Vikan


Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 12.10.1961, Blaðsíða 26
jSperniandi skemmfi(e0 éstflr- efcir Fí5trikfi fðj'ítvicfe 14. bluti. Anna tekur forystuna. Mikki kom ekki inn til að drekka teið. Eins og venja var til, drukku þau það úti á veröndinni, og það var Anna ein, sem veitti athygli fjarveru hans. Hitt fólkið virtist hafa um ann- að að hugsa. Victor sat við hlið Maureen; hann var mjög ástúðlegur við hana, en varaðist að líta þangað, sem Lísa sat. Og Lísa, sem vonaði að sér hefði tekizt að má á brott öll merki eftir tárin með köldu vatni og andlitsdufti, var þvi fegnust hve mjög Cyrus K. Oglethorpe dró að sér athygli þeirra hinna. Beryl var því hinsvegar ekki eins fegin; hún hafði gert Sér vonir um að allt mundi snúast um sig, en varð nú að sætta sig við að aldur- hniginn Bandaríkjamaður, hávær og umsvifamikill og þar að auki ber- sýnilega faðir Önnu, stæli af henni sýningunni. Cyrus K. var i sólskinskapi. írskur málhreimur húsmóðurinnar minnti hann á blessunina hana ömmu hans, sem hafði verið fædd og uppalin í Dyflinni, en giftist svo Korneliusi Oglethorpe, einhverntíma um mið- bik aldarinnar sem leið. Og ekki hafði Kitty síður ánægju af því að komast að raun um að þetta væri því sem næst samlandi sinn. Hún sagði honum allt um Monte Paraiso, og hann hlustaði á hana — meira að segja af athygli — og síðan tók hann að segja henni frá ömmu sinni, sem gifzt hafði skipstjóra á litilli segl- skútu, farið með honum til Vestur- heims, og siglingin yfir Atlantshafið hafði tekið þau fullar fjórtán vikur. Þá höfðu Oglethorparnir ekki haft miklu úr að spila; þeim hafði þá enn ekki komið til hugar að fara að framleiða gosdrykki, og heitið „Pepsódi" kom ekki fyrir í frásögn- inni, svo Beryl fékk ekki minnsta grun um hver þessi sögufúsi gestur var. Ekki hafði heldur neinn gerzt til þess að kynna þau, og það var ekki fyrr en gamli maðurinn lauk sögu sinni, og minntist þá á Pepsóda- verksmiðjurnar, að hún skildi hvers- kyns var. En þá brá hún líka skjótt við. Anna notaði tækifærið, bað við- stadda að afsaka sig og laumaðist á brott, en Beryl flutti sig samstundis í sæti henanr, brosti sínu sætasta brosi til Cyrusar K. og kynnti sig. — Herra Oglethorpe; þér verðið að afsaka, en ég hafði ekki hugmynd um að þér væruð væntanlegur hús- bóndi minn. Mér barst svo yndislegt bréf frá honum Alan Hermann, en hann minntist ekki á yður ... Anna, sem var á leiðinni út úr hús- inu, heyrði ekki svar föður síns, en hugsaði sem svo, að það væri bezt að láta þau um það. Vitanlega átti hún að undirbúa þessi kynni þeirra, en hún hafði bókstaflega gleymt því. Hún hafði ekki um annað hugsað en sársaukann og vonbrigðin í augna- tilliti Mikka, og beiskjuna í röddinni, þegar hann svaraði: — Jú, það er milljón dollara munur. Estrella, sem stóð á beit úti í nátt- haganum, hneggjaði til hennar og bjóst vitanlega við þvi að hún færði sér gulrót eins og hún var vön, en nú bar svo við, að Anna virtist ekki veita henni athygli. Anna hélt rak- leitt út í bllskúrinn, þar sem Mikki stóö og gramsaði i hreyfli jeppans, rétt eins og hann ætti sér ekki aðra köllun i lífinu. Gæðingur var að minnsta kosti ekki í neinum tengslum við bandaríska milljónara, hugsaði Mikki, þar sem hann stóð með skrúflykilinn í hend- inni og starði á líffærin; nei, Gæð- ingur var í allar ættir kominn af heiðarlegum, nytsömum bílum •— kannski ekki beinlínis glæsilegur, en hann villti ekki á sér heimildir, svo miikð var vist. Og Þótt hátt léti í hreyflinum á stundum, þá fór hann ekki með neltt falsmál. En allt í einu sá Mikki hvar skuggi nokkur féll á hreyfilstæðið, og um leið náði rödd Önnu eyrum hans gegnum hreyfilgnýinn: — Reyndu að lækka svolítið í honum skarkalann, Mikki ... Mikki gerði sem hún bað. Og Þeg- ar hann hafði drepið á hreyflinum, varð þögnin næstum því óþægileg. —- Ætlaðir þú eitthvað að segja við mig? spurði hann hæversklega. Einmitt þessi hæverska hans breikkaði bilið á milli þeirra um allan helming. Það varð álíka margar míl- ur og dollararnir,* sem skildu þau, hugsaði Anna. Samt sem áður hikaði hún ekki við að hefjast handa um að brúa þetta breiða bil. — Það varst Þú, sem ætlaðir að fara að segja eitthvað, þegar við vor- um trufluð áðan, svaraði hún. — Jæja, sagði hann og lét sem hann kæmi ofan af fjöllum. — Ekki minn- ist ég þess. Hún gekk skrefi nær honum. — Þú ætlaðir að fara að spyrja mig ein- hvers, og mig langar til að vita hvað það var. — Það skiptir ekki neinu máli, svaraði hann stuttur í spuna. Hann ætlaði enn að fara að fást við hreyf- ilinn, en þá var tekið um úlnlið hon- um, mjúkri og svalri hönd. — Það skiptir mig miklu máli, mælti Anna biðjand’. — Mikki minn, hvers vegna geturðu ekki spurt mig þess, sem þú ætlaðir? Hann stóð þögull eitt andartak og fann vakna hjá sér sterka löngun til þess að bera hönd hennar að vörum sinum. Þess í stað sagði hann: — Ég get ekki kvænzt Marianne Oglet- horpe ... Það lék bros um varir henni. — En góði, bezti ... Þegar við erum gift, heiti ég ekki lengur Marianne Oglethorpe, heldur Marianna Trem- ayne. Eða bara Anna Tremayne, ef þér líkar það betur. — Þú verður dóttir föður þíns eftir sem áður, mælti hann. Og allt í einu fékk gremja hans útrás. — Anna, hversvegna sagðir þú mér ekki hver þú ert? Hversvegna varstu að vekja hjá mér þessa tálvon? Anna hló. — Ég fékk ekki ráðrúm til þess, svaraði hún. — Það var ekki liðið nema andartak frá því að þú losnaðir úr fjötrinum við Beryl. Svo varð hún alvörugefin aftur, kom svo nálægt honum að lokkar hennar snertu vanga hans. — Hvað heldurðu að mér hafi eiginlega gengið til, þeg- ar ég skrifaði Alan Hermann? Ég var svo reið við pabba, að ég vildi ekki fyrir nokkurn mun að hann fyndi mig, og samt sem áður tefldi ég á þá hættu með bréfinu — ein- göngu vegna þess, að ég ann þér svo heitt Mikki, að ég gat ekki annað en . storkað þeirri hættu. Hún lagði armana um háls hon- um, áður en hann gat komið i veg fyrir það. — Ég veit líka að Þú elskar mig, mælti hún lágt, — Það vannst Þér þó tími til að segja mér. Gerðu það þessvegna fyrir mig að spyrja hvort ég vilji verða konan þín. Og ég skal heita þér því að verða þér góð eiginkona. I-íann maldaði i móinn eítir megni. Reyndi að koma henni í skilning um að sennilega liðu mörg ár, áður en hann færi að fá sæmilegar tekjur af gistihúsinu . . . að faðir hennar mundi risa öndverður gegn slíkum ráðahag ... að þetta væri barnaskapur og flónska. En samt sem áður þráði hann hana svo heitt, að hann hafði vafið hana örmum áður en hann vissi af og þrýst henni að sér. •— Anna, við verðum að líta á þetta af skynsemi; skilurðu það ekki ... Mjúkum lófa var lagt á varir hon- um. — Ég skil ekki neitt, sagði hún. Veit ekki neitt annað en það, að þú hefur ekki kysst mig enn . .. Langar þig ekkert til að kyssa mig, Mikki? Við þeirri spurningu var vitanlega ekki nema eitt svar. Og að Því loknu var sem allar mótbárur rynnu út í sandinn. Jafnvel dollaramilljónirnar stór- féllu i verði við slíkan koss. Og þegar Mikki sá bálið, sem kossinn kveikti í augum Önnu, fann hann, að hann varð að brjóta alla mótspyrnu á bak aftur. Vitanlega hlaut honum að tak- ast það, þegar Anna stóð við hlið honym — þá var honum ekkert ó- mögulegt. Ekki einu sinni það örð- uga verkefni, sem beið hans hér að Monte Paraiso. Með önnu við hlið sér, skyldi honum takast að sýna hin- um mikilláta Cyrus K. Oglethorpe, að hann væri ekki neinn veifiskati. Hrifningin og sigurvissan, sem gagnrýni Beryl hafði slævt, blossaði upp aftur hið innra með honum, þeg- ar Anna mælti: — Já, Mikki, ég veit þér tekst það allt saman. Með sjálfri sér varð hún hissa á Því, að hún skyldi ekki hafa veitt því athygli fyrr hve neffríður hann var. Og enn hafði hann ekki spurt hana beinum orðum hvort hún vildi verða eigin- kona hans — en það var eins og þeirrar spurningar þyrfti ekki leng- ur við. Fyrir rétti. En sú heppni, að ég skyldi fá að kynnast yður á svo óvæntan hátt, masaði Beryl ísmeygilega og starði bláum augum sínum á Ceryl K. sem ekki virtist þó kunna að meta alla þessa ástúð hennar. — Satt bezt að segja þá var ég dálítið kvíðandi, en nú, þegar ég hef kynnzt. yður og komizt að raun um hve þér eruð ágætur, þá finn ég að þetta verður allt í lagi, skiljið þér ... Og enn hló hún. — Ég er allsendis ókunnug i Bandaríkjunum. Við mamma, skiljið þér . . . Ef hún fer að Þylja honum alla ævisögu sina, verður ekki langt þang- að til berserksgangur rennur á gamla manninn, hugsaði Lísa með sér og fór að bera inn bollana. Þau hin voru staðin upp frá borðinu; Victor var setztur við að skrifa umboðs- manni sínum, en Kitty og Maureen voru farhar að taka til í herberginu, þar sem hinum nýja gesti skyldi bú- inn svefnstaður. Og Cyrus K. virtist vera að glata stjórn á sér, þegar Beryl hafði masað án afláts í meir en hálftíma. Loks fannst Lísu tími til Þess kom- inn að veita honum nokkurt lið. -— Ef þú ætlar að verða herra Oglet- horpe og önnu samferða til New York i fyrramálið, Beryl, held ég að þú ættir að fara að ganga frá far- angri þinum, sagði hún. Beryl var að þvi komin að svara að enn væri nógur tími, en kom í sömu svifum auga á þau Mikka og Önnu, þar sem þau komu upp að ver- öndinni. Hún fann, að það mundi ekki verða auðvelt fyrir sig að ræða við Oglethorpe í áheyrn Mikka, eftir það, sem á undan var gengið. Þess vegna brosti hún enn einu sinni sínu blíð- asta brosi, um leið og hún mælti: — Já, það er satt; mér er vist bezt að fara að taka til hendinni ... Hún skokkaði inn i húsið um leið og þau Anna og Mikki komu upp á veröndina. Og Cyrus K., sem var orð- ið gramt í geði yfir öllu masinu í Beryl, lét það nú óðara bitna á dótt- ur sinni. — Marianna, þrumaði hann. — Því í skrattanum fórstu að skrifa Alan Hermann og biðja hann fyrir Þetta stelpugaflhlað? — Eitthvað varð ég til bragðs að taka, svaraði Marianna. — Hún var trúlofuð Mikka, og ég ætlaði mér að klófesta hann, skilurðu. Lísu varð litið á Cyrus K. og sá ekki betur en hann væri að því kom- inn að kafna. Hann varð dreyrrauður í framan og virtist ekki geta komið upp orði. Lísu datt fyrst í hug, að hún yrði að koma karlinum til að- stoðar — en þetta kom henni i raun- inni ekki við; henni var nær að halda sig frammi í eldhúsinu. Loks gat Cyrus K. stunið upp: — Heyrðu mig, Marianna; ef þetta á að vera einhver fyndni ... ■— Alls ekki, svaraði Anna. — Ég hef verið ástfangin af honum, siðan ég fyrst man eftir mér. — Ástfangin? þrumaði Cyrus K. — Þú varst ástfangin af þessum skeggjaða saxófónleikara. Þú sórst, að þú skyldir giftast honum ... — Já, og eingöngu vegna þess að þú lagðir blátt bann við því að ég umgengist hann, svaraði Anna. — Við erum svipuð að skapferli, þú og ég. Það er gallinn. Við verðum viti okkar fjær, ef okkur er sýnd einhver mótspyrna, hefurðu sjálfur sagt. Og ef þú ferð að sýna mér einhverja mótspyrnu, hvað þetta snertir ... Cyrus K. barði í borðið og öskraði svo undir tók i fjöllunum. — Mót- spyrnu ... einmitt það, já. Hvað á ég þá að segja ... ha? Þá gekk Anna til hans og lagði armana um háls honum. — Þú átt að óska mér til hamingju og gefa mér blessun þína, mælti hún lágt. — Þú hafðir að visu á réttu að standa, hvað þennan saxófónleikara snerti, og það fann ég raunar strax, þótt ég vildi alls ekki viðurkenna það. En Mikki er alger andstæða hans. Hann hefur til dæmis aldrei snert saxófón ... Rödd hennar titraði og augu henn- ar blikuðu eins og stjörnur. — Og mér þykir svo innilega vænt um hann. 26 VUCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.