Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 4
t>œr veljo ýlbrJuflt HD BHTA. iií amerísknm undirfntnnði f foUri alvöru; Dýrkeyptar mínútur Það hefur löngum þótt garpslegt að hœtta lífi sínu, en þó þvi aðeins, að það, sem í húfi var, gæti talizt einhvers virði. Annars ber það vitni hinu gagnstæða, — þeirri lítil- mennsku að meta sjálfan sig einskis. Hinu, að hætta lífi annarra, hefur jafnan þótt fylgja sú ábyrgð, sem fæstir gætu undir risið. Sú ábyrgðar- tilfinning er flestum heilvita mönn- um í blóð borin og jafnvel oft og tíð- um sterkari en ábyrgðartilfinningin varðandi sitt eigið lif, einkum hjá þeim, sem gæddir eru heilsteyptri og þroskaðri skapgerð, — þeim mönn- um, sem virða sitt eigið líf, en það er grundvallarskilyrði fyrir því að kunna að virða líf annarra. Það eru einnig slíkir menn, sem leggja, þegar Þörf krefur, líf sitt í hættu fyrir það, sem þeim er hjart- fólgnast og telja sér, samtíð sinni og niðjum sinum dýrmætast. En þeim hinum sömu mönnum kæmi aldrei til hugar að leggja lif sitt i hættu eða fórna því fyrir einskisverðan hégóma. Þar skilur á milli garpsins og lítil- mennisins. Ég spurði einu sinni reyndan at- vinnubilstjóra, hve margar mínútur hann teldi, að mætti „græða“ á því að aka eins og gapi vestan af Sel- tjarnarnesi og inn í Langholtshverfi í Reykjavik, samanborið við það, sem kalla mætti öruggan og gætilegan akstur. Hann hugsaði sig um og svar- aði síðan: —• 1 mesta lagi fjórar til fimm min- útur og þó sennilega ekki nema þrjár til f jórar... Það er alkunna, að margir aka eins og gapar, — leggja ekki aðeins eigið líf, heldur og annarra i bráða hættu í hvert skipti, sem þeir setj- ast undir stýri, — í hættu fyrir nokkrar mínútur, sem þeim eru svo oftast nær einskis virði. Þessar fáeinu, einskisverðu mínút- ur hafa oft og tiðum reynzt dýru verði keyptar — eða öllu heldur það að ætla sér að vinna þær, því að við- komandi hefur ekki aðeins tapað þeim, heldur og, — þegar bezt lét, — margfalt fleiri mínútum og að auki fjárhæðum, sem það tekur hann fleiri vikur eða jafnvel mánuði að vinna fyrir en nemur fjölda þeirra mínútna, sem hann hugðist „græða“. En þær hafa lika oft og tiðum orðið enn dýrkeyptari, ekki aðeins íyrir hann, heldur lika aðra, — kostað Þjanmgar, bæklun og starfsgetu eða jafnvei lii hans eða annarra. Sú saga er sögð, að Breti nokkur, sem hér var einhvern tima á feröa- lagi, byði mönnum á bæ einum tíu krónur, — sem var að vísu talsvert íé i þa tið, — fyrir að klífa kletta upp i valshreiður og ná i eggin. Töldu menn, að klettarnir væru svo illfær- ir, að siikt mundi hin mesta Ufshætta, og íýsti engan að freista aö vinna til launanna, nema hvað fáráðUngs- karii emum a bænum varð að orði: — Eyrir tiu krónur, — nei, íjandinn hafi það. — En hefði hann sagt tuttugu, mundi ég ekki hika viö aö drepa sjáif- an mig og hann Sigga litla líka. Aö þessu var hlegið og þótti fiflska mikU. Að hvaða gagni gátu tiu krón- ur komiö dauöum manni eða tuttugu tveimur dauöumV Hitt var karU að visu íyrirgeíið vegna heimsku hans, aö hann viidi hætta annars lifi Uka, — eingóngu fyrir heimsku hans. Að hvaöa gagni koma örfáar min- útur dauöum manni? Og — hvers virði veröa öríáar minútur liíandi manni, Þegar hann hefur keypt þær i'yrir rænt gjaid, Uf eða Umi ann- arra? Og hversu margar minútur mundi sá ekki íeginn viija gefa fyrir þessar íáu, sem hiotið hefur sjálfur- ævilanga bækiun og heilsutjón, vegna. þess aö hann ætlaöi að græða þær? Þótt tekið hafi verið dæmi úr Reykjavik, mestu umferöarborg. iandshis, gildir sama reglan hvar- vetna, — minúturnar, sem ef tU viU. geta unnizt íyrir gapalegan akstur,. verða aldrei nema sárfáar, jafnvel. ekki á vegum úti. En minúturnar, sem. geta tapazt fyrir það að ætla að- græða pessar fáu, eru hins vegar svo margfalt fleiri, — tapazt í þján- ingum, minnkaðri starfsgetu og sam- vizkubiti eða tapazt fyrir fullt og aUt,. — hins vegar eru svo margar og langar, að ntiimerini ein.^-r- þeir, sem. einskis meta sitt eigið Uf, og kunna. þvi ekki heidur að meta lií annarra, — tefia þar á tvær hættur. Slik fUlska- er eins fjarskyld garpskap og aírek- um sem hugsazt getur. Drómundur.. 4- VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.