Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 9
nntahroki og íslenzk handrit
kunni ræðir við Bjarna M. Gíslason í Ry í Jótlandi
— Það á líka miklu betur við. Hann er
handritafræðingur, en það er ég ekki. Hann
hefur ábyggilega rekizt á atvik í handrit-
unum sem minna á lífið eins og það er —
í Vikunni.
Ert þú ekki handritafræðimaður líka?
— Nei, alls ekki. Mín afstaða til handrita-
málsins á ekkert skylt við handritarann-
sóknir, en er hinsvegar í því fólgin að starfi
íslenzkra handritafræðinga mætti áfram
haldið í því landi, þar sem handritin með
réttu teljast þjóðararfur.
Viltu gera grein fyrir því starfi?
— Það er ósköp einfalt mál. Ég hef ver-
ið sjálfboðaliði í flokki danskra manna,
sem börðust fyrir rétti Islands.
— Er það ekki eitthvað sem þú hefur
sett í gang?
— Að einhverju leyti kannski, en ann-
ars á áhugi Dana fyrir málinu sér sögu-
legar rætur.
Hvernig?
Bjarni leit á mig eins og saklausan veg-
faranda úr sveit. — Það er nú erfitt að út-
skýra söguleg sjónarmið í stuttu máli.
— Þú þarft ekki að vera stuttorður.
Vikan er að minnsta kosti eftir íslenzkum
mælikvarða stórt blað.
— Nú, jæja. Ég get auðvitað reynt að
gera grein fyrir þessu, en ég sleppi sjálfum
handritunum, ég geri ráð fyrir að Jón
Helgason hafi spjallað um þau. En hvernig
á ég að setja þetta saman? Eru Islendingar
okkar daga ekki farnir að ryðga eitthvað
í sögulegu viðhorfi? Kannski ég reyni að
leiða það fyrir almenningssjónir ... svona
... Bjarni leit til mín eins og hann væri
að athuga, hvort ég veitti orðum hans
nokkra eftirtekt og bætti svo við:
— Það var fyrir mörgum árum þegar
einveldi Dana hrörnaði og stjórnarbylting
fór fram, að hinn svokallaði „national-
liberali“-flokkur' komst til valda í Dan-
mörku. Oddar flokksns voru því sem næst
eingöngur hálærðir menn, og stjórnmála-
tímabil þeirra er almennt kallað prófessora-
valdið. Maður skyldi ætla, að það hefði
verið alveg sérstaklega gott fyrirkomulag,
að svo lærðir menn gerðust pólitískir leið-
togar þjóðar sinnar, en þetta reyndist
öðruvísi. Með stjórnartaumana í höndun-
um þandist menntahroki þessara manna
það mikið út, að þegar bændur til dæmis
buðu sig fram á móti þeim, ætluðust hinir
til að frambjóðendur bændaflokksins þér-
uðu þá, en álitu það hinsvegar óviðeigandi
að þeir sjálfir þéruðu þingmannaefni
bændaflokksins. Sjálfstæðisbarátta Islands
var um langan aldur ekkert annað en
árekstur á þessa stórmennsku, sem skoð-
aði fátæklingana hér á landi sem leiðinlegt
aukaatriði í rikiskerfinu. En þá reis upp
maður, sem hét Grundtvig og haxm barð-
ist langri baráttu gegn hinum svokallaða
„svarta skóla“, en það kallaði hann þenn-
an menntunarhroka. 1 kjölfar stefnu hans
voru stofnaðir margir lýðháskólar sem
miðuðu að því að gera meginþorra alþýð-
unnar það hæfa starfsmenn í þjóðfélaginu,
að þeir þyrftu ekki að lúta í blindni fíl-
isteum menntunarhrokans. Áhrif þessara
skóla hafa komið á miklu jafnvægi í dönsku
menningarlífi.
— Og hvað kemur þetta handritamál-
inu við?
— Handritamálið eða lausn þess verður
aldrei skilið rétt án þess að þekkja jafn-
ræðishugsjónir grundtvigsmanna í Dan-
mörku. Margir á Islandi halda að vandinn
hafi verið leystur hér um bil svona: Is-
lenzkur ráðherra bar fram tillögu um af-
hendingu handritanna á Alþingi, og dansk-
ur ráðherra sagði, takk, það er allt í lagi.
Auðvitað ganga stjórnarvöldin að síðustu
frá öllum formsatriðum, en andstæðingar
Islands í handritamálinu hafa aldrei óttazt
diplomat-stússið, af þeim einföldu ástæð-
um, að allar tillögur um lausn málsins hafa
að síðustu verið bornar undir þá. Danskir
stjórnmálamenn voru auðvitað ekki hand-
ritafræðingar, en urðu að snúa sér til há-
skólans, og andstæðingar Islands við há-
skólann komu öllum lausnartillögum fyrir
kattamef. Um meira en aldarskeið hefur
þessi skollaleikur gert baráttuna fyrir
heimflutningi handritanna furðulega ána-
lega, án þess að íslenzkir stjórnmálamenn
fengju nokkru þar um þokað. Þeir ein-
uslu, sem gátu farið aðrar leiðir, voru Dan-
ir sjálfir, og í þeirra hóp voru það eingöngu
gömlu baráttumennimir gegn „svarta
skóla“, sem aldrei spurðu vísindamennina
um það, hvernig leysa ætti handritamálið
út frá sjónarmiðum lýðfrelsis og þjóðar-
réttar. Baráttan var bæði löng og hörð,
en fylgi lýðháskólamanna fór stöðugt vax-
andi, og að síðuslu sáu stjórnmálamenn-
irnir sér ekki annað fært, en taka meira
tillit til þeirra en safnvarðanna. Þetta er
hinn einfaldi gangur málsins, og haldi
menn, að enginn menntunarhroki hafi fylgt
andstöðunni gegn íslenzka málstaðnum, þá
ber að líta á hina 500 vísindamenn, sem allt
í einu spruttu úr sætum sínum og útmál-
uðu áhuga sinn fyrir handritunum með
feiknalegu gorti. 1 rauninni voru ekki 10 af
þessum 500 læsir á íslenzk handrit, en öll
hin uppskáldaða vísindamennska átti að
lokka sauðfrómar sálir, og í hópnum var
meðal annars bara skrifstofufólk, sem von-
aðist eftir að ná sér í smáklípu cif frægðinni
með því að aðhyllast frumstæða hrylliút-
málun visindamannanna á vanefnum Is-
lands. Allar aðrar þjóðir en Danir hefðu
kannski ekki komið auga á hve gloppóttur
þessi áróður var. Fínu nöfnin snúa mörgum
til auðmýktar í skinhelgi. En danska þjóðin
á marga lýðháskóla. Og áreksturinn við
skoðanir þeirra hefur orðið margri óvand-
aðri fjöldasefjun hættulegur.
— En hver er svo þinn hlutur í öllu
þessu?
— Minn hlutur er kannski mest fólginn í
samstarfi við lýðskólamenn. Hvernig sem
litið er á málið, sér maður að öll rök hníga
að því, að handritin eru skrifuð á timgu
Islendinga og þjóðararfur þeirra. Rök sem
ganga gegn svo skýlausu og einföldu lög-
máli eru ekki annað en tilraunir til að
flækja það í hríngrás orsaka og afleiðinga
sem glepja mönnum sýn og reyna að láta
það líta út eins og þjóðararfur Islands sé
aimarra eign og menningaruppistaða. Starf
mitt hefur verið í því fólgið að greiða úr
þessum flækjum, svo hægt væri að skoða
hlutina í réttum hlutföllum. Þetta kann að
þykja ósköp einfalt, en það hefur samt
kostað fyrirlestra og kappræður í mörg
ár, hundruð af blaðagreinum og tvær bæk-
ur. Og kannski er ekki öllu lokið enn.
Ertu ekkert hræddur um, að handritin
verði vanrækt á Islandi? Jón Helgason
benti á það í samtali sínu við VTKUNA,
að mörg þúsundum yngri handrita á lands-
bókasafninu væri lítill sómi sýndur.
Mér er ókunnugt um það, hver hefur
forgöngu um þá skoðun að Islendingar van-
ræki handrit sín, en að minnsta kosti
dönsku prófessorunum Westergárd-Niel-
sen og Bröndum-Nielsen hefur fundizt
þannig fræðsla vel fallin til áróðurs gegn
Islandi. Auðvitað finnst á þessu sviði eins
og alltaf og allstaðar eitthvað sem þarf
að kippa í lag, en ég álít að öll þessi blekk-
ing sé að mestu í því fólgin að ýkja minni-
háttar atriði, auk þess sem í henni felst
talsvert vantraust á þjónustuhag og þjón-
Framhald á bla. 29.