Vikan


Vikan - 12.10.1961, Síða 39

Vikan - 12.10.1961, Síða 39
þoá 0o tetfum... að halda þvottinum hvítum og bragglegum ef þér notið Sparr í þvottavélina. Sparr inniheldur CMC, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr gerir hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Kynnið yður verðmuninn á erlendum þvottaefnum, og yður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. SAPUGERÐIN FRIGG félagsskap samverkamanna minna, bara fyrir það að halda hlifiskildi yfir morðingja. Ég var mesti þorsk- haus, þegar öllu var á botninn hvolft. Maður hafði aldrei neitt upp úr þvi að vera viðkvæmur. Verst af öllu var þó, að hann grunaði mig um að vera á þeirra bandi. Og það var ég reyndar, þegar ofan i kjöl- inn var lesið. Líklega hataði ég hann mest af þeim öllum. En ég þoldi ekki að sjá varnarlausan mann standa einan gegn öllum hinum. Það hleypti í mig ólgu. Ég vissi ekki hvernig það kom til, bara eins og sundurlaust hugmyndaflug hring- snerist i hausnum á mér. Mér var illa við þá hina, og kenndi honum um allt. ÞEGAR ég kom aftur úr löngum og þjarksömum matartíma, sat hann úti í horni. Hann hélt á hálftæmdri viskýflösku i hendinni og horfði bjálfalega á mig. Nú var hvorki hræðsla né hálfkæringur í augum hans. Hann saup á til að sýna mér að hann væri hvergi smeykur. — Jæja, svo þú drekkur í vinnu- timanum? — Já. — Það er heimskulegt af þér. — Já ... Aftur saup hann á flöskunni. Ég vann eins og óður maður. Hann hreyfði sig ekki úr horninu. Það fór siminnkandi i flöskunni. Af hverju var mannskrattinn að drekka svona? — Nú eyðileggur þú allt fyrir þér, sagði ég snöggt. — Víndrykkja i vinnutíma verður ekki liðin. — Það gef ég skít í. Ef ég vil drekka, þá drekk ég. — Þú heföir getað beðið. — Ég vildi ekki biða. — Löng þögn. — Það kemur stundum fyrir að brennivínið er min eina huggun. Það dettur bara svona i mig ... Ég keypti þessa flösku hjá þeim ensku í þurrkvinni. Það er góð vara. Ég var steinhissa á mælgi hans. Ég fann að honum leið illa. — Geturðu ekki gert það fyrir mig að hætta? — Það er einmitt þín vegna sem ég drekk, rumdi i honum. — Er það mín sök? — Já. Þú veizt að mér fylgir ekki annað en ófriður. ÞaS hefnist öll- fcR ** um fyrir það, sem hafa eitthvað saman við mig að sælda. Ég skil ekki hvers vegna, en svona er það. Það eru einmitt þeir er mér fellur vel við, sem verða fyrir barðinu á því. Ef það væru elcki nema óvin- ir mínir sem yrðu fyrir þvi ... — Þú ert farinn að tala vitleysu. — Ónei, það er heilagur sann- leiki. Heldurðu að ég viti ekki að þú tókst minn málstaö yfir i pípu- verkstæðinu fyrir hádegið? Hér hefir þú þótzt beita hörku við mig, en hjálpaðir mér svo þegar ég var hvergi nærri. Ég heyrði einhvern segja frá viðureign þinni við um- sjónarmanninn. Það þótti mér vænt um, og þó jafnframt leiðinlegt. Og þá fór mig að langa til að drekka. Áfengið skýrir hugsanirnar og eyk- ur kjarkinn. Þessi þögli maður var haldinn þrá eftir að tala hreinskilnislega við einhvern um sjálfan sig, — mað- urinn sem meðbræður hans áfelld- ust fyrir mestu synd sem drýgð verður hér í heimi, — morð. — Þarftu að drekka kjark i þig? — Þú hugsar til mín sem morð- ingja. Þú getur ekki hugsað þér morðingja öðruvlsi eu kjarkmeuuL En það var kjarkleysið sem gerði mig að morðingja. Ég drap af ótta við barsmíð. Ég var sterkari en ég vissi af ... í einfeldni minni hugði ég mig geta byrjað nýtt líf, eftir að ég hafði afplánað dóminn. En þar skjátlaöist mér eins og þér skjátlast lika. Fólk sér ekki annað en morð- ingja í mér. Ef ég klappa litlu barni með blíðu, kemur móðir þess ótta- slegin og þrífur það af mér. Þegar ég tala við meðbræður mína, standa augu þeirra full af ótta, og þeir hugsa ekki um annað en að hypja sig burtu. Þegar þeir eru margir saman, gera þeir samtök á móti mér. Ég reyni að lil'a sem mest út af fyrir mig, en það er ekki þolað heldur. Þessi stóri og sterklegi maður hneig niður í horniö. Tárin runnu niður kinnar hans og hann hikstaði hátt. Ég reyndi að hugga hann, en hann vildi fá So vera einn. Ég gerði mér erindi út. Þegar ég kom þangað aftur, undir kvöldið, var hann farinn. Ég sá hann aldrei eftir það ... ★ VIKAK 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.