Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 25
olivetti
Olivetti bókhaldsvélar eru í notkun í fjölmörgum fyrirtækjum, bönkum og stofn-
unum um allt land.
Olivetti bókhaldsvélarnar geta leyst margvísleg verkefni. í hverjum stjórnkambi
geta verið allt að 16 mismunandi verkefni.
Olivetti bókhaldsvélarnar eru ódýrar, traustar og fullkomin viðhaldsþjónusta
tryggir hagkvæman rekstur.
Olivetti bókhaldsvélarnar eru ódýrustu og jafnframt fullkomnustu bókhalds-
vélarnar á markaðnum.
Þeir, sem ætla að byrja á vélabókhaldi um áramótin hafi samband við oss hið
fyrsta.
G. HELGASON & MELSTED
RAUÐARÁRSTÍG 1
SlMI 11644.
DANSKUR MBNNTA-
HROKI
Framhald af bls. 9.
ustuvilja íslenzku þjóðarinnar. Lands-
bókasafn íslands er ungt að árum
og húsi þess var fyrst komið á
legg 1908, en Danir hafa
h'aft mörg hundruð ár til að
uppbyggja söfn sín góðum húsa-
kynnum. Það tekur langan tíma
að koma á fót vísindalegum bóka-
söfnum, Fyrst er að safna rit-
unum og svo er að skipuleggja allt
og skrásetja áður en hægt er að gera
sér veruleg not af því. Þegar Islend-
ingar hafa orðið nokkuð á eftir á
þessu sviði er það fyrst og fremst að
kenna margra alda kúgun. Ég efast
eki eitt augnablik um, að handritin
eiga sér mesta framtíð á Islandi. Ég
tala hér af nokkurri reynslu. Þó ég
hafi ekki grúskað í handritum, hef ég
í mörg ár sökkt mér niður í rit ís-
lenzkra vísindamanr.a að því er hand-
ritunum viðvíkur og borið þau saman
við álmga annarra á efninu, og ég
álít, að íslenzkir fræðimenn hafi ekki
neitt að skamrr.ast sin fyrir, Án þess
að hægt hefði veríð að benda á,
hvernig þeir létu alltaf áhugann fyrir
þjóðararfinum sitja í fyrirrúmi,
hefði allur áróður fyrir skilum hand-
ritanna verið fótalaus.
—- Hvernig hafa Islendingar tekið
starfi þínu?
—- Ég hef aldrei mætt öðru en vin-
áttuhug frá Islandi.
— Ég á ekki við íslenzku þjóðina
yfirleitt, heldur við islenzk stjórnar-
völd .Hvernig hafa þau snúizt í hand-
ritamálinu ?
Bjarni litur á mig rannsakandi aug-
um: Ertu að reyna að gera mig að
einhverri völu, sem veltir illindum aí
stað? spyr hann.
Nei, svara ég. VIKAN er hlutlaust
blað, og ég álít þessvegná að við get-
um spurt svona.
— Jæja, þá skal ég segja þér álit
mitt. Ég hef lifað svo mörg ár fjarri
Islandi, að ég á erfitt með að ræða
íslenzk stjórnmál. En þegar ég hef
komið heim, hef ég reynt að taka
eftir þvi, sem er að gerast. Þegar tek-
ið er tillit til þess, hve stórvægilegar
breytingar hafa orðið á hlutunum á
Islandi seinustu árin, breytingar, sem
mynda nýja afstöðu til viðfangsefn-
anna, næstum frá degi til dags, Þá
væri í rauninni ekki hægt að álasa
íslenzkum stjórnmálamönnum, þótt
þeim hefði yfirsézt eitthvað stundar-
korn. En þrátt fyrir hina mörgu erfið-
leika, sem. hljóta aö vera fólgnir í því
að samstiíla átök þjóðarinnar um hin
margvíslegu málefni, geri ég fastlega
ráð fyrir því — Þegar handritamálið
verður til lykta leitt — að íslenzk
stjórnarvöld fái heiður af afstöðu
sinni til handritamálsins.
Viltu bæta nokkru við, Bjarni, án
þess að verða beint spurður fyrst?
— Ekki öðru en því, að ég vil biðja
þig að hafa rétt eftir mér og ekki
klæða orð mín i yfirvarp ýkjufulirar
blaðamennsku.
ÞANNIG ER AFRÍKA.
Frarnhald af bls. 13.
lika iiefndir Búar. Til aðgrein-
ingar eru negrar viðast nefndir
Affíkumenn í þessari grein.) stjórna
en þeir eru aðeins lítil hluti íbúanna.
Það er fullkomlega eðlilegt að Afrík-
ansr elski sitt fagra land og vilji
hafda því sem þeir hafa undir hönd-
i: n. En þeir virðast hafa fastráðið að
búa svo um hnútana, aö þeir um síð-
ir missi allt sem þeir eiga.
Vegna „apartheid" stefnu sinnar
liafa þeir fjarlægzt aðra þjóðernis-
minnihluta í landinu, svo sem ensku-
mælandi hvíta menn, Indverja og
„litaða" menn. (Orðið „lltaður" „col-
ored'' er notað í Suður-Afriku um
kynblendinga hvítra manna og
svartra.) Og í stað þess að taka þá
skynsamlegu og kaldhæðniskenndu
stefnu að skapa afriska millistétt, er
sæi sér hag í Þvi að halda við óbreyttu
ástandi, hafa þeir kerfisbundið auð-
mýkt og espað upp niu milljónir Af-
ríkumanna, sem eru þrír fjórðu hlut-
ar landsmanna. Ég öðlaðist skjóta
innsýn í hyldýpi kynþáttahatursins
á báðar hliðar, er ég kvöld eitt í
Jóhannesarborg tók leigubíl til húss
hvits vinar mins, þar sem ég hafði
mælt mér mót við svartan afrikansk-
an Þjóðernisleiðtoga.
Það er erfitt fyrirtæki að hitta
svartan stjórnmálaleiðtoga í Suður-
Afríku. Að sjálfsögðu er ólöglegt að
hitta Afríkumann á gistihúsi. Hérum-
bal eina leiðin til að ná viðtali við
afríkumann er að mæla sér mót við
hann á heimili frjálslynds hvíts
manns -— og jafnvel það er alláhættu-
samt fyrirtæki fyrir þá báða, hvíta
manninn og hinn svarta.
Við þetta tækifæri hafði ég verið
beðinn að mæta klukkan níu um
kvöldið í húsi, þar sem hrífandi kona
bjó. Ég ætla að kalla hana Katrínu.
Ég tók leigubíl fyrir utan gistihúsið,
þar sem ég bjó. Bílstjórinn, ljós-
hærður Afrikani, sem talaði með sér-
kennilegum. kokníkenndum áherzl-
um, er einkenna mál afríkanskrar
verkamannastéttar, reyndist vera
skrafhreyfinn náungi. Hann hafði
verið í lögreglunni, sagði hann, en
hætt þvi eftir að hafa verið skot-
inn í kviðinn í vopnaleit í svertingja-
hverfi einu. Vopnin fundust — sjö
byssur og mikið magn skotfæra —
en ekki tókst að hafa hendur í hári
„andskotans Kaffans," sem skotið
hafði á hann.
Hversvegna, spurði ég, voru Af-
ríkumenn að leyna hjá sér vopnum?
Bílstjórinn sneri sér við í sætinu og
leit undrandi á mig. „Hversvegna?
Til að berjast við okkur, auðvitað,"
svaraði hann. „Hvað annað?"
Er komið var á ákvörðunarstað,
bað ég bílstjórann biða og gekk inn í
garð með múr umhverfis. Katrín
lauk upp dyrunum, leiddi mig inn I
dagstofuna og kynnti mig fyrir Char-
lie, sem sat úti í horni og handlék
bjórglas. Af þvi tilefni hefði verið
hægt hægt að refsa Katrinu lögum
samkvæmt, Því nú orðið telst ólðg-
legt að veita Afríkumanni nokkurn
áfengan drykk. Andlit Charlies var
laglegt, en með beiskjusvip. Hann var
sjálfmenntaður, en mjög skýrlegur
og greinilega stórum betur menntur
en leigubílstjórinn, er beið mín útL
Á einkennilega hvassan, en óper-
sónulegan hátt lýsti hann þvi lifi dag-
launamannsins, sem hinn svarti mað-
ur lifir í hinni hvítu Suður-Aíriku —
lífi, sem veitir honum engin stjórn-
málaleg eða efnahagsleg réttindi.
Hann má engar eignir eiga og má
vinna aðeins sem „viðarhöggsmaður
og vatnsberi." Hann hélt áfram máli
sínu og ræddi um hvernig ævi hann
hefði átt sem pólitískur fangi —
hann var nýsloppinn úr fangelsi.
Hann lýsti kerfisbundinni auðmýk-
ingu, sem kom fram i bvi að tylft
manna var troðið inn i lítinn klefa,
þar sem þeir fengu aðeins eina vatns-
fötu til hreinlætisþarfa.
»Ég get skilið hatur ykkar á stjórn
Verwoerds," sagði ég. „En hatið þið
Afríkumenn einnig hvita menn yfir-
leitt?" Framhald á bls. 28.
25