Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.10.1961, Qupperneq 15

Vikan - 12.10.1961, Qupperneq 15
Stúlkurnar sátu á legubekk með- fram báðum veggjum samkomuhúss- ins, karlmennirnir stóðu i hóp úti vi8 dyr og ræddu fréttirnar i hálfum hljóðum. Hljómsveitin uppi á leik- sviðinu hóf að leika skozkan ræl. Dermot O'Neill hvarflaöi augum um bekki; kinkaði kolli til stúlku á dökkbláu pilsi og i ljósblárri peysu, og þegar hún kinkaði kolli á móti gekk hann til hennar. — Ég hef ekki dansað við þig í nótt, sagði hann. — Nei, svaraði hún. Og það er afmælið mitt ... — Til hamingju, Neeve, sagði Dermot og leiddi hana í dansinn. Hún var fríð sýnum, þótt munnurinn væri allstór; augun voru grágræn og op- inská á það, sem inni fyrir bjó, hvort sem það var gleði, hryggö eða reiði. — Hvað er það, sem þið eruð að hvísla ykkar á milli I nótt? spurði hún. — Irski þjóðfrelsisherinn hefur heimsótt brezka vopnageymslu; hafði á brott með sér hundrað riffla og mikið af skotfærum. Það var sagt frá þessu i kvöldfréttunum. Nú fer þjóðfrelsisherinn að láta aftur til sin taka, eins og 1916. Við rekum Breta af höndum okkar eins og Hitler rak þá út úr Frakklandi. Nú er tækifærið. Gamla ljónið afvelta, og þegar Þjóð- verjarnir koma yfir sundið, tekur þjóðfrelsisherinn völdin i fylkjunum sex. — Hvenær var þjóðfrelsisherinn endurvakinn? — Veit það ekki. Sennilega fyrir nokkrum mánuðum. — Ert þú i honum? — Það vildi ég að ég væri. En sennilega hafa þeir ekki nein not af piltum á minum aldri ... Hún virti hann fyrir sér. Þótt hann væri ekki nema tvítugur, var hann mikill vexti, herðibreiður og karl- mannlegur. Hann var breiðleitur, blá- eygur, hárið dökkjarpt og liðað. — Faðir þinn barðist með þjóðfrelsis- hernum i uppreisninni, mælti hún. — Já. Og Vincent föðurbróðir minn líka. Þeir skutu hann í túnhliðinu heima, en það var áður en þú fæddist, svo þú veizt ekkert um það. Ætlarðu að gefa mér níutíu og níu kossa, ef ég fylgi þér heim i nótt? — Ekkert „ef", svaraði hún. Ann- þjálfl yrðl Charlie Malone, sem gegnt hefði þjónustu i her fririkisins um þriggja ára skeið; ekki yrði um neina einkennisbúninga að ræöa og liðs- mðnnum ekki fengin vopn, nema þeg- ar um sérstakar hernaðaraðgerðir væri að ræða. — Ykkar bíða hættur og erfiði, en ég efast ekki um, að ykkur vex ekkert i augum þegar fyr- ir málstað Irlands er að berjast. Ykk- ur verða falin verkefnl, sem krefjast þess að þið verðið að heiman um næt- ur; þess verður krafizt af ykkur, að þið ieggið líf ykkar i hættu, jafnvel að þið farið til Bretlands vissra er- inda; ef til vill verðið þið handteknir og líflátnir, en það er ekki annað en Irskir fððurlandsvinir hafa sifellt mátt gera ráð fyrir. Efist einhver um kjark sinn og kðllun nú, segi hann strax til, þvi að baráttan krefst heils hugar ... Kliður fðr um hópinn. — Við fylgj- um þér, Don, allir sem einn ... Eftlr þessu hðfum við lengi beðið ... McGinnis tók enn til máls. — Þá er svo til ætlazt, að þið vinnið eið- inn áður en þið farið. Við hefjum ekki aðgerðir gegn stjðrninni fyrr en við höfum hlotið nokkra þjálfun, en þangað til verður starf okkar eink- um það að safna ýmsum upplýsing- um, sem komið verður til aðalstöðv- anna i Dyflini vikulega ... Hann þagnaði við, dró pappirsplagg upp úr vasa sinum og mælti lægra en áður: — Þá hef ég upp eiðstafinn. 4. Útihjálfun Duncrana-liðsveitar Irska þjóðfrelsishersins fór ýmist fram úti við, á afskekktum stöðum drjúgan spðl frá hænum, eða inni við I geysmluhúsum og hlððum, og var oft skipt um staði til Þess að vekja ekki neinn grun. Liðsmönnum var kennd meðferð skotvopna og sprengi- efna, skipulagning og framkvæmd skemmdarverka, eyðilegging brúa og vega, íkveikjur og eyðilegging mann- virkja, og þeir voru þjálfaðir I grundvallaratriðum skæruhernaðar. Þannig liöu nokkrar vikur. Þá var það eitt kvöldið, þegar sveitin hafði safnazt saman á reið- hjólaverkstæðinu, að McGinnis til- kynnti að lokinni liðskönnun, að æf- ingu yrði frestaö, þar eð liðþjálf- inn hefði verið boðaður á fund yfir- manna heildeildarinnar. — Nú fer hinni eiginlegu þjálfun að ljúka, sagði hann. Eins og sumir ykkar munu hafa getið sér til, er ákveðið að hefja upp- reisnina samtimis innrás Þjóðverja I Bretland, en þvi aðeins er von um að hún beri tilætlaðan árangur, að Þjóðverjum takist að sigra Bretland. — Hvaða tryggingu hðfum við fyrir þvi, að þeir leggi Irland þá ekki undir sig lika? spurði einn liðsveitarmanna. McGinnis svaraði því til, að Þjóð- verjum mundi veitast nógu erfitt að stjórna Bretlandi, og þessvegna kjósa að Irland yrði þeim vinveitt. Gaf að svo mæltu öllum brottfararleyfi, nema O'Neill og félaga hans einum, Corrigan að nafni. Þegar aðrir voru farnir, sneri hann sér að þeim tvi- menningum og kvaðst hafa verk handa þeim að vinna, — að afla upp- lýsinga varðandi flughðfnina, sem brezki herinn ynni nú að i Terman. Spurði hvort þeir gætu komið þvi við að skreppa þangað næstkomandi mánudag, og þegar hvorugur þeirra kvað neitt þvi til fyrirstöðu, skýrði hann þeim nánar frá viðfangsefninu. — Þeir skrá vinnuumsækjendur þenn- an dag. Enn sem komiö er, hafa ekkl aðrar byggingar verið reistar þama en skrifstofan, og einhversstaðar þar mun uppdráttur af þessari væntan- legu flughöfn hanga á vegg, annað- hvort verðið þið að stela honum, eða gera afrit af honum, sem þið færið mér, Þegar þið komið aftur — og takist það, kalla ég vel að verið. Þeir Dermot og Corrigan héldu á brott andartaki siðar. Dermot leit inn hjá Hannafin skósmið. Hannafin var miðaldra maður, mjög lágur vexti, feitlaginn, nauðasköllóttur, með tinnudökk augu, fjörmikill, annálaður prakkari á yngri árum og jafnvel enn Framhald á bls. 36. N/ kvikm/ndasaga hefst í M/ndin verður síðan s/nd 14 VIJCAN þessu blaði og verður í sjö blöðum. í Tripolibíói — Ykkar bíða hættur og erf- C> iði, en ég efast ekki um, að ykkur vex ekkert í augum þegar fyrir málstað írlands er að berjast. aðhvort fylgirðu mér heim skilyrðls- laust eða ekki. Hljómsveitin gerði hlé á leik sln- um. Dermot fylgdi Neeve til sætis; strauk hendi um vanga henni og mælti lágt: — Vertu ljúf og blíð, litli engillinn minn. Að svo mæltu gekk hann i hóp karlmanna úti við dyr. Þegar hljómsveitin hóf aftur að leika og hann hugðist ganga inn í salinn, tóku tveir kunningjar hans hann tali, og þegar þeir höfðu minnzt lauslega á fréttirnar og Dermot fullyrt, að nú bæri að láta til skarar skríða, báðu þeir hann að ganga út með sér. Annar þeirra, Don McGinnis, var hár og grannur vexti með mikið, svart barizt gegn Bretum I flmm hundruð ár. Ekki skal standa á mér. — Orð duga skammt, mælti Mc- Ginnis þurrlega. Við verðum að beita byssum og sprengjum. Hugleiddu þetta, og talaðu svo við mig í búð- inni á þriðjudaginn, ef Þú verður sama sinnis ... McGinnis kvaddi þá tvo og hélt til síns heima, en þeir hugðust dansa lengur. — Einkennilegur náungi, mælti Dermot og horfði á eftir hon- um. Hvorki drekkur né reykir eða lítur við stelpum. Hann hefði svo sannarlega átt að verða prestur. — Það, vildi hann lika helzt verða, mælti Sean Reilly. En foreldrar hans sopa, svaraði hann um lelð og hann vafði hana örmum og kyssti hana. — Vertu nú góð, hvíslaði hann. Býli O'Neills stóð undir lágri brekku; þangað var hálf önnur mila vegar frá borginni, Duncrana, og skildi lágur dalur á milli. Húsin stóðu fyrir innan túngarð hlaðinn úr grjóti, spölkorn frá veginum; íbúðarhúsið var úr höggnum, kalklímdum steini; fjögur herbergi innanveggja, eldhús, búr og tvö svefnherbergi. Öðrum meg- inn við það stóð fjós og hesthús undir einu þaki, hinum meginn móskýlið, en á bak við húsin var lltill mat- — Þessir Þjóðverjar, þessir ÞJóð- verjar, sagði Patrick með aðdáun og reis úr sæti sinu. Sjöunda beitiskipið á skömmum tíma; ekki til að tala um að Bretar hafi við að fylla I skörðin; ágætt, ágætt — stríðið stendur ekki lengi, ef þessu heldur svona áfram. Að svo mæltu sneri hann sér að Kathleen konu sinni, sem hafði verið að skilja mjólkina frammi í búri og kom nú inn. Heyrðirðu fréttirnar, kona ... gleðifréttirnar ... — Það verða þeim víst gleöifréttir, mæðrum þeirra sem fórust, svaraði hún og þurrkaði sér um hendurnar á svuntu sinni. — Ekki voru þeir að hugsa um 5. Klukkan var orðin litið eitt yíir hálfátta, þegar Dermot gekk inn I reiðhjólaverzlun McGinnis og inn á viðgerðarverkstæðiö. Þar voru um tuttugu menn fyrir, og bar hann kennsl á þá alla. Hann tók sér sæti á bekk hjá þeim, og eftir nokkra stund hafði McGinnis læst búðardyr- unum og kom inn til þeirra, steig upp á lágan vinnupall og ávarpaði þá. Þið vitið allir hversvegna við erum hér samankomnir. Irski þjóð- frelsisherinn hefur verið endurvak- inn. Aldrei hefur okkur boðizt betra tækifæri til að frelsa Norðurfylkin. Við höfum þegar frétt frækileg afrek KVIKMYNDASAGAN : og hrokkið hár, tinnudökk augu og festulegan munnsvip; hann var með klumbufót og stakk talsvert við I spori. Félagi hans, Sean Reilly, var lægri vexti og þreknari allur, blá- eygur með ljósrautt hár og freknótt- ur, og var sem bros léki sífellt um varir hans. Þegar þeir voru komnir spottakorn frá samkomuhúsinu, tók McGinnis til máls, og bað Dermot gæta þess að minnast ekki á það við nokkurn mann, sem hann ætlaði nú að færa í tal. Síðan skýrði hann frá þvi, að í undirbúningi væri stofnun deildar í þjóðfrelsishernum innan héraðsins og spurði, hvort hann hefði hug á að verða þar með. — Þið finnið ekki annan fúsari, svaraði Dermot. O'Neillsættin hefur gátu ekki kostað hann til námsins sökum fátæktar. Neeve tók Dermot fálega. Spurði hann hvar hann hefði haldið sig og Þegar hann sá, að henni gekk ekki afbrýðisemi til, brá hann á glettni, sem varð til Þess að hún spurði ekki frekar. Hann innti hana eftir því hvernig rekstur hárgreiðslustofunnar gengi; hún kvað það ekki séð enn, en útlitið væri þó sæmilegt. Spurði hvenær hann hygðist verða sér út um einhverja sjálfstæða atvinnu. — Hér í borginni er allt steindautt, svaraði hann. Hvað á ég að taka til bragðs? Ég gæti fengið vinnu við flugvallargerðina við Lough Neagh, en gamli maðurinn má ekki heyra nefnt að ég vinni fyrir Breta. Ekki heldur að ég leiti mér atvinnu á Bretlandi. Ég verð því víst að sætta mig við að hjálpa til heima, i þeirri von að eitthvað breytist. Kannski fer ég til Ameríku, þegar striðinu lýkur. — Það litist mér vel á, sagði hún lágt. 1 sömu svifum var tilkynnt að Tommy Rean hefði fallizt á að syngja eitt lag, með undirleik danshljóm- sveitarinnar. Dermot stakk upp á Því að þau héldu á brott en hún kvað hyggilegra að biða unz dansinn hæf- ist aftur; þá vekti það ekki athygli. Stundarkorni síðar leiddust þau um myrkar götur, mösuðu og hlógu, unz þau komu að bakdyrunum á húsi henanr. Hún stakk lyklinum í skrána og sneri sér síðan að Dermot. — Góða nótt, stælti stríðsmaður, mælti hún lágt. Dermot greip um arm henni. — Þú ætlar þó ekki að reka mig heim við svo búið ... — Hvað meinarðu? — Ekki það, að mig langi í te- <3 — Ekkert „ef“, svaraði hún. Annaðhvort fylgirðu mér heim skilyrðislaust eða ekki. jurtagarður og tvö eplatré og eitt plómutré í einu horni hans. — Farðu nú að sækja kýrnar, greyið, sagði Dermot við hundinn, Tone. Og Tone tók til fótanna, hljóp niður túnið og smaug út í gegnum hliðið. — Er það ekki helzt til snemmt? spurði Kathleen, móðir Dermots, há- vaxin kona og spengileg en hvít fyrir hærum. Það er svo milt veður í kvöld, að þær ættu að geta verið úti fram í myrkur. — Ég þarf að Ijúka mjöltunum, svo ég geti verið kominn til bæjarins um hálfáttaleytið, svaraði Dermot og. gekk út í fjósið. Þegar hann var bú- inn að binda kýrnar og mjalta og kom. inn aftur með fullar mjólkurföturnar, voru þeir, Patrick faðir hans og Ned. bróðir hans komnir heim frá útiverk- unum og setztir við arininn. Patrick. var kominn fast að sextugu, rauðbirk- inn, lágur vexti, en sterklegur, enda rammur að afli. Ned var hávaxinn eins og Dermot, en virtist lægri vegna þess að hann var dálítið lotinn; hann. var svifaseinni og svipur hans ekki eins ákveðinn. Hann var eitthvað fyrir innan tvitugt. Þegar Dermot kom inn, sneri Patrick sér að honum og bað hann opna fyrir útvarpsvið- tækið, — Það fer líka að líða að fréttum, sagði hann. Um leið og Dermot opnaði fyrir útvarpið, kvað við klukkusláttur en síðan tók fréttaþulurinn til máls; flotamálastjórin hefði tilkynnt, aÓ fjandmennirnir hefðu sökkt „Godi- via“, beitiskipi Hans Hátignar, á Norðursjónum og fjögur hundruð og þrjátíu af tvö þúsund manna áhöfn þess farizt. Léttist þá heldur en ekki brúnin á Patrick gamla: — Heyrið þið þetta, drengir. Enn eitt beitiskip. Náðu í bláu bókina, Dermot, og hrip- aðu þetta niður. Dermot dró skrifbók í bláum kápu- spjöldum upp úr borðskúffu. — Hvað voru þeir aftur margir, sem fórust?' spurði hann. — Fjögur hundruð og þrjátíu, svar- aði Ned. móður okkar, þegar þeir skutu Vin- cent bróður minn til bana hérna í túnhliðinu, mælti Patrick gamli hörkulega. Og ekki hafði hann þó neitt til saka unnið. — Þú ert enn við sama heygarð- hornið, mælti Ned. Maður gæti farið að halda að sök biti sekan, eins tíð- rætt og þér veröur um það, að þeir skutu Vincent til bana. — Guð sé oss næstur, hrópaði Pat- rick gamli reiður. Var það min sök eða hvað, þótt þeir væru að leita mln og felldu hann í misgripum? — Það er enginn að saka þig um neitt, svaraði Ned þrjóskulega. Setztu niður og vertu ekki með þennan of- stopa. — Já, ég skal setjast. En það megið þið vita, að Vincent ... hann var mað- ur. Hann drakk sig ekki fullan í hvert skipti, sem hann kom út fyrir hússins dyr ... Ned reis á fætur og gekk út, hæg- um skrefum. Patrick gamli settist aftur við arininn ,o? það var auðséð, að hann iðraði þess að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur. Dermot, sem bjó sig til borgarinnar, spurði eftir Bellu systur sinni; Kat- hleen kvað hennar ekki von heim strax og bað Dermot að vera ekki I burtu lengi nætur. — Þú komst ekki heim fyrr en undir morgun á sunnu- aaginn var, sagði hún. — Til þess lágu eðlilegar orsakir, svaraði Dermot og brosti. Þegar hann var að fara, kallaði móðir hans á hann og benti honum á skálina með vígða vatninu, sem hékk á veggnum. Hann gekk að skálinni, deif fingri í vatnið og gerði krossmark fyrir sér og hélt síðan út. Ned stóð undir vegg móskýlisins. — Hann getur orðið ofsafenginn, gamli maðurinn, og ég hélt þú vissir hve gætilega verður að fara, þegar talið berst að Vincent heitnum. Ertu að bíða eftir ein- hverjum? — Nei, svaraði Ned. Og Dermot steig á bak reiðhjóli sinu og ók af stað til Duncrana. okkar manna I Derry og Belfast, en það er ekki nóg að koma á fót fá- liðuðum sveitum i borgunum — við verðum að koma upp skipulögðum sveitum í hverjum einasta bæ og þorpi og herdeild i hverju fylki ... Hann tók sér málhvíld, leit yfir hóp- inn og sá, sér til mikillar ánægju, að allir veittu orðum hans óskipta athygli. Hann hélt því áfram tölu sinni; skýrði frá þvl að yfirstjórn hersins yrði í Dyflini, og hefði hún skipað sig sveitarforingja í Duncrana, en Sean Reilly aðstoðarforingja. Lið- MKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.