núna.
Hann fann á sér, að hún var með
uppgerð, þegar hún sagði, að henni
geðjaðist að matnum og að hún
skemmti sér. — Um eitt skeið þekkt-
ust þau betur en svo, að slíkt væri
hugsanlegt, hugsaði Bill. Og þá datt
honum í hug, að sjálfsagt þekkti
Derek alla staðina með dýru mál-
tíðunum og tilhaldinu, — og hann
varð þögull, dapur og bitur.
Máltíðin varð dýrari en Bill hafði
gert ráð fyrir, og þvi hafði hann
enga peninga fyrir bíl heim. Þau
urðu að bíða kortér eftir strætis-
vagni. — Jenný hefði ekki sett það
fyrir sig í gamla daga heima í
Blessingham, hugsaði Bill. En nú
fann hann, að hún bæri hann sam-
an við Derek.
— Hvernig gengur það með Der-
ek? spurði hann, þegar þau sátu
hlið við hlið i vagninum.
Hvort sem hún heyrði hinn bitra
tón í rödd hans eða ekki, þá lét hún
sem ekkert væri.
Hann hefur boðið mér i sam-
kvæmi á laugardag, sagði hún. —
Hann þekkir einhvern, sem á
skemmtisnekkju. Þar er haldin há-
tíð um borð einu sinni á ári.
Enginn hafði nokkru sinni boðið
Bill í samkvæmi um borð í skemmti-
snekkju. Hann þekkti ekki fólkið,
sem hafði efni á að halda veizlu um
borð í skemmtiskipi. Hann hataði
þetta fóik, — já, alla þá, sem tóku
Jennýju frá honum, — tóku frá hon-
um indælu stúlkuna, sem hann
þekkti í Blessingham.
— Er það Derek, sem þú ert hrif-
in af, eða peningarnir hans? hrökk
af Törum hans.
— Ekki að taka það á þennan
hátt, Bill, sagði hún. Hún leit und-
an. — Ég sagði, að ég þyrfti að upp-
götva, hvers konar manneskja ég
væri.
— Ég hélt nú, að ég vissi það,
svaraði hann beizklega. — Ég hélt,
að þú elskaðir mig. En ég veit ekk-
ert lengur um þig.
Hún starði út um gluggann.
— Ást, ást, sagði hún. — Þú
hyggur, að þetta sé svo einfalt.
Stundum er ástin ekki nóg.
— Jenný, sagði hann, — eftir
kvöldið í kvöld ætla ég ekki að vera
lengur með þér.
Hún sneri sér að honum og hróp-
aði skelfd: — Ó, Bill, þú mátt ekki
tala svona.
— Jenný, sagði hann og fann, að
hann elskaði hana, en að hann varð
að særa hana til þess að ná til henn-
ar. — Þú vilt gjarnan vera með mér
einu sinni í hálfum mánuði. Þú vilt
hafa mig sem varaskeifu. En það
er mér ekki nóg. Annaðhvort lætur
]>ú Derek og hina sigla sinn sjó eða
við látum ævintýri lokið, indælu
ævintýri að visu. — Hann hélt
áfram og særði hana djúpt af ásettu
ráði: — Auk þess ert þú ekki sú
slúlka, sem ég varð' ástfanginn af.
Hún var ekki af þeirri gerð, sem er
á hnotskóg eftir peningum.
Hún varð bálreið. — Og maður-
inn, sem ég þekkti i Blessingham,
var ekki svo hræðilega viðbjóðs-
legur sem þú hefur verið i allt
kvöld, sagði hún, stóð upp og bjóst
til að fara.
Hann lét hana fara. Hann sá hana
fara út úr vagninum og ganga niður
götuna. — Jæja, svona fór það, —
sagði hann við sjátfan sig.
Þetta gerðist í apríl. í marz árið
eftir sendi firmað hann til Bless-
ingham að nýju. í fyrstu hafði Bill
verið mjög beizkur eftir skilnaðinn
við Jennýju. En tíminn læknar öll
sár, og það var með angurblíðri til-
finningu, sem Bill ákvað að heim-
sækja forcldra Jennýjar. Þau áttu
heima í rauðri múrsteinsvillu i
bezta liverfi Blessingham. Á leiðinni
til hótels síns varð Bill að aka fram
hjá villunni. Það var yndislegt vor-
kvöld með blómstrandi vafnings-
viðum á garðinum kringum húsið.
Bill hafði enga sérstaka löngun til
að koma svo snemma til hótelsins,
og auk þess höfðu foreldrar Jenn-
ýjar verið honum vinsamleg, þegar
hann var vanur að koma til Bless-
ingham um hverja helgi.
Móðir Jennýjar var klædd lit-
skrúðugum klæðnaði, sem hann
mundi svo vel eftir, og hún virtist
glöð að sjá hann aftur. Maður lienn-
ar, sem var læknir, var ekki kom-
inn heim frá sjúkrahúsinu, — en
vildi ekki Bill koma inn og fá sér
tebolla?
Það var eins og í fyrri daga, hann
lét sigrast af yndisþokka hennar.
Á meðan þau sátu þarna 1 stofunni
með frönsku gluggana opna mót
fögrum garðinum og hann spurði
hana um Blessingham og hún spurði
hann um London, þá var eins og
liann sæi hana I fyrsta sinn, — ekki
aðeins sem móður Jennýjar, heldur
sem konu.
Snotur stofan, búin skrautlegum
húsgögnum, var ágætur rammi um
hana. Bláu litirnir urðu til þess að
undirstrika blá augu hennar, og
dauft Ijós leslampans máði brott
öll merki um aldur.
Hann minntist þess, að Jenný
hafði sagt, að þau hefðu eiginlega
ekki efni á að búa 1 þessu stóra
3Q VIKAN