Vikan


Vikan - 12.10.1961, Side 11

Vikan - 12.10.1961, Side 11
Hann vann eins og vél, en hraðinn var ekki hans eðli. Svo var að sjá sem hann vantaði alla vinnugleði. Honum stóð á sama hvort við afköstuðum mikiu eða litlu. Hann gat ekki glaðzt yfir vel unnu dagsverki. — Við skulum hraða okkur, hver veit nema við getum lokið við þessar pipur í dag, sagði ég og reyndi að hressa hann upp við starfið. Hnoðararnir höfðu Jsákið sér andartaks hvild. — Já, svaraði hann áhugalaust. — Það hefði verið skrambi gaman að geta komið því af. — Já. — Þetta er ákvæðisvinna hjá okkur. . . — Já. Þegar við fórum á verkstæðið, til þess að beygja pípurnar, stóð hann allan tímann við dyrnar og beið. Honum var alveg sama um hvernig gekk, eða hvað þeir höfðust að þar inni. Hann starði tómlega i'ram undan sér og leit aldrei til hliðar. Hafi um nokkrar hugsanir verið að ræða hjá honum, hljóta. þær að hafa verið langt í burtu. Svona var hann alltaf. Hann hélt sig ætfð utan við aðra verkamenn. í morgunverðar- tímanum sat hann á hlemmi hak við matar- skúrinn. Þar snæddi hann úr matarböggli sinum einn sér. Þegar rigning var, sat hann einn sér i öðrum enda matstofunnar. Enginn slóst í félagsskap með honum. Hann var al- einn innan um fjöldann, en leitaðist þó aldrei við að vinna vináttu hinna. Ef einhver yrti á hann, gaf hann stuttaraleg svör og dræm. Stundum kom fyrir að hann svaraði alls ekki. Hann hafði ekki áhuga á neinu, og félagslyndi var honum óþekkt hugtak. Þegar umsjónarmaðurinn fór frain á að hann gengi í fagfélag okkar, færðist hann undan því. — Þú ert skyldugur lil að ganga í félagið, hélt umsjónarmaðurinn áfram til að sann- . færa hann. — Þú verður að greiða þitt tillag, K I S A M A H allan likamann, en það er líklega vegna þess að hun er farin að reskjast. Ekki er hægt að kenna nýja eldhúsinu um það. . . . Eða hvað? Arkitektinn er ljótur karl. Hvað er að borða í dag? Þessi spurning dynur sýknt og heilagt í eyrum húsmóðurinnar. Við lítum einu sinni inn í eldhúsið hjá frú Sigríði og komum að henni, þar sem hún er búin að .gera upp við sig hvað borða eigi þann daginn og er farin að matreiða. Hún æflar að búa til rétt í ofninum, en uppskriftina hafði hún rekizt á í matreiðslubók, en hún hljóðar þannig: Á botni smurðs eldfasts fa-ts eru settar liring- skornar púrrur. Svínamörsbráð er skorin í þynnur, tiu talsins, sem brúnaðar eru liáðum megin á þurri pönnu. Þá eru þynnurnar lagðar ofan á liráa púrruhringa. Ofan á þetta eru sett 25 gr af velhreinsuðum ætisveppum, sem fyrst eru skornir í tvennt. Þetta er þakið með þykkri bechamelsósu, kryddaðri salti, pipar og sterkri papriku. Efst er settur rifinn ostur og smjör- líkisstykki. Þetta er sett í ofninn og steikt i 'þrjá stundarfjórðunga við 180 stiga hita. Nálega svo að jni megir njóta góðs af þvi, sem áunn- izt hefur fyrir atbeina félagsskaparins. Ekkert svar. Aðeins tvö tómlát og sljó augu, sem horfðu i aðra átt. — Ég skal koma með bókina til þin á laug- ardaginn kemur. Er það i lagi? Þú verður með? Hinn yppti öxlum og var sjáanlega leiður á þessu. — Þú vilt það ekki? Þögn. — Andskotans sníkjudýrið. Morðinginn þinn. Hann hrökk við eins og byssukúla hefði hitt hann. Örið á neðri vörinni varð rautt og eldur brann úr augunum, sem áður voru -svo sljó. Hann skalf á beinunum þegar liann stóð upp. Hann hvessti augun á umsjónar- manninn og kreppti langa og sterklega fing- urna. Allt i einu snerist hann á hæli og skund- aði út. — Ræfill, hvæsti umsjónarmaðurinn fyr irlitlega. -— Þetta hefðir þú átt að láta ógert, sagði ég i ásökunarrómi. — Láta ógert, segirðu? Þessi rotta, annar eins morðingi. Umsjónarmaðurinn jós yfir mig skömm- unum. — Ég veit hvernig þú getur fengið hann til að ganga í félagið, hélt ég áfram. — Þú verður að tala við hann undir fjögur augu. Ég skal koma þvi svo fyrir að þið verðið tveir einir í geyminum. —■ Ég einn með þessum morðingja? Hinir, sem fyrir stundu höfðu ósk- að öllum morðingjum dauða, og gerðu það kannski enn, skemmtu sér nú vel á kostnað umsjónarmannsins. Framhald á bls. 38. ERNIG Þ A Ð E R GERT 1% klukkustund tekur að búa til þennan rétt. Þetta er eftirlætisréttur eiginmanns frú Sigrið- ar, og við getum fullvissað lesendur um að, matargerðin tókst prýðilega i þetta sinn. Á biðstofunni. Við fylgjumst með frú Sigríði, þar sem hún er að baka eftirlætisrétt mannsins sins, rétta úr handleggjunum. . . beygja handleggina. . . rétta út handlegginn eftir paprikunni ... fing- urnar skera niður sveppina af mikilli leikní, beygja hnén djúpt til þess að setja réttinn inn í ofninn, halla sér áfram til þess að kveikja á ofninum. Þetta er sannkölluð leikfimi, og eins og i venjulegri leikfimi verður að fara eftir vissu kerfi. Nú stendur ekki leikfimiskennari yfir frú Sigr- iði, það er fyrst og fremst ekki pláss fyrir hann í eldhúsinu. Hreyfingarnar þreyta frú Sigríði, Framhald á bls. 35. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.